Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 19
Frjálsíþróttimar gætu blómstrað hér á landi Cees van de Ven. "Er kannski kominn tími til að stofna sérstökfrjálsíþróttafélög hér á landi?" En til þess þarf breytt hugarfar gagnvart afrekssíþróttum og almenningsíþróttum - segir Cees van de Ven, frjálsíþróttaþjálfari sem var þjálfari Fuglsöhópsins Cees hefur verið búsettur hér á landi frá 1988 og hefur mikið verið viðriðinn frjálsíþróttir, fyrstog fremst sem þjálfari í Eyjafirði. Hann býr nú á Akureyri go kennir þar við Menntaskólann. Cees er fyrst spurður að því hvað hafi komið honum mest á óvart þegar hann hóf störf hér á landi fyrir tæpum átta árum. “Ég er menntaður íþróttakennari frá Siddhaart í Hollandi, með frjálsíþróttir sem sérgrein og kom til íslands með það í huga að fást eitthvað við kennslu og frjálsíþróttaþjálfun. Ég hafði heldur óljósar hugmyndir um aðstöðuna hér á landi en vissi að hún var ekkert stórkostleg. Það sem kom mér kannski sérstaklegaáóvart varhversu lítil þekking var fyrir hendi á mikilvægi tækninnar í ýmsum greinum og hversu litla tækni fólk hafði sem varaðfást viðfrjálsíþróttir. Það kom mér einnig á óvart hversu lítið var til af frjálsíþróttaáhöldum. T.d. hjá héraðssambandi eins og UMSE þar sem lengi hefur verið lögð stund á frjálsíþróttir. Þetta gerði það meðal ann- ars að verkum að mér fannst ég vera að byrjastarfiðfrágrunni! Égmeina, til þess a& geta æft einhverja grein af skynsemi þurfa að vera til áhöld, það er ósköp einfalt mál. Þegar svona þættir eru ekki í lagi gera þeir fólki svo erfitt fyrir varðandi starfið í heild. Þetta voru hlutir sem voru mest áberandi þegar ég kom til starfa.” -Nú fóruð þið upp úr þriðju deild í fyrra, þannig að þetta er á réttri leið. “Já, já, en UMSE hefur í gegnum tíðina verið í 1. eða 2. deild þannig að við erum að komast af botninum. En svo eru ýmsir þættir sem mér finnst dálítið erfiðir viðureignar til að ég geti unnið eftir þeim leiðum sem ég vil fara. Aðstaðan er aðeins einn þátturinn í þessu. Það eru lfka vinnuaðferðir þeirra sem eru og hafa verið við stjórnvölinn undanfarin ár. Nú hef ég kynnst mörgu geysilega duglegu fólki í Eyjafirðinum og víða um land frá því ég hóf afskipti af frjálsíþróttastarfi hér á landi og ég dáist að elju þess og dugnaði. En þetta er dálítið snúið mál og á því eru margar hliðar. Ein þessara hliða er spurningin um að vera með eða að ná árangri. Víða er t.d. ungt fólk sem er komið á ákveðið plan í sinni grein, hefur metnað til að ná langt en félag eða sam- bandhugsaráalltöðrumnótum. Stundum er þetta vegna þess að félagið er rekið á allt öðrum nótum, er að einhverju leyti í gamla tímanum. Forsvarsmenn fylgjast þá ekki með í þessari íþróttalegu þróun, eru ekki nógu “prófessíónal” og hafa ekki nægan metnað á nákvæmlega því sviði. Þeirviljakannski leggjameiri áhersluáað fá sem flesta með og þar af leiðandi verður þetta fólk sem er framtíðar afreksfólk kannski í öðru eða þriðja sæti á for- gangslistanum. Svo getur það líka verið vegna þess að félagið hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa í of mörgu. Það leggur kannski áherslu á knattspyrnu eða sund og þá verðafrjálsíþróttirút undan. Eðaöfugt. Mér hefur jafnvel dottið í hug hvort víða væri ekki ástæða komin til þess hér á landi að stofna sérstök frjálsíþróttafélög þar sem starfskraftamir einbeittu sér að því að því að standa vel að frjálsíþróttum. Ég er ekki að segja að þetta sé nein lausn en þetta er vel íhugandi, held ég, þar sem aðstæður bjóða upp á það. Mörg félög eru Iíka orðin of fámenn til að standa í því að reka margar greinar. Þessi félög kappkosta að halda sinni aðstöðu, sinni starfsemi, sínum hugmyndum gangandi, hvert fyrir sig og gengur heldur erfiðlega. Eins og þau hafa gert í gegnum tíðina, í tugi ára í mörgum tilfellum. Þá er hefðin orðin svo sterk fyrir félaginu að það kemur ekki til greina að sameina félagið, félaginu í næsta hrepp eða nærliggjandi bæjarfélagi. Þessi virðing ykkar íslendinga fyrir hefðinni er auðvitað merkileg og aðdáunarverð en hún getur líka stundum verið starfinu ífélögunum til trafala. Þetta getur dregið úr þróun íþróttanna. Og þetta er svo lýjandi fyrir fólk. Það geturjafnvel farið út í það að félög í einum hreppnum er að kappkosta og leggja metnað sinn í að byggja völl í sinni sveit á meðan félag í Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.