Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 6
Stjórn Ungmennafélags Islands 1987 til 1990 Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ Pálmi er fimmtugur bankaútibússtjóri, búsettur í Reykjavík. Ásamt formennsku erhann íframkvæmdastjóm UMFÍ. Hann hefur unnið að fjölmörgum störfum innan ungmennafélagshreyfingarinnar, þar á meðal fyrir USAH, UMSK og Breiðablik. Pálmi hefur starfað í Landsmótsnefndum héraðssambanda frá 1961 og í Landsmótsnefnd 15. og 18. Landsmóts UMFÍ. Eiginkona Pálma er Stella Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Hafsteinn Pálsson Hafsteinn er 36 ára doktor í byggingaverkfræði, vinnur við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og er búsettur í Mosfellsbæ. Hafsteinn hefur mikið starfað í Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ, m.a. sem formaður. Hann er nú formaður Ungmen nasambands Kjalarnesþings (UMSK). Hafsteinn er í varastjóm UMFÍ. Þórir Jónsson Þórir er 42 ára húsasmíðameistari, gjaldkeri UMFÍ og búsettur að Reykholti í Borgarfirði. Hann er stjórnarmaðurfyrir Vesturland. Þórir hefur mikið starfað innan Ungmennafélags Reykdæla, sérstaklegaaðleiklistarmálum. Hann var formaðurUMSB til nokkurraára. Þórirer nú oddviti Reykdælahrepps. Hann er giftur Huldu Olgeirsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þórir Haraldsson Þórir 24 ára, búsettur á Selfossi og vinnur í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík og er varafonnaður UMFI, stjómarmaður fyrir Sunnlendinga. Hann leggur einnig stund á nám í lögfræði við Háskóla íslands. Þórir hefur starfað mikið í Ungmennafélaginu Vöku, m.a. formaður í 1 ár. Hann var framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) í 5 sumur. Þá var hann framkvæmdastjóri útihátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal í 5 skipti fyrir HSK. Sambýliskona Þóris er Guðrún Tryggvadóttir. Guðmundur Haukur Sigurðsson Guðmundur Haukur er 37 ára, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Hvammstanga, búsettur þar. Guðmundur hefur mikið starfað í Ungmennafélaginu Fram á Skagaströnd, m.a. í stjórn. Hann hefur starfað í stjórn U ngmennasambands A-Húnavatnssýslu og sem fram- kvæmdastjóri þess. Guðmundur hefur starfað mikið að félagsmálum; leiklist og bridge málum. Hann erí aðalstjóm UMFI fyrir Norðurland vestra. Kona Guðmundar er Bjamey Valdimarsdóttir. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.