Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 12
Simdíþróttin í mikilli / framför á Olympíuári Á skrifandi stundu, í byrjun ágúst, hefur Olympínefnd Islands ekki valið en- danlega, það sundfólk sem keppa mun í sundi á Olympíuleikunumí Seoul, sem hefjastþann 17. septembern.k. Þrírsund- menn hafa náð þeim viðmiðun- arlágmörkum sem Olympíunefndin setti eftir tillögum frá Sundsambandi íslands. Það eru þau Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús Már Olafsson og Ragnheiður Runólfsdóttir. Aðrir þrír sundmenn hafa náð árangri sem er mjög nálægt viðmiðunartímunum og eru því líklegir til þess að ná þeim á næstu dögum. Það eru þau Ragnar Guðmundsson, Bryndís Olafsdóttirog Amþór Ragnarsson. Hérer ætlunin að velta vöngum yfir sundkeppni Ólympíuleikanna og reyna að spá í þær sundgreinar sem ofangreint sundfólk mun keppa í á leikunum. Spennandi og jöfn keppni í Seoul Sundkeppni Ólympíuleikanna hefur alltaf verið mjög jöfn og spennandi. í Seoul verður hún örugglega mun skemmtilegri en á leikunum 1980 og 1984. Ástæða þessa er að á leikana 1980 mættu ekki margar þjóðir sem framarlega eru í sundíþróttinni. Nægir þar að nefna Bandaríkin, Kanada, Vestur-Þýskaland o.fl. Á leikana í Los Angeles mætti ekki sundfólk frá t.d. Austur-Þýskalandi, Sovétrfkjunum og mörgum öðrum sterkum sundþjóðum. Allt bestasundfólk heimsins hefur því ekki mæst í keppni á Ólympíuleikum síðan 1976, í Montreal. Öll þau heimsmet sem sett voru á leikunum 1976 hafa verið bætt, sum þeirra margoft. Aðeins einu sinni hafa sterkustu sundmenn og konur heimsins mæst í keppni síðan 1976, það var á heimsmeistaramótinu í Madrid á Spáni árið 1986. Þarþótti árangurinn ekki alltof góður að mati sundsérfræðinga. Helstu ástæður þess voru að mönnum fannst sundlaugin ekki nógu hröð og einnig að keppendur margra þjóða veiktust af magapínu. Það verður því örugglega hart barist um sekúndubrotin og lítið gefið eftir í hinni jöfnu keppni þar sem aðeins 1 til 2/ 100 úr sekúndu skilja oft á tíðum að sigurvegarann frá öðru sætinu. Sundkeppni Ólympíuleikana í Seoul verður einnig að nokkru leyti öðruvísi en oft hefur verið áður á þessu mesta sundmóti á ferli hvers sundmanns. Áður fyrr voru það Bandaríkjamenn sem áttu langflesta ólympíumeistara í sundi. Þeir sigruðu í flestum sundgreinum og nærri undantekningalaust í öllum boðsund- unum. Á leikunum í Munchen voru það t.d. aðeins Ástralir sem eitthvað höfðu í Bandaríkjamennina að segja. Þar sigraði þó Svíinn Gunnar Larson í 400 m. fjórsundi með aðeins 2/1 ooo úr sekúndu. Fljótlega eftir þetta sund var reglunum breytt á þann veg að einungis var mældur munur á tímum sundfólksins í 1/100 úr sekúndu. JapaninnTakasaki sigraði mjög Guðmundur Harðarson skrifar. óvænt í 100 m. bringusundinu, eftir að hafa verið síðastur eftir 50 metrana. Á leikunum í Montreal má segja að Bandaríkjamenn og A-Þjóðverjar hafi skipt öllum gullverðlaununum á milli sín, með þeirri undantekningu þó að Bretinn David Wilkie sigrað í 200 m. brin- gusundinu. Nú er öldin önnur. Margar þjóðir hafa komið fram á sjónarsviðið með sundfólk á heimsmælikvarða. Danir, Svisslendin- gar, ítalir, Belgar, Ungverjar, Rúmenar, Búlgarir o.m.fl. þjóðir hafa þjálfað upp sundfólk sem er ífremstu röð. Einnig væri vert að telja ísland og Costa Rica í þessum hópi. Ein aðal ástæða þessarar þróunar er sú að nýjar þjálfunaraðferðir og kunnátta í þjálffræði og sundtækni hefur breiðst út Rjóminn afsundfólki lslands. Frá vinstri: Guðmundur Harðarson, þjálfari, Eðvarð Fór Eðvarðsson, Magnús M. Ólafsson, Hugrún Ólafsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Arnþór Ragnarsson og Friðrik Ólafsson, þjálfari. 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.