Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 27
-Og eruð þið ánægð með viðbrögðin
eftir árið?
"Já, ég er mjög ánægður með þau.
Anægðastur er ég með að finna það sífellt
meira hjá fólki hér á Vestfjörðum að það
erað taka við sér, það erfá trú á skólanum.
Þetta er eins konar trúboð”. Kári brosir.
“Sálnaveiðar.
En það þyrfti að verða dálítil skip-
ulagsbreyting á héraðsskólanum.
Sveitarfélögin ættu að hafa dálitla
eignaraðild að skólanum. Og þá um leið
einn mann í skólanefnd. Þá held ég að
Vestfirðingar myndu enn frekar líta á Núp
sem sinn skóla. Sveitarfélög hafa sýnt
viðleitni í þessa átt með því að styrkja
nemendur sem koma hingað úr þeirra
sveitarfélögunr. Ég vona að þeir geri það
aftur. Hingað hafa komið nemendur frá
Bíldudal og Patreksfirði. A síðamefnda
staðnum er skóli sem tekur nemendur upp
í 9. bekk. A Rauðasandi og
Barðaströndinni eru hins vegar skólar
sem hafa ekki 9. bekk. Ég vildi fá að sjá
fólk þaðan hér á Núpi. Skólinn hefur
burði til að sinna öllum nemendum á
Vestfjörðum.”
IH
Gömul ímynd
Þetta var öðrum þræði gert til að sýna
fólki fram að hér er nú svolítið annað en
grotnandi moldarkofar. Það þarf ekki að
fara langt til að finna fólk sem stendur í
þessari trú. Það er gömul ímynd sem búið
er að hamra á í langan tíma að
héraðsskólar séu úreltir, þeir séu
fjársveltir og í niðurníðslu. Hér séu bara
afbrotaunglingar sem ganga um og brjóta
niður. Þessari ímynd þarf maðurað breyta
°g gerir það best með því að fá fólk til að
koma og sjá staðinn og það sem hér er að
gerast. Og viðhorfin til héraðsskólaeru að
hreytast. Ráðuneytismenn segja nokkuð
eðlilega; "Þið þurfið að sýna að það sé
þörf fyrir þennan skóla.” Og það er það
Ýmislegt er það sem nemendur á Núpi taka sérfyrir hendur yfir skólatímann. Hér
eru nokkrir þeirra á skólaskipinu Mími á Veiðum. Þau veiddu aðeins þennan eina í
þetta sinnið.
Iþróttahúsið á Núpi er orðið gamalt en það stendur fyrir sínu, með viðgerðum og
endurhótum
málanámskeið í vetur sem var mjög
gagnlegt. Svo var glímunámskeið og á
þaðfóru þrírnemendur á Grunnskólamót
Glímusambandsins í Reykjavík.
Við tókum einnig upp samskipti við
héraðsskólann í Reykjanesi í
ísafjarðardjúpi. Úr því varð heljarmikil
keppni í knattspyrnu, körfubolta, skák,
borðtennis og bandy. Núpsskóli vann
fyrri keppnina og Reykjanesskólinn vann
síðari keppnina, á sínum
heimavígstöðvum. Þannig að þau halda
bikarnum sem keppt var um fram á næsta
vetur.
Við héldum hér einnig körfuboltamót.
A það mættu tvö lið frá Patreksfirði, frá
Menntaskólanum á Isafirði og eitt lið frá
Suðureyri. Þetta var nokkuð gott mót og
skemmtilegt.
sem gerist. Þá getum við farið suður og
sagt; “Mætingin fer vaxandi, fólk vill
þennan skóla, þetta og þetta þurfum við til
að bæta skólann enn frekar.”
Það var komið óorð á skólann og
foreldrunt fannst ekki kræsilegt að senda
sín börn hingað. Þetta er að breytast. Við
þurfum að sýna fólki fram á að þetta er
kostur, að senda þau hingað.”
Ánægður með viðbrögðin
Skinfaxi
27