Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 31
Að vestan Ekki alls fyrir löngu átti undirritaður þess kost að ferðast um byggðir Vestfjarða, ásamt samstarfsmönnum úr stjóm og starfsliði UMFÍ. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja ungmennafélaga áfélagssvæðum HVÍ og HHF, kynnast starfi þeirra og aðstöðu, læra af þeim, bjóða fram aðstoð og miðla af eigin reynslu. Ég vil fyrir hönd okkar félaganna þakka gestgjöfum okkar in- nilega fyrir góða viðkynningu og viðurgjörning. Fyrir bjartsýni bros og hlátur. Við fórum heim betri menn. A fundum okkst með ungmennafélögum var margt skrafað og “skeggrætt” (ætli það orð varði ekki við jafnréttislög). Eitt var þó það sem allsstaðar bar á góma. Það var það misvægi sem nú er á búsetu í þessu landi. Það er flóttinn á Suðvesturhomið, eyðing byggðar í öðrum landshlutum, miðstýringarvaldið í Reykjavík, fjármagnsokrið og slæm staða Eumframleiðslugreina, svo nefndar séu nokkrar hliðar á sama máli. Og það eru einmitt þessi mál sem eru ölefni þessara hugleiðinga. Hvað veldur ' hver heldur? Er þetta ef til vill eðlileg þróun og hefur það enga kosti að búa í dreifbýli? Hver á að varðveita landið og nuðlindir þess? Hvaða áhrif hefur þetta á 'T'enningu okkar og tungu? Oghvarerþá homið þjóðerni okkar, ef tungan glatast? Hvernig viltu hafa framtíðarlandið? Það erspurt: “Hverjireigaísland?”, ogégvil svaraIslandámig. Ensvariðsemégóttast mest er: Lánardrottnar. Ég spyr sjálfan mig ekki lengur: “Er þetta hægt Matthías?”, heldur, “Hve lengi er þetta hægt Matthías?” Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Það skal heldur enginn ætla að hér verði það gert, en þess óska ég að þessi sundurlausu þankabrot verði til að vekja einhvern til umhugsunar um það, hvemig hann eða hún geti sem best þjónað því Iandi sem þau eiga velferð sína að þakka. Ég hygg að engum sem gerir hlutlausan samanburð á lífskjörum á íslandi og öðrum löndum geti dulist að við búum í mesta velsældarríki jarðar (já, þrátt fyrir öll vandamálin). Grundvöllur þessarar velsældar er að við erum ein þjóð, með sameiginlega tungu og menningu og okkur hefur tekist með gífurlegri vinnu að nýta þær auðlindir sem land og haf búa yfir. Jafnt skipaðir sem sjálfskipaðir fræðingar auðhyggjunnaar telja að þjóðinni verði best borgið með dansinum kring um gullkálfinn. Og það skal dansaðurfrjálsdans. Erekki hætt við árekstrum? Verður ekki öngþveiti? Á sama hátt virðast fræðingarnir gleyma, að ef við eigum að lifa “frjáls” í skugga hinna erlendu penin- Matthías Lýðssson skrifar. gagamma með gullklærnar sem drita er- lendum áhrifum yfir þjóðina, þessa þjóð sem oft gleymist að er aðeins um 250.000 hræður, þá er ég hræddur um að íslensk menning veslist upp í skugganum og tun- gan kafni í hinum alþjóðlega saur. Þá er stutt í það að gammamir læsi klónum í bak okkar, fljúgi með okkur í hreiður sitt og segi við ungann sinn; “Sjáðu, þeir gátu ekki greitt skuldir sínar. Um leið og ég gat kæft menningu þeirra, gat ég tekið þá. Skyldi þá hugtakið frelsi ekki fá nýja merkingu. En er þetta nú ekki að mála skrattann á vegginn. Jú, auðvitað, en það þarf ef til vill að sýna hann á veggnum svo þú getir þekkt hann og varast þegar hann kemur. Þegar ferðast er um Vestfirði vekur það fljótt athygli hve öflug útgerð og fiskvinnsla er á fjörðunum. í sveitunum í kring er svo landbúnaður misblómlegur eftir landkostum á hverjum stað. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að það eru ekki alltaf jól í þessum atvinnu- vegum. Oft hefur og sérstaklega nú upp á síðkastið virst skorta á skilning þeirra sem landsmálum eiga að ráða að þessar greinar og þá sérstaklega sjávarútvegur og fiskvinnslan standa undir þjóðfélaginu og mynda Gullá þjóðarauðsins. En nóg um það að sinni. Það erannað þessu tengt sem vert er að minnast á. Það er nógu slæmt að samdráttur sé í landbúnaði og útgerð og fiskvinnsla sé rekin með tapi (eða ekki lengur rekin heldur gjaldþrota). Það er ekki síður verra að störf þeirra sem vinna í þessum undirstöðugreinum eru vanmetin bæði í orði og á borði. Launin eru smánarlega lág, svo lág að hundruð fiskvinnslufólks verður að flytja inn er- lendis frá. En það versta er, þegar leigupennar auglýsingamennskunnar, slúðursins og gerviþarfanna hafa krotað með grifflum sínum í sama farið ár eftirár, þannig að það er farið að grafa um sig í sálarlífi fólks. Það er ekki heilbrigt þegar að flestu leyti skynsamt fólk er farið að trúa því að landbúnaður og sjávarútvegur Eg held að versti óvinur byggðanna sé bölsýnin, úrtölurnar og svartagallsrausið okkur sjálfum. Það er ekki alltaf grœnna grasið hinum megin við hólinn. Horft niður í Súgandafjörð. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.