Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 21
Cees leggur línurnar fyrir frjálsíþróttahópinn niðri á velli. Svo til algjörlega. Þessi áhugi óreyndra þjálfara er lofsverður en hann dugar bara skammt, því miður. Sérstaklega í okkar nútímaþjóðfélagi. íþróttir eru að fá annað hlutverk en þær hafa haft. Þátttakan hefur aukist, almenningsíþróttir, skokk, þol- leikfimi eða aerobikkið verða æ vinsælli og sérfræðiþekkingin verður því æ nauðsynlegri. Við sjáum það á því hver- nig málin hafa þróast undanfarin ár varðandi þolleikfimina. Þar vantaði góða leiðbeinendur þegar þetta var að byrja hér á landi. Og vegna fjöldans sem sótti þessa h'ma var mikið skrifað um þetta. Það var ekki fylgst nægilega vel með því að æfingar væru framkvæmdar rétt og fólk *ór stundum illa með sig. Þeta hefur hins vegar breyst til batnaðar. En þarna sjáum v'ð dæmi um mikilvægi serþekkingarinnar í íþróttum. Þetta á ekkert síður við um keppnisíþróttirnar. Nú er ungt fólk farið að gera slíkar kröfur að forsvarsmenn félaga og 'þróttahreyfingarinnar verða að bregðast Vlð þeim. Og keppnisfþróttirnar eru far- nar að skipa það mikinn sess að forsvars- menn margir verða að gera upp við sig hvernig þeir ætli að bregðast við þessu.” -Hvað frjálsíþróttir varðar nefnir Cees sérstaklega innanhússæfingar að vetri til, þar sem forsvarsmenn frjálsíþróttanna verða að fara að beita sér. “Boltaíþróttirnar hafa mikinn forgang í dag í íþróttahúsum að vetri til. Mjög algengt er að frjálsíþróttaæfingar séu set- tar á mjög óhagstæða tíma, til dæmis seint að kvöldi. Þar með er gefið að ungt fólk er ekkert æst í í að sækja frjálsíþróttaæfingar. En það erorðið mjög mikilvægt að efnilegt frjálsíþróttafólk æfi einnig yfir veturinn. Það er vel hægt að æfa ýmsar kastgreinar og stökk innanhúss þegar ekki viðrar úti við til æfinga. En til þess að almennar framfarir verði í frjálsíþróttum hér á landi frá því sem nú er verða frjálsíþróttamenn að komast í toppþjálfun helst tvisvar á ári. Innanhússæfingar verða að vera markvis- sari en það sem nú tíðkast. Og samhliða þessu verður að setja fleiri mót og þessi mót séu á réttum tíma. Eitt dæmi get ég nefnt. Innanhússmót hjá UMSE er sett á um páskana. Sjálfsagt eru fleiri sambönd með þessa tímasetningu. Innahússmótin byggjast mikið upp á kastgreinum og stökkum sérstaklega. En yfirleitt miðar það fólk sem æfir af viti við að vera í toppþjálfun í köstum og stökkum um áramót. Um páska er þetta fólk farið að æfa hlaupin. Tímasetning þessara innanhússmóta er því röng. Menn verða að gera sér grein fyrir að fþróttaiðkunin þróast og breytist. Hjá okkur hafa þessi mót verið lengi á Dalvík. Eg og fleiri vildum færa mótið inn á Akureyri til að geta haft hlaupagreinarnar með. Það gekk hins vegar ekki upp. Kannski spilar þarna byggðaspurning inn í. Að setja ekki alla viðburði á stærstu þéttbýlisstaðina. Þetta er auðvitað mál sem verður að taka með í dæmið. En þetta er líka spurning um forgangsröð. Vilja menn sjá sín félög og sambönd ná áran- gri? Ef svo er þá kostar það sitt.” IH Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.