Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 10
Einar Vilhjálmsson
’84 sem leiddu til þess að tæknin fór úr
skorðum hjá honum. Þessir tæknilegur
örðugleikar voru enn til staðar þegar
keppnin fór fram á Ólympíuleikunum
’84. Einari hefur ekki gengið vel á
Heimsmeistaramótunum eða
Evrópumeistaramótunum ef litið er beint
á tölur og sæti.
Hann hefur hafnað oftar en einu sinni í
13. sæti og því misst af 12 manna úrslitum
á nokkrum sentimetrum. Takmark Einars
hlýtur því að vera númer eitt að komast í
úrslitakeppnina. Ef Einar kemst í úrsli-
takeppnina er aldrei að vita hvað gerist.
Síðast þegar honum tókst að tryggja sér
sæti í úrslitakeppni á stórmóti setti hann
sex keppendur af tólf aftur fyrir sig í úrs-
litunum. Einarhefur sýnt hreint ótrúlegan
styrk það sem af er sumri, bætt árangur
sinn verulega og verið mjög öruggur í
þeim fáu mótum sem hann hefur tekið þátt
í. Einarhefur verulega skorið niður þann
fjölda móta sem hann hefur oft tekið þátt
í. Þetta á tvímælalaust eftir að skila sér í
meiri orku og löngun til árangurs þegar að
Ólympíuleikunum kemur.
Pétur Guðmundsson,
kúluvarpari.
Eins og Eggert er Pétur alls óreyndur á
stórmótum sem Ólympíuleikum og því
ekki hægt að ætlast til stórafreka í fyrstu
tilraun. Pétur er íraun injög skammt á veg
kominn á sinni þroskabraut sem
kúluvarpari. Hæfileikar Péturs eru
gífurlegir og ekki síðri en Hreins
Halldórssonar og þótti sumum nóg um á
hans dögum. Pétur hefur þegar kastað yfir
20 m. og sýnir það kannski meira en
nokkuð annað hæfileika hans. Keppnin í
Seoul verður fyrst og fremst góð reynsla
fyrir Pétur. Ef honum tækist að ná kasti
á bilinu 19-19,60 m. yrði það góð útkoma.
Það eru ákveðnar reglur um upphitun og
mætingu löngu áður en keppnin hefst og
bið áður en farið er inn á keppnissvæðið
sem gerir undanfara keppninnar mjög
ólíkan því sem gengur og gerist á öðrum
mótum. Mikilvægt erað búa sig vel undir
þennan óvenjulega undanfara og vera
viðbúinn alls konar óvæntum
uppákomum. Fari Péturrólegurogeinbe-
ittur í gegn um þessa “serimóníu” verða
líkurnar á kasti milli 19 og 20 metrar
meiri.
íris Grönfeldt, spjótkastari.
Iris hefur eins og Einar stórbætt árangur
sinn ísumar. Hún varðhins vegarfyrirþví
óhappi að meiðast alvarlega á kastöxlinni
stuttu eftir að hún bætti sig og hefur ekki
náð sér á strik síðan. Nái Iris sér fullkom-
lega af meiðslunum fyrir Ólympíuleikana
ætti 60 m. kast að veraraunhæft markmið.
Líklegt er að 62 metra kast þurfi til að ná
inn í 12 manna úrslit. Ef Iris nær sér af
meiðslunum myndi 14.-18. sæti vera
viðunandi og allt þar fyrirframan stórgott.
Iris hefur orðið mikla reynslu að baki og
veit hvað hentar henni best þegar út í
alvöruna er komið.
Helga Halldórsdóttir,
grindahlaupari.
Helga hefur náð mjög góðum árangri
síðustu ár og bætt sig jafnt og þétt. Hún
hefur náð að sýna sitt besta eða mjög
nálægt því á þeim stórmótum sem hún
hefur tekið þátt í. Helga er mjög örugg
þegar á hlaupabrautina er komið og heldur
einbeitingunni vel í keppni.
Utanaðkomandi áhrif virðast hafa lítil
sem engin áhrif á hana og mættu hinir
þátttakendur Islands í frjálsíþróttum
ýmislegt læra af Helgu í þessu efni. Nái
Helga að verða í kringum tuttugasta sæti
væri það mjög góð útkoma. Til að komast
í undanúrslit (16 manna úrslit) þarf
líklegast að hlaupa 400 m. grindahlaupið
áundir57 sek. EfHelganæðiþvíværiþað
stórsigur.
Þegar þessar línur eru ritaðar hefur
Ragnheiður Ólafsdóttir, langhlaupari,
ákveðið endanlega að keppa ekki á
Óympíuleikunum vegna meiðsla sem
hrjáð hafa hana frá því í vor. Meiðslin eru
hvimleiður fylgifiskur afreksíþróttanna
og hafa gert Ólympíudraum margra að
engu. Það koma stórmót og önnur
tækifæri eftir Seoul sem Ragnheiður á
vonandi eftir að geta keppt á sem fulltrúi
Islands við góðan orðstír.
Aðrir sem til greina koma.
Frestur til að ná lágmörkum til keppni á
Ólympíuleikunum í Seoul rennur út 7.
september og því er ekki loku fyrir það
skotið að fjöldi íslenskra keppenda í
frjálsíþróttum verði meiri en að framan er
talið, nái þeir lágmörkum.
Þeir sem næstir standa lágmörkunum
eru Þórdís Gísladóttir, hástökkvari,
Oddur Sigurðsson, spretthlaupari og
Gunnlaugur Grettisson hástökkvari.
Þórdís og Oddur hafa bæði mikla
reynslu sem keppendur á stórmótum.
Oddur komst í 32 manna úrslit á
10
Skinfaxi