Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 32
séu baggar á þjóðfélaginu, allir erfiðleikar
í þjóðfélaginu séu bændum að kenna, öll
fjárfesting í sjávarútvegi sé offjárfesting
og alls ekki megi hækka kaupið í
fiskvinnslunni því þá æði verðbólgan
áfram.
Við þetta fólk vil ég segja: “Eruð þið hætt
að hugsa sjálfstætt, gera blöðin það fyrir
ykkur? Ef nóg er að endurtaka lygi nógu
oft, þannig að hún verði sannleikur?”
Var nokkur að tala um offjárfestingu
þegar húskofi var byggður í Reykjavík.
(Hann er víst kallaður Kringlan.) Ætli
hefði verið talað um slíkt ef ívið lægri
fjárhæð hefði verið varið til
jarðgangagerðar undir Breiðadals- og
Botnsheiðar. Hvaðhaldiðþið? Hvertætli
allir vextimir fari sem við þurfum að
greiða? Getur bankakerfið nokkurn tíma
verið ofvaxið? Hvorgetur litið með meira
stolti á starf sitt og sagt; “Eg skapa þau
verðmæti sem þjóðin lifir af”,
blaðamaðurinn eða fiskverkamaðurinn?
Ætli blaðamenn séu baggi á þjóðfélaginu?
Nei, Vestfirðingarþurfaekki aðskamm-
ast sín, þeir geta borið höfuðið hátt.
Þessa daganna er slagsíða á
þjóðarskútunni það eru mjög margir sem
þola ekki ágjöfina á kulborða og hlaupa á
skjólborða. Því fleiri sem hiaupa, því
meir eykst slagsíðan og haldi þessu áfram
tekur skútan inn sjó til hlés og sekkur á
Æfum
alla daga
Á íþróttavellinum á Suðureyri hitti ég
tvo stráka, þá Jón Oskar Hilmarsson og
Rúrik Hreinsson sem voru að leika sér í
fótbolta og það var greinilegt að þeir voru
ekki að snerta boltann í fyrsta skipti.
“Við erum nýkomnir úr keppnisferð til
Isafjarðar, af Pollamóti. Við unnum
ísfirðinga 7-0 og Bolvíkinga 9-0. Við
vorum miklu betri. Viðvorum I5eða20.
Við æfum alla daga nema um helgar.
Rúrik er úr Reykjavfk en kemur alltaf á
hverju sumri til Suðureyrar og finnst
mjög gaman. “Eg myndi samt ekki vilja
búa hérna”, segir hann. Jón Oskar er á
öðru máli. “Það er lang best að búa hér”,
segir hann ákafur.
Þeir féiagar eru spurðir um hvað
svipstundu. Og við hvað er fólk að eltast á
flóttanum. Vill það eltast við gervilíf, sem
birtist á síðum glansmyndablaðanna,
Mannlífs, Þjóðlífs, Jóðlífs og Lífs og
dauða eða hvað þau heita nú öll? Er það að
eltast við drýgri launaumslög
þjónustugreinanna (lesist afætnanna), geta
veitt sér meiri munað sem mælist í
krónum? Geta losað fé úr steinsteypu, en
ekki hellt því í mótin og aldrei náð því
aftur, eins og úti á landi. Já, vel á minnst
hvað erum við að gera þegar við byggjum
yfirokkur? Fjárfesta segir þú. Enégsegi:
Þú ert að skapa þér heimili. Heimili þar
sem þú sefur, nýtur matar, hlærð, grætur,
nýtur návista við ástvini þína. Eg játa að
um leið og þú þarft að selja, er húsið orðið
fjárfesting. En þeir sem halda að það sé
ekkert annað ættu bara að kaupa
ríkisskuldabréf.
Þegar maður kemur í sjávarplássin vestur
á fjörðum skynjar maður strax að það er
ekki sami andi og hugarfar í öllum
byggðarlögum. I einu er sagt: Það vill
enginn taka þátt í félagslífi hér er hver
hendin upp á móti annari, frystihúsið er á
hausnum og það eru tugir manna að flytja
burt. En í öðru er sagt: Þetta er örugglega
skemmtilegasta plássið á Vestfjörðum, hér
er öflugt félagsstarf og hér er gott að ala
upp börn. Einhvern veginn læðist að
manni sá grunur að eini munurinn á þess-
jafnaldrar þeirra geri annað en að spila
fótbolta á Suðureyri.
Jón Oskar: “Það er annar þjálfari sem er
með frjálsar íþróttir og leikjanámskeið en
það er búið núna. Eg var líka þar. Svo er
æft og keppt í samkomuhúsinu á veturna,
um stöðum hafi verið hugarfar íbúanna.
Eg held að versti óvinur byggðanna sé
bölsýnin, úrtölumar og svartagallsrausið
íokkur sjálfum. Þaðerekki alltaf grænna
grasið hinum megin við hólinn.
Þið sem hyggið á flótta. Haldið þið að
þið eignist traustari vini, við það að geta
sótt fleiri skemmtistaði eða haldið þið að
þið hlæið oftar í borgarumferðinni eða
batnar ykkur í bakinu þegar þykknar í
veskinu.
Þá er komið að kjamanum. Lífsgæði
verða ekki keypt fyrir peninga. Góð
fjárhagsleg afkoma er hins vegar brot af
því sem við köllum lífsgæði. Búseta,
hvar sem hún er, er líka brot af
lífsgæðum. En stærstur hluti þeirra
kemur innan frá okkur sjálfum, hvernig
við ræktum þá hæfileika til góðs, sem við
fengum í vöggugjöf. Öll langar okkur til
að breyta einhverju í þjóðfélaginu. Sumt
höfum við lítil áhrif á annað meira. En
gleymum ekki að það sem nærtækast er
og auðveldast að breyta erum við sjálf.
Þeim lesendum sem hingað eru komnir
þakka ég þolinmæðina.
Matthías Lýðsson.
körfubolti t.d.”
Rúrik: “Eg æfi með Leikni í Reykjavík.
Eg fékk samt leyfi til að spila með
Höfrungi hérna um daginn. Og ég kem
hingað kannski næsta sumar.”
32
Skinfaxi