Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 20
nágrannafélaginu er að gera nákvæmlega
það sama. Og þetta gerist hér á Islandi, á
tímum batnandi samgangna og erfiðari
fjárhags félaganna oft á tíðum.”
En svo við víkjum að öðru. Hvað sýnist
þér um þá krakka sem hafa verið í
æfingabúðunum hér í Fuglsö. Nú eru
þetta fólk, að nokkrum undanskildum,
ekki á landsmælikvarða enn. Sérðu
efnilegt fólk í þessum hópi?
“Já, mikil, ósköp. Það er fullt af fólki í
þessum hópi sem gæti náð langt. Og þegar
ég hugsa til þeirra dettur mér aftur í hug
hversu ótrúlega mikið er til af efnilegu
íþróttafólki á Islandi, miðað við
mannfjölda. Og mér sýnist almennt að
Islendingar sé betur byggðir að eðlislagi
heldur en það fólk sem byggir megin-
landið. Það býr mjög sterktbyggt fólk hér
á landi. Mér sýnist almenningur hér á
landi hafa sterkari líkamsbyggingu en
fólk annars staðar í Evrópu. Þetta er
auðvitað alhæfing en hún stenst. Þess
vegna er ekkert skrýtið að efniviðurinn sé
um allt. Og þess vegna er alveg ljóst að
frjálsíþróttir geta blómstrað hér á landi ef
rétt er á málum haldið.
En áþeim aldri semflestirþessirkrakkar
eru núna, þurfa þeir að fara að velja hvaða
fþróttagreinþeirætlaaðstunda. Uppúr 15
ára aldri. En ekki aðeins að velja grein.
Það er jafnvel mikilvægara að fara að
velja hvaða stefnu þeir ætla að taka í
þessum málum. “Ætla ég að vera í
fjálsíþróttum eða einhverri annari grein
vegna ánægjunnar. Ná þokkalegum
árangri en að ánægjan og samveran við
félagana verði í fyrsta sæti. Eða ætla ég
mér að stefna hátt, ná árangri á
landsmælikvarða eða meira.”
Ef síðari kosturinn er valinn verður
viðkomandi að fara að skipuleggja sinn
tíma mjög vel, taka markvissa stefnu og
setja sér ákveðin markmið. Þá er ekki
hægt að segja; “Ég verð í handbolta í vetur
og frjálsum í sumar.” Ég held að margir
unglingar sem orðnir eru sextán eða
sautján ára geri sér ekki grein fyrir þessu.
Standardinn í íþróttum hér á Iandi hefur
breyst svo mikið hér á landi á þessum
áratug sem ég hef verið hér. Ekki aðeins
í fullorðinsflokki heldur einnig í yngri
flokkunum. Og þegar krakkar eru að
nálgast tvítugt eru líkamshreyfingar í
frjálsum og handbolta til dæmis orðnar
svo ólíkar að þær “trufla” hvor aðra.
Æfingafjöldinn hefur aukist svo í hverri
grein að það getur farið illa með getu
manns og eins getur það farið illa með
Upphitun að morgni dags. Badmintonfólkið tók einnig þátt í henni enfór síðan inn
í íþróttahús.
staður þegar vorar. Það eru nokkrir í
hópnum sem eru með sína áætlun
(prógram) og ég þurfti ekki að stýra þeim
neitt á æfingum. En það er stór hópur sem
ég hef verið að sýna ákveðnar æfingar sem
þau geta framkvæmt sjálf og hafa gott af
að framkvæma. Og það er allt of algengt
að fólk hefur ekki fengið næga
grunnfræðslu til þess að geta æft eftir
áætlun. Grunnþekkingin eroft ekki fyrir
hendi eins og ég minntist á áðan. Það er
einföld staðreynd að það vantar menntaða
þjálfara hér á landi, þeireru allt of fáir. En
þetta er að batna hægt og hægt.
En þetta er sem sagt vandamál sem er
dálítið leiðinlegt viðfangs. Hér er rnikið
af fólki, ungu fólki sem er búið að vera í
frjálsíþróttum í nokkur ár þegar það er
fengið til að þjálfa sér yngra og óreyndara
fólk. Þetta framtak er auðvitað lofsvert.
Við vitum að það er mikið
þjálfaravandamál og margt af þessu fólki
hefur gaman af að þjálfa og á auðvelt með
að umgangast ungt fólk. En eins og gefur
að skilja hefur þetta fólk ekki yfir-
gripsmikla þekkingu á þjálfun. En svo er
það slæmt sem maður hefur heyrt á
útskrifuðum kennurum úr
Iþróttakennaraskólanum, að þeir þora
hreinlega ekki að taka að sér frjálsíþróttir.
Þetta er athyglisverður punktur. Stan-
dardinn hér á Islandi er háður fólki sem
kemur erlendis frá með sína menntun.
tæknina í viðkomandi greinum, sem er
svo mikilvæg.
-Eru krakkarnir í “Fuglsöhópnum” ekki
með nægilega tækni?
“Já, það má nú segja það um marga
þeirra. Og margir þeirra hafa ekki haldið
sér í æfingu yfir vetrarmánuðina. Það
Cees við upptökuvélina. Hún var mikið
notuð í Fuglsö, inni sem úti.
verður maður að gera ef ætlunin er að ná
sæmilega langt. Kannski ekki að vera á
fullu allan veturinn heldur að halda sér í
þannig hreyfingu að maður sé ekki alveg
20
Skinfaxi