Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 22
AMÍ '88 á Akranesi Hin glœsilega Jaðarsbakkasundlaug á Akranesi. Akurnesingar eru nú komnir með eina glœsilegustu íþróttaaðstöðu á landinu. Myndir Ingimar Guðmundsson Akurnesingar höfðu ríka ástæðu til að fagna tvöfalt síðustu helgina í júlí síðastliðnum. Þeir vígðu glæsilega 25 metra útisundlaug, Jaðarsbakkalaug svonefnda, á Aldursflokkameistaramóti Islands og þeir fögnuðu síðan glæsilegum sigri í mótinu. Þeir fóru úr 12 metra laug í 25 metra laug og segja menn það ótrúlegt hvað þeim hefur tekist að gera þar í bæ þrátt fyrir aðstæðumar. Mikil breidd Akurnesingar sigruðu ekki aðeins með yfirburðum, 311.5 stig miðað við 254.5 stig Ægis sem varð í öðru sæti, heldur stukku þeirúró. sæti frásíðasta AMI móti í Vestmannaeyjum þar sem þeirfengu 124 stig. En mótið í heild tókst sérstaklega vel og það er ljóst að mikil breidd er í sundinu hér á landi. Það er eftirtektarvert að metin voru ekkert sérstaklega mörg miðað við það sem oft hefur gerst áður og enginn Birna Sigurjónsdóttir, Óðni Akureyri, gefur ekkert eftir. áberandi toppmaður stóð upp úr á mótinu. Auðvitað má nefna marga efnilega eins og Ernu Jónsdóttur í Ungmennafélagi Bolungavíkur og Geir Birgisson í Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Þá verður það að teljast all gott að vinna 7 gull eins og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, 14 ára stúlka úr Ægi gerði. Slíkt er næstum því einstakt á svona móti. Breiddin er hins vegar mikil sérstaklega í efri flokkunum. Það gerðist t.d. í fyrsta sinn að að fleiri keppendur voru í elstu flokkunum en yngstu flokkunum. Framfarir Eins og kemur fram hér annars staðar í blaðinu er Afturelding athyglisvert dæmi um miklar framfarir. Félagið færðist upp um sjö sæti úr 17. sæti í það 10. Þegar 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.