Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 36
) Sumarhátíð á Eiðum Hin árlega sumarhátíð þeirra UÍA manna fór fram á Eiðum helgina 16 til 17 júlí síðastliðinn og var þar fjöldi keppenda og gesta. Alls munu á þriðja þúsund manns hafa verið á svæðinu á sunnudag. Veður var allgott, en þó rigndi örlítið á laugardaginn. Sunnudagurinn bætti það upp, þá var veður ágætt og skein sól meðan aðildarfélögin gengu fylktu liði undir félagsfánum sínum inn á íþróttavöllinn kl. 14. I þessum hóp voru meðal annars keppendur frá Ungmennasambandinu Ulfljóti í Skaftafellssýslu en þau kepptu sem gestir á hátíðinni. A opnunarathöfninni sýndi fimleikaflokkur Hattar á Egilsstöðum undir stjórn Hólmfríðar Jóhannsdóttur. A föstudaginn voru undanrásir og á laugardaginn var síðan tekið til óspilltra málanna við keppni í frjálsum íþróttum, sundi, knattspymu og starfsíþróttum. Starfsíþróttirnar voru á dagskrá í þriðja sinn á Sumarhátíðinni og virðist hafa unnið sér fastan sess. Þær vöktu athygli og höfðu gestir greinilega gaman af að fylgjast með handbrögðunum í línubeitingu, dráttarvélarakstri og keppni í að leggja á borð. 1 þeirri síðastnefndu vann Guðbjörg Björnsdóttir, Hetti. I línubeitingu vann Þórður Þorgrímsson í Hrafnkeli Freysgoða. Jónas Jónasson í Samvyrkjafélagi Eiðaþinghár var síðan leiknastur með dráttarvélina. Samhliða Sumarhátínni var haldið Pollamót í knattspyrnu, þ.e. keppni í 6. flokki og kallaðist það Eiðamót 6. flokks. Alls sendu9 félög lið og var keppt í þrem riðlum. Til úrslita léku Höttur Egilsstöðu.m, Þróttur , Neskaupsstað og Huginn, Seyðisfirði. Urslit urðu þessi: Þróttur - Höttur 4-0 Þróttur - Huginn 0-1 Höttur Huginn 0-0 Huginn sigraði því með þremur stigum, Þróttur varð í öðru sæti með tvö stig og Höttur í þriðja sæti með eitt stig. Bestu afrek mótsins unnu eftirtaldir einstaklingar: Besta afrek 14 ára og yngri: Bjarni Kárason, Súlunni, 1050 stig fyrir 8.8 sek. í 60 m. hlaupi. Hann hlaut fyrir það hinn glasilega Volvo bikar sem er eftirsóttasti verðlaunagripur mótsins. 1 flokki 15 til 18 ára stúlkna: Hjördís Ólafsdóttir, Leikni, Fáskrúðsfirði, 845 stig fyrir 13.7 sek. í 100 m. hlaupi. í flokki 15 til 18 ára pilta: Eiður Guðmundsson, Huginn, Seyðisfirði, 1028 stig fyrir 11.7 sek í 100 m. hlaupi. í flokki karla: Unnar Vilhjálmsson, Hetti, Egilsstöðum fyrir 6.74 m. í langstökki. í flokki kvenna: Helga Magnúsdóttir Hetti, 709 stig fyrir 12.8 sek. í lOo m. hlaupi. Sundkeppnin fór fram í Eiðalaug og var keppt í bringusundi, baksundi, skriðsundi og flugsundi. Þróttur, Neskaupsstað varð stigahæst í sundkeppninni með 76 stig. Valur, Reyðarfirði varð í öðru sæti með 44 stig og Huginn, Seyðisfirði varð í þriðja sæti með 14 stig. Á sunnudeginum hófst hátíðardagskrá með skrúðgöngu inn á íþróttvöllinn. Heiðursgestur Sumarhátíðarinnar var Stefán Þorleifsson frá Neskaupsstað en hannmikiðstarffyrirUIAáárumáður. Þá y sýndu nokkrar stórstjörnur listir sínar. Egill Eiðsson og Oddur Sigurðsson þreyttu einvígi í 100 m. hlaupi og var Oddur sterkari á endasprettinum. Svanhildur Kristjónsdóttir keppti í hlaupi og vann að sjálfsögðu. En svo kom það sem allir biðu eftir. Einar Vilhjálmsson sýndi spjótkast og brást ekki vonum manna fremur enn fyrri Einar Vilhjálmsson sýndi við mikla hrifningu ungra sem aldinna. daginn. Hann notaði aðeins fimm skrefa tilhlaup og kastaði 78 metra en það er lengsta kast sem sést hefur á íþróttavelli UIA. Þákastaðihannspjótinu65.36m.án atrennu. Vakti þetta mikla hrifningu gesta. Á eftir tók hann unga fólkið í tíma og verður sú kennslustund sjálfsagt mörgum ógleymanleg. Þá eru hér að lokum stig nokkurra efstu félaganna í stigakeppni Sumarhátíðarinnar. Stig 14 ára og yngri: 1. Höttur 327 stig 2. Leiknir 154 stig 3. Súlan 124 stig 4. Huginn 106 stig Stig 15 ára og eldri: 1. Höttur 305 stig 2. Súlan 185 stig 3. Leiknir 107 stig 4. Neisti 86 stig 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.