Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 17
Ferðinni var heitið til Mols í Danmörku. Mols er á íslandi kannski einna þekktast fyrir það að Molbúarnir alræmdu eru þaðan upprunnir. En Molsbúar eru einnig stoltir af Fuglsömið- stöðinni sem er ein aðal íþrótta- og félagsaðstaða dönsku ungmennafélag- anna. Þar er svo til allt til alls fyrir þá sem vilja stunda íþróttir eða ætla sér á námskeið í hinum ólíkustu greinum. Engir Molbúar. Skallagrímshópurinn í Fuglsö, Stúlkurnarf.v. Sigríður Geirsdóttir, Heidi Johansen og Sigríður Bjarnadóttir. Strákarnir. f.v. Finnur Guðmundsson, Birgir Örn Birgis og Borgar Axelsson. Það var spenningur í lofti hjá þeim un- glingum sem voru að stíga upp í rútuna á leið til Leifsstöðvar, snemma morguns þann 4. júní. Ætlunin var að æfa frjálsíþróttir og badminton. Fólkið er alls staðar að af landinu en á þeim klukkutímum sem þau hafa eytt undir sama þaki hefur hópurinn náð vel saman. I Leifsstöð verða tafir á flugi en það er smáatriði hjá þeim fjölmörgu í hópnum sem eru jafnvel að fara erlendis í fyrsta skipti. Hjá þeim er þetta mikið meira en venjuleg æfingaferð. Þetta er ævintýri. Engin spurning. Það voru fáir í hópnum sem höfðu komið áður til Fuglaeyjar. Þó fólk hefði séð nokkrar myndir af svæðinu er óhætt að segjaað það hafi fallið fyrir staðnum. Tar- tanbrautir umhverfis úrvals grasvöll, annargrasvöllurtil.tveirgóðiríþróttasalir með gufubaði. Setustofur, sjónvarpsherbergi, billjarðherbergi, litlir salir, stórir salir, myndbandsupptökutæki. Og svo tramvegis. Fólk var því hresst þegar mætt var á svæðið. Og það þrátt fyrir að ferðin hefði staðið frá því fjögur að nóttu til sex að kvöldi. Eftir mat fóru því allir niður á völl 1 körfubolta þar sem leikið var af krafti fram í myrkur. En fólk hefði kannski átt að taka hlutina með meiri ró fyrsta daginn. Því daginn eftir, að lokinni fyrstu æfingu hjá Cees var fólk úrvinda. “Hvernig er það með þig Cees, ertu þrælapískari?” heyrðist frá einum kappanum. Cees lét sér hvergi bregða og benti þeim á að þau væru kontin á tartan og mættu búast við að vera eins og gamalmenni fyrstu dagana. Flestir voru þátttakendurnir auðvitað ekki vanir að Margrét Brynjólfsdóttir úr UMSB og Fríða Rún Þórðardóttir í upphitun fyrir æfingu. æfa á tartani sem gefur ekki næstum því eins mikið eftir og mölin. En fólk beit á jaxlinn og gerði lítið úr harðsperrunum. Enda kannski lítilvægt miðað við aðstæðurnar sem þeirn buðust á staðnum. Og veðrið. Veðrið lék við fólkið allan tímann. Sem betur fer var ekki heiðskýr himinn allan tímann þar sem hitastigið var oftast nær 30 gráðum en 20. Til þess að hafa nú ekki ferðina of einhæfa, æfingar alla daga, var á miðvikudeginum farið til Arósa sem er klukkutíma akstursleið frá frá Fuglsö. Ekki var þó morgunæfingu sleppt heldur farið eftir hádegi. í Árósum var rölt um göngugötu borgarinnar og kíkt í verslanir. Danskir velunnarar höfðu útvegað hópnum nokkum afslátt í íþróttabúð í borginni og þangað var fjölmennt. Að kaupunum loknurn dreif fólk sig um eftirmiðdaginn í Tívolí staðarins. Auðvitað voru keyptir ntiðar með ótakmarkaðan aðgang og hver mínúta nýtt. Það varþvíekki síðurþreytturhópur sem kom heim að kveldi en hópur sem hefði verið á stífum æfingunt yfirdaginn. Badmintonhópurinn úr Skallagrími í Borgarnesi kornu þjálfaralaus ath. til Fuglsö og sáu því sjálf unt sínar æfingar utan upphitunar með frjáls- íþróttahópnum. Það kom þó varla að sök Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.