Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 26
Þetta er eins konar trúboð Ánœgðastur er ég með aðfinna það sífellt meira á fólki hér á Vestfjörðum að það er að fá trú á skólanum. Kári á skrifstofu sinni á Núpi. Rætt við Kára Jóns- son, skólastjóra Hér- aðsskólans á Núpi í Dýrafirði Núpur í Dýrafirði. Fomt höfðingjasetur og höfðuból. Núpur er og hefur verið menntasetur V-ísafjarðarsýslu. Nokkur undanfarin ár hefur Núpi hins vegar farið hrakandi og á þar síðasta ári var þar engin kennsla. Við það gátu Vestfirðingar ekki unað og tóku ákvörðun um nokkurs konar endurreisn Núps. Þeir fengu ungan mann sem nýlega er kominn úrframhaldsnámi í Noregi til að gerast skólastjóri. Sá maður er Kári Jónsson, sunnlendingur og góður íþróttamaður og félagsmálamaður. Kári hefur nú verið á Núpi með fjölsky ldu sinni í ár og mánuði betur og hefur gengið vonum framar. Hann var fyrst spurður hvort hann hefði haldið árs dvalarafmæli. Hann hlær við. “Nei, það gerði ég nú ekki. Þetta er rétt að byrja. En ég er ánægður með þetta fyrsta ár. Mér sýnist Vestfirðingar hafa tekið við sér. Þeir ætla greinilega að gera þennan skóla aftur að sínum skóla. Það voru 40 manns í skólanum í fyrra og það verður aukning á nemendafjölda. Og það góða við þessa aukningu er að hún verður í framhaldsdeildunum. Þetta eru krakkar sem voru í 9. bekk í fyrra og fyrst og fremst fólk úr nágrannabyggðarlögunum, af Vestfjörðum. Þar með erum við að þjóna þeim sem við eigum að þjóna.” -Nú hafið þið staðið í ýmsum endurbótum frá því þú tókst hér við, hefur það gengið vel? “Það hefur gengið þokkalega. Við höfum fengið fé til að endumýja heimav- istirnar. Þá er einnig búið að endumýja búningsaðstöðu við gamalt íþróttahús og gamla sundlaug. Sú búningsaðstaða var nánast eins og tilbúin undir tréverk þegar búið var að rífa það sem ónýtt var. Og við erum að fá í gegn ýmsar lagfæringar. Það er þetta venjulega viðhald, mála þökin og svo framvegis. Það má segja að það sé verið að halda rigningunni úti. Skólastofurnar þarf að endurnýja, það var bara bráðabirgðaruppsetning á þeim í upphafi. Nú verðum við að fá þær í lag. Við ætlum að hljóðeinangra þær og gera þær að skólastofum. Við stefnum á að lagfæra það fyrir veturinn. Það sem þá er helst eftir er félagsaðastaða nemenda. Hún ernú á sviðinu í íþróttahúsinu. Henni er mjög ábótavant. Við verðum að taka hana í gegn. Bæði horfa nemendur eðlilega mikið á það þegar þeir velja sér skóla og síðan er frambærileg félagsaðstaða bráðnauðsynleg fyrir allt eðlilegt skólastarf. Svo má auðvitað nefna íþróttaaðstöðuna. Þetta eru gömul og úr sér gengin tæki. Þau höfum við verið að endurnýja smátt og smátt. Skólafélagið Umf. Gróandi Nú endurreistuð þið ungmennafélag skólans síðasta vetur, var það ekki f.f. þitt verk? “Jú, kannski það að koma félaginu af stað. Og þetta var kannski heldur ólýðræðislegt, ég bara ákvað þetta”, segir Kári brosandi. “En ég gætti þess vel að vera ekki leiðandi. Það voru nemendurnir sem voru lífið og sálin í félaginu sem er fyrst og fremst nemendafélag og sér um félags- og íþróttastarf skólans. Eg studdi þau bara í því sem þau tóku sérfyrirhendur. Þettaer þeirra félag og hefur tekist mjög vel. Það var fyrst stofnað upp úr 1930. Eg held að nemendur græði mjög vel á að hafa þetta félag ungmennafélag en ekki aðeins nemendafélag. Ég hef reynslu af því að starfa í nemendafélagi og ungmennafélagi og það síðarnefnda hefur yfirleitt á sér fastara form. Þar lærir fólk fundarsköp og stjórnun. Þetta eru auðvitað hlutir sem koma sér mjög vel fyrir þau. Félagslegur þroski Félagslegur þroski þeirra vex mun frek- ar í ungmennafélagi heldur en í einhverju sem þau búa alveg til og vita kannski ekki vel hvernig á að vera. Þama hafa þau fyrirmynd. Og ungmennafélag Ifka vegna þess að þá komast þau frekar í tengsl við heildarsamtök og ungmennafélögin í nágrenninu. Þá starfar þetta fólk einnig í ungmennafélögum í sinni heimabyggð og þess vegna eru meiri líkur á að kraftar þess nýtist þegar það kemur heini. Félaginu var skipt niður í einingar, sem voru nefndir klúbbar. Þau áttu frumkvæðið að því hvað gert var og ég studdi þau í staðinn fyrir að teyma þau. Þau fengu félags- 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.