Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 34
Fótboltinn númer eitt Hún heitir Ingibjörg Jónsdóttir og er frá Tálknafirði. Það var greinilegt á henni að hún var töluvert sjóuð í íþróttunuin. Vann hástökkið og 100 m. hlaupið. Enda nýútskrifuð úr Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Keppir auk þess með Val í fótbolta í Reykjavík. Hún var tekin tali og spurð að því hverja hún teldi ástæðuna fyrir brottfalli ungs fólks úr þátttöku í íþróttum, sérstaklega stúlkur. “Jú, þetta er staðreynd. Það er bara ein og ein sem heldur áfram, fram yfir 15 -16 áraaldurinn. Astæðurnarerkannski erfitt að henda reiður á. Það er eins og stelpur þurfi meiri hvatningu og athygli heldur en strákamir. Og það er greinilegt að stelpur fá ekki jafn mikið aðhald í þessu og strákar. En ég held nú að þetta sé að breytast í átt til hins betra. Þannig að í rauninni er bara ástæða til þess að vera bjartsýn. Að minnsta kosti snýst þróunin ekki við. Á Tálknafirði er þetta auðvitað svipað og annars staðar. Annars er þar ágætt frjálsíþróttastarf og mjög gott starf í sundinu. Við erum búin að fá góða sund- Iaug eftir að hún var stækkuð í 25 metra. Þessi mikli áhugi í sundinu á staðnum er auðvitað fyrst og fremst þessari aðstöðu að þakka. Og auðvitað mikilli elju í forsvarsmönnum félagsins. Það er nokkuð blómlegt starfið og á eftir að batna á næstu árum.” -Nú ert þú nýútskrifuð úr Iþrótta- kennaraskólanum, ætlar þú ekki á heimaslóðir að vinna við þitt starf? “Ekki næsta vetur en það er aldrei að vita hvað verður síðar. Fótboltinn er númer eitt hjá mér og ég er komin í hann á fullt fyrir sunnan. Eg kynntist honum í Menntaskólanum á ísafirði. Frjáls- íþróttirnar er nokkurs konar aukagreinar hjá mér. Maður kemur alltaf heim á héraðsmótin, það hefur verið fastur liður hjámérundanfarin ár. Maðurkeppirfyrir sitt félag, heldur tryggð við það. En þegar maður er kominn með metnað í einhverri íþróttagrein eins ég í fótboltanum, þá er svo að segja ekkert annað að gera en að fara suður.” IH Ihgibjörg Jónsdóttir. "Stelpurfá ekki sama aðhald og strákar í íþróttum." Æfum fótbolta með strákunum Petrína með verðlanagripi að loknu móti ásamt Völu R. Flosadóttur. Báðar settu þœr héraðsmet (sínum flokki. Petrina stökk3.9l (langstökki og Vala stökk 1.15 (hástökki strákunum. Ég er ekkert búinn að ákveða hvort ég æfí íþróttir áfram. Það kemur bara í ljós.” Með það var Petrína farin, það var farið að kalla í næstu grein. Petrína Guðrún Hjálmarsdóttir 10 ára er í íþróttafélag Bíldudals. Á Héraðsmóti HHF á Bfldudal vann hún langstökkið með því að stökkva 3.90 m. Nokkuð gott hjá 10 ára stúlku. “Það eru nú ekkert margar stelpur á frjálsíþróttæfingum á Bíldudal”, sagði Petrína aðspurð. “Mestur tímínn hjá þeím fer í að passa. Annars er ég líka í fótbolta og hef meira gaman af því. Við erum fimm steipur í fótbolta sem æfum með Petrína Hjálmarsdóttir 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.