Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 37
Einherji með yfirburðalið Albert Eymundsson frá Hornafirði fjallar um 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, Norð-Austurlandsriðil. Meistaraflokkur Einherja frá Vopnafirði í knattspyrnu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er keppnin í norð-austur riðli þriðju deildar Islandsmótsins í knattspyrnu rétt hálfnuð °g staða liðanna er þessi: Fj. leikja U J T Mörk Stig Þróttur N. 8 5 1 2 16:7 16 Reynir Á. 9 5 1 3 16:12 16 Einherji 7 4 2 1 16:7 14 Dalvík 8 3 2 3 12:22 11 Hvöt Bl. 9 2 4 3 5:7 10 Magni 8 2 3 3 8:8 9 Huginn 9 2 3 4 15:21 9 Sindri 8 1 2 5 12:16 5 Þessi staða hefur komið mörgum, sem fylgst hafa með liðunum undanfarin ár, á 0vart. Það er ekki auðvelt fyrir höfund Þessa pistils að tjá sig um liðin og varla get ég talist hlutlaus þar sem ég ber ábyrgð á neðsta liðinu. Það sem kemurmest áóvart er góð staða Dalvíkinga og slök staða Sindra og jafnvel Magna líka sem ég átti von á að kæmu sterkir til leiks þar sem þeir virkuðu sannfærandi í fyrra og un- dirbjuggu sig vel fyrir mótið. En lítum þá á liðin í þeirri röð sem þau eru nú: Reynir Styrkur liðsins fellst í miklum baráttuvilja, ákveðnum og áræðnum framherjum ásamt mjög góðum markverði, sem ég hef aldrei séðbregðast, þó sjálfsagt eigi hann sína góðu og slæmu daga. Þó Reynismenn séu á toppnum núna hef ég ekki trú á að þeir endi þar. Liðið vantar betri spilara og meiri breidd til að eiga erindi í 2. deild. En það má komast langt á reynslunni, viljanum og metnaðinum. Þróttur Norðfirðingar hafa komið mjög á óvart í sumar með góðri frammistöðu. Miklar breytingar urðu á liðinu frá s.l. ári því margir bestu leikmenn þeirra fluttu sig til efri deildar. Ég hef aðeins séð Þróttarana í einum leik sem þeir töpuðu fyrir Sindra og virkuðu þeirekki sannfærandi. En mér skilst að þeir hafi bætt sig með hverjum leik og með velgengninni hafi skapast góð stemming í liðinu sem er nauðsynleg ef sigrar eiga að vinnast. Ekki spái ég þó Þrótturum 2. deildarsæti frekar en Reynismönnum. Til þess vantar þá meiri styrkleika ogjafnvægi í liðið. En þettaeru ungir strákar sem með þolinmæði gætu ly ft Þrótti á það plan sem félagið var á fyrir nokkrum árum. Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.