Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 18
þar sem þau eru í fremstu röð í sínum
aldursflokki hérlendis og vissu
nákvæmlega hvað þau voru að gera. Tvo
eftirmiðdaga fengu þau síðan heimsókn
frá dönskum jafnöldrum í badmintoninu
til að keppa við.
Ekki var laust við að einhver í íslenska
badmintonhópnum væri eitthvað
óöruggur með sig meðan á upphitun stóð.
Það var þó engin ástæða til þess þar sem
okkar fólk stóð sig með prýði, leikimir
voru jafnir og skemmtilegir fyrir utan
leiki Birgir Örn Birgis og Sigríðar Geirs í
tvenndarleikjunum en þau unnu flesta
sína leiki. Enda eru þau ekki íslandsmeis-
tarar í sínum flokki fyrir ekki neitt.
Nú svo má ekki gleyma “landsleikjum”
íslands og Danmerkur í körfu og blaki,
sem íslendingar unnu að sjálfsögðu.
Reyndar er það nú ekki nema hálf sagan.
Það voru danskir skólanemar sem þarna
voru tugum saman í skólabúðum sem
komu að máli við Islendinga og eggjuðu
þá til orrustu í körfuknatleik. Askorun-
inni var að sjálfsögðu tekið. Þegar á
hólminn var komið rúlluðu Islendingar
dönskum upp, lokatölur urðu einhvers
staðar nálægt 120 - 35. Auðvitað vorum
við mjög góð í körfunni en hluti
skýringarinnar var sá að þeir sem vildu
leik voru úr einum dönskum skóla af
mörgum. Þeir höfðu ekki samband við
neina aðra landa sína á svæðinu.
Þrátt fyrir þetta fannst Dönum ósigurinn
mikil niðurlæging. Daginn eftir var því
aftur komið að máli við Islendinga og nú
átti aðetjakappi viðokkuríblaki. Blakið
er vinsælt í dönskum skólum og nú átti að
taka íslenska í bakaríið. Greinilegt var að
ekki höfðum við öll spilað blak að
einhverju ráði. Kristjana Hrafnkels,
Kittý, úr Húnavatnssýslunni hafði þó
sitthvað sýslað við blak og stjórnaði
sínum mönnum eins og herforingi. A
leikinn var nú mættur mikill söngkór
danskur sem átti að halda dampinum hjá
sínu fólki. Þar að auki höfðu þeir dönsku
fengið einn kennarann sinn til aðstoðar
sem ýmislegt kunni fyrir sér í blaki.
En allt fór á sömu lund, Danir töpuðu, þó
ekki væru lokatölur jafn niðurlægjandi og
fyrri daginn. Eitthvað fór söngurinn fyrir
ofan garð og neðan hjá dönskum þegar
leið að lokum og þegar úrslit voru ráðin
hrópaði einn dönsku áhangandenna sem
einna hæst hafði látið til sinna manna:”Já,
var það ekki, þið tapið aftur. Viljið þið
baraekki bjóðaíslendingum ílúdónæst!”
Slappað af eftir œfingu.
A skemmtikvöldi. "Aðeins til vinstri, nei
hœgri..." Agústa Pálsdóttir, leiðheinir
Arna Olafi Asgeirssoyni í "Brúðkaups-
nœturleik".
Skemmtikvöldin
Vikan var fljót að líða og fyr en varði var
kominn tími til heimferðar. En það var
dálítil rúsína í pylsuendanum.
Kaupamannnahöfn. Reyndar var það
ekki mikið, föstudagskvöld og laugard-
agsmorgunn. En nóg til að kíkja á Strikið
og í Tívolí. Hópurinn átti gistingu á því
sem nefnt var “ungdómsheimili” en reyn-
dist vera ódýrt og þreytulegt far-
fuglaheimili þar sem herbergjum var ekki
læst. Fyrir velvilja húsráðenda fékkst
stórt herbergi fyrir allan hópinn. Þar með
var málum borgið þar sem aðeins var um
að ræða eina nótt. Fólk gat læst her-
berginu og verið þar með þokkalega
öruggt með farangur. Hópurinn fór því
ánægður í Tívolí á föstudagskvöldinu.
Það var því ánægður og þreyttur hópur
sem héltheimáleiðþann 1 l.júnímeðósk
um að ferðin hefði staðið aðeins lengur.
Það verður önnur ferð á næsta ári!
IH
"Djö.. getur
maður brunnið."
Hilmar Frímannsson
fœr smurningu hjá
Kristjönu Hrafnkels.
Steinunn fylgist með.
18
Skinfaxi