Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 24
Afturelding á hraðferð “Þettafórfram úrokkarbjörtustu vonum og það má segja að við höfum komið okkur sjálfum og öðrum á óvart.” Sá sem þetta segir er Halldór Rag- narsson, þjálfari sunddeildar Aftureldin- gar úr Mosfellsbæ. Krakkarnir úr Aftureldingu stóðu sig frábærlega. Það eru ekki nema tvö ár síðan sunddeildin fór af stað í núverandi formi og framfarirnar hafa komið fram á þessu AMÍ móti. Afturelding skaust úr 17. sæti í fyrra (þá með 11 stig)uppí 10sætiðnúmeð85 stig. “Mín spá var að við fengjum 55 til 60 stig þannig að þetta er mjög gott. Geir Birgis- son vann 4 Aldursflokkatitla og drengjasveit Aftureldingar vann 4x100 metra skriðsundið. Svo var það kannski til að kóróna mótið hjá okkur að við vorum valin prúðasta lið mótsins. Þetta var ánægjuleg rúsína í pylsuendanum en setur auðvitað á okkur vissa kvöð fyrir árið.” -Og hvernig fannst Halldóri mótið takast í heild? “Alveg hreint frábærlega. Mótið var mjög vel skipulagt, það gekk hratt og vel fyrir sig og allur aðbúnaður var til fyrirmyndar, matur og gistiaðstaða.” -Halldór vonast nú eftir auknum áhuga í Mosfellsbæ á sundíþróttinni í kjölfar AMÍ mótsins. “Okkur hefur vantað krakka í yngstu hópana, hnokka, hnátur og sveina. Þessi góði.árangur berst auðvitað um bæinn og það er von á frásögn um mótið í blaðið okkar hér í Mosfellsbæ. Það hefur alltaf sitt að segja. Þá erum við að hugsa um að gera alvöru úr gamalli hugmynd um að fara í skólana og kynna sunddeildina. Hugmyndin er að krakkar úr sunddeild- inni verði með í þessari kynningu, segi frá sundfþróttinni og hvernig það er að æfa sund. Mér sýnist þetta góð hugmynd og tilvalið að hrinda henni í framkvæmd nú. Nú setjum við síðan markið á að halda okkur í annarri deildinni. Eftir aðeins tveggja ára æfingar er ekki hægt að ætlast til meira. Það er nokkuð raunsætt.” -En krakkamir í Aftureldingu hafa farið fram úr raunsæinu hans Halldórs. Halldór jánkar því. “Jú, það er rétt og Þrír efnilegir í Aftureldingu. F.v. Valgeir Sœvarsson sem erfyrirliði hópsins, Kristján Sigurðsson og Geir Birgisson. Sundfólkið í Aftureldingu ípottinum að Varmá en hann er vinscell eftir æfingar. Halldór Ragnarsson, þjálfari, ásamt aðstoðarfólki á bakkanum. það væri þá bara enn skemmtilegra ef þau gerðu betur, eins konarábætir. En ég geri mig ánægðan með að halda okkur í 2. deildinni. Við erum í fríi núna en byrjum um mánaðamótin ágúst/september á nýjum æfingum. Við í sunddeildinni erum með ákveðna hugmynd um æfingar sem krefst velvildar góðra manna sem hafa með sundmál bæjarins aðgera. Miglangarað skipta hópnum upp íþrennt. A hóp í fyrsta lagi sem væri sex sinnum í viku áæfingum og auk þess í aerobikki og léttum lyftin- gum til að liðka sig. Síðan væri það um það bil 10 manna A-B hópur sem æfði 5 sinnum í viku og einu sinni í aerobikki og lyftingum. Svo C hópur sem væru yngstu krakkarnir. Þeir myndu æfa 4 sinnum í viku. Með hann vonast ég til að fá aðstoðarþjálfara. Það vill verða dálítið erfitt, að minnsta kosti óþægilegt að 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.