Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 38
Einherji Einherji hefur óumdeilanlega verið sterkasta lið Austurlands undanfarin árog verður að telja árangur þeirra athyglisverðan bæði vegna smæðar samfélagsins (um 700 manna bæjarfélag) og svo landfræðilegrar legu. Þessum árangri hafa þeir náð án fórna og það er með ólíkindum hvað þeir hafa lagt hart að sér, ekki aðeins við æfingar heldur lfka við fjáraflanirtil aðhalda liðinu gangandi. En þessi mikli áhugi og metnaður hefur líka skilað sér í árangri og af þessu geta leikmenn margra liða lært. I dag verðurað telja þetta lið sigurstranglegast og að mínum dómi er þetta eina liðið sem á erindi í 2. deild úr þessum riðli og það má verða mikil breyting á liðunum það sem eftir er ef það rætist ekki. Styrkur liðsins er í öllum þessum reynslumiklu leikmönnum, sem kunna að vinna, leggja sig fram og hafa einbeitinguna í lagi hvort sem leikið erheimaeða heiman. Þó svo að leikmannahópurinn sé ekki stór þá er hann nógu stór til að liðið veikist lítið þó 2-3 leikmenn forfallist. Sem sagt langbesta liðið í riðlinum og hlýtur að standa uppi sem sigurvegari í lokin. Dalvík Eins og ég sagði í upphafi hefur gengi Dalvíkinga verið betra en flestir áttu von á og sennilega komið þeim sjálfum mest á óvart. Eins og menn muna kom þetta lið “bakdyramegin” inn í deildina. Það sem ég hef séð til Iiðsins og heyrt um það þá leikur það. eins og við segjum stundum, ekki merkilega knattspyrnu. En liðið halar inn stig og um það snýst baráttan. Dalvíkingarnir verða að vera heppnir til að halda sér í deildinni. Þeir geta það hins vegar eins og hingað til. Hvöt Blönduósingar eru á þeim slóðum á töflunni sem við mátti búast. Liðið er skipað ungum leikmönnum að meirihluta og þeir reyna að leika áferðarfallega knattspyrnu á stundum. Liðið hefur góðan markmann og getur það oft skipt sköpum í jöfnum leikjum. Eg hef trú á að liðið haldi sér í deildinni. Magni Gengi Magnamanna hefur ekki verið sem skildi en flestir bjuggust við liðinu sterku eftir góða frammistöðu s.l. "Styrkur liðsins (Einherja) er í öllum þessum reynslumiklu leikmönnum sem kunna að vinna, hafa einbeitinguna ílagi hvort sem leikið er heima eða heiman." keppnistímabil. Félagið hefur haft jöfnu liði á að skipa og verið í góðri æfingu. Eg hygg að meiðsli hafi sett einhver strik í reikninginn hjá þeim en lið í þessum styrkleikaílokkum, þ.e. 3. deild, verða alltaf að búast við bakslögum, sérstaklega ef þau eru frá fámennum stöðum. Mag- namenn hljóta að rétta úr kútnum fyrr en seinna. sem áður ákveðnir að ná mörgum stigum í lokin og erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð. Ef beraádeildina saman við liðin s.l. ár þá fannst mér liðin betri í fyrra, nema Einherjarnir sem eru með besta liðið sem ég hef séð í 3. deildinni. Albert Eymundsson. Huginn Seyðfirðingar voru bjartsýnir fyrir tímabilið og kannski hefur staða þeirra valdið vonbrigðum. Eg held að það hái liðinu að miklar breytingar eru á leikmönnum milli ára og hópurinn því ekki nógu samstilltur ennþá til að eiga jafna leiki. Liðið hefur á að skipa nokkrum góðum leikmönnum en vantar betri samvinnu, einkum milli liðshlutanna. Sindri Við Hornfirðingamir verðum að bíta í það súra epli að verma neðsta sætið, ekki aðeins neðsta heldur lang neðsta og eru flestir búnir að spá liðinu falli nú þegar. Eftir þriggja ára uppgang hjá liðinu kernur nú bakslag og það hlaut að koma að því. Samt áttu flestir von á sæmilegum árangri ísumar. Leikmenn liðsinseru llestirmjög ungir og eiga framtíðina fyrir sér ef þeir halda áfram. Liðið er farið að leika nokkuð góðan fótbolta en mikil meiðsl hafa valdið því að meirihluti liðsins hefur aldrei komist í rétt form. Við erum samt Sendum í póstkröfu. liR & SKART Bankastræti 6. Simi 18600 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.