Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 14
í fyrra á Evrópumeistaramótinu kom þó Tania Bogomilova frá Búlgaríu verulega á óvart í200 m. sundinu. Eg spái því þó að það verði Silke Hömer, sem sigri í brin- gusundunum, þó svo að landi hennar, Anett Rex, geti verið henni hættuleg á 100 m. sundinu. Rex er ný stjarna A- Þjóðverja sem hefur náð í fremstu röð á þessu ári. Ein helsta von V-Evrópulanda er hin smávaxna Manuela Dalla Valle frá Italíu en hú komst einmitt í fremstu röð í Strassborg í fyrrasumar á EM. Magnús Már Ólafsson, 100 og 200 m. skriðsund. Alloft er það þannig að 100 metra skriðsund er fjölmennasta sundgrein Ólympíuleika. Þetta kemur til af því að ýmsar smærri þjóðir sem senda sundfólk á leikana hafa ekki aðstæður til að þjálfa upp sundmenn til langsunda, en þeir þurfa að æfa nokkru meira en sprettsundmen- nirnir. Magnús kemur því til með að vera meðal 40-50 keppenda í þessum ve- galengdum. Markmiðið eru að bæta sýna bestu tíma en mjög erfitt er að spá um hvaða sæti þeir tímar gefa. Oftast er munurinn mjög lítill og í 100 m. sundinu geta t.d. verið 15-20 sundmenn á sömu sekúndinni. I þessari grein er keppnin afar hörð og erfitt að segja hvort bandaríski undramaðurinn Matt Biondi eða einhvejum öðrum tekst aðsigraí lOOm. sundinu. Egheld aðhann sé líklegastur til sigurs og vona eiginlega að Frakkinn Stefan Caron nái öðru sætinu. Caron á Evrópmetið í greininni en tapaði þó í úrslitasundinu á Evrópumeistaramótinu fyrir Richter frá A-þýskalandi. E.t.v. er sigurinn í 200 m. skriðsundinu frátekinn Michael Gross, V- Þjóðverjanum knáa en hann á heimsmetið í vegalengdinni. Þó held ég að ekkert verðlaunasæti í Seoul sé frátekið, það verða allir að berjast fyrir verðlaunapeningunum. Svíinn Hol- metz, Italinn Lamberti svo maðurgleymi nú ekki A-Þjóðverjanum Sven Lodziewski, sem alltaf syndir vel á stórmótum, eru líklegastir Evrópubúa til að verða framarlega, ásamt Gross. Líklegt er að Bandaríkjamenn, sem eiga mikla hefð í þessum greinum láti ekki sitt eftir liggja og kemur Biondi þá einna helst til greina, eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir þegar þetta er skrifað. Bryndís Ólafsdóttir, 100 og 200 m. skriðsundi. Bryndís tekur þátt í þessum tveimur sundgreinum, þar sem keppendafjöldi er hvað mestur. Líkur á B-úrslitasæti eru ekki miklar, þannig að markmiðið er að bæta sig og vona að þeir tímar gefi viðunandi sæti. I þessum greinum munu stúlkur frá A- Evrópu verða mjög áberandi í fyrstu sætunum. Erfitt verður að sigra heims- methafann í 100 m sundinu, Kristínu Otto og sennilega enn erfiðara verður að koma í veg fyrir sigur Heike Friedrich frá A- Þýskalandi í 200 m. sundinu en þar á hún heimsmetið. Það verður skemmtilegt að fylgjast með hvort sundkona einsog Silvia Poll frá Costa Rica kemst í úrslit í þessum vegalendum eins og hún gerði á Bryndís Ólafsdóttir HM í Madrid. Ragnar Guðmundsson, 400 og 1500 m. skriðsund. Ragnar syndir þær tvær sundgreinar í karlaflokki, sem venjulegast eru hvað fámennastar. Þessar vegalengdir hafa þó þá spennu, sérstaklega 1500 metrunum, að sundmennirnir bæta sig oft mjög mikið í einu s.s. 10-20 sekúndur eða eru 10-20 sekúndum frá sínum bestu tímum. Segja má að 1500 m. sundið sé sérgrein Rag- nars. Hann verður eins og flest hinna að stefna á að bæta besta árangur sinn og vonast til að flytjast upp í röðinni. Lang oftast er það þannig að þeir sem bæta skráða tíma í þessum vegalengdum flytjast upp nokkur sæti frá skráðum tímum. Hér verður keppnin einnig mjög skemmtileg. Hér mætast aftur V- Þjóðverjarnir Stefan Pheiffer og Evrópumeistarinn Rainer Henkel, ásamt A-Þjóðverjanum Uwe Dassler. Þessir þrír syntu nærri jafnhliða alla 1500 m. ve- galengdina á Evrópumeistaramótinu í fyrra og enginn vissi hver þeirra mundi sigra á lokasprettinum. Þessi grein varð því ein sú skemmtilegasta á EM. Henkel sigraði, var 7/1 oo úr sekúndu á undan Dassler, sem var 76/loo úr sek. á undan Pheiffer. Ótrúlega lítill ntunurísundi sem tekur um 15 mínútur að synda. Gaman verður að sjá hvort Astralir og Bandaríkjamenn geta blandað sér í baráttu Evrópubúanna í 1500 m sundinu, en báðar þessar þjóðir hafa ávallt átt góðum langsundsmönnum á að skipa. Arnþór Ragnarsson, 100 og 200 m. bringusund. Oft eru miklar sveiflur í getu brin- gusundsmanna, eins og flugsundsmanna. Þetta stafar af því að bæði þessi sund byggja að verulegu leyti á góðum takti í sundinu. Arnþór mun stefna á að bæta Islandsmet sitt í 200 m. sundinu og ná metinu í lOOm. sundinu. MöguleikaráB- úrslitasæti eru ekki fyrir hendi en ef honum tekst að bæta þessi met verður hann í viðunandi sætum. I 200 m. spái ég Evrópumethafanum og meistaranun Jozsef Szabo góðu gengi. En ef Victor Davis frá Kanada sem á heims- metið í greininni, er að æfa á fullum krafti ennþá, verður keppnin spennandi. I 100 m. sundinu verður keppnin aftur á móti á milli Adrian Moorhouse frá Bret- landi, Davis frá Kanada og einhvers Rússa, sennilega Volkovs , afar hörð. Maður getur velt vöngum yfir úrslitum Ólympíuleikanna endalaust en í vikunni 18.-25. september n.k. ráðast þau. Það er von mín að allir keppendur sem valdir verða til keppni á Ólympíuleikana í Seoul fyrir Islands hönd, muni bæta árangur sinn og þannig gera sitt besta. Það er mikill heiður að vera þátttakandi á Ólympíuleikum. Það er því þess virði að eyða miklum tínia til æfinga og keppni. Guðmundur Haraldsson. 02.08. 1988 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.