Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 11
UMFÍ 11 HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Rusl, hvaö er nú þaö? Hvaban kemur þaö, af hverju er svona mikiö af rusli, af hverju kemur þaö alltaf aft- ur og aftur? Maöur er eiginlega alveg í rusli útaf þessu rusli. Ég á heima á Grund viö sunnanverð- an Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Strandlengjan sem tilheyrir þeirri jörð sem foreldrar mínir og bróðir búa á nefnist Gálmaströnd (ca 4 km löng). Foreldrar mínir hafa margsinnis spurt sig þessara spurninga sem að framan eru ritaðar því barátta þeirra við ruslið í fjörunum hefur staöið ansi lengi og ekki séð fyrir endann á henni enn. Það er algengt eftir norðaustanstorm að fjörurnar eru þaktar allskyns rusli, plastið er þar í meirihluta ásamt troll- netabútum og smá bandspottum, fiskikassabrotum og rækjukúlum. Það kemur nú ýmislegt fleira eins og allra- handa brúsar undan þvottalegi, olíu og matvælum, þónokkuð rekur af skóm og skósólum af öllum gerðum. Ekki má nú gleyma tómu skothylkj- unum úr haglabyssum og kassabönd- unum í smábútum og allt uppí stóra hauga. Einnig má geta þess að í vor rak grind úr uppþvottavél. Allar plast- druslurnar sem reka á land stoppa ekki lengi í fjörunni í miklu hvass- viöri heldur fjúka til fjalls og stoppa einhvers staðar í skjólsælli laut. Af upptalningunni hér að framan má sjá að það kennir oft ýmissa grasa á fjörunum hér en ekki neinum til augnayndis eða nytja. Alltaf heldur ruslið áfram að koma og þó að fjör- urnar séu hreinsaðar oft á ári verða þær jafn ljótar eftir næsta norðan- storm. Hvaðan kemur þetta rusl? Henda sjómenn rusli í sjó á miðunum kring- um landið? Á mínum heimaslóðum koma sjómenn með rusl í land en kemur það allt, hvernig er þessum málum háttað annars staðar? Er að- staðan við hafnir landsins góð fyrir sjómenn til að losa sig við rusl þegar þeir koma í land? Aðstaðan til að losa sig við ruslið verður að vera fyrir hendi hvort sem er fyrir sjómenn, feröamenn eða aðra. Sjómenn valda nú varla allri þeirri mengun sem er í fjörunum, er skónum frá kokkinum kannski stolið og hent í sjóinn ef steikin hefur klikkað? Ég hef tekið eft- ir því að það rekur oft tómat- og sinn- epsflöskur - er oft pulsupartý hjá sjó- mönnum? Mikið af timbri rekur einnig á fjör- urnar og eru bændurnir heldur ánægðari með að sjá góðan trjábol en plastdraslið. Timbrið kemur langt að, alla leið frá Síberíu að sagt er, getur þá ekki ruslið komið langt að? Ég ferðað- ist um Hornstrandir í sumar frá Að- alvík í Hornvík og frá Skjaldabjarnar- vík í Ófeigsfjörð. Leið mín lá oft um fjöruna og innan um timbrið voru oft fiskikassabrot. Ég aðgætti hvort ein- hverjar merkingar væru á kössunum en ef einhverjar sáust voru þær í meirihluta erlendar. Einnig hafa sést erlendar merkingar hér heima við. Brýn nauðsyn er að athuga þessi mál hjá nágrannaþjóðunum. UMFÍ hefur staðið fyrir hreinsunar- átaki við strendur landsins og ár og vatnsbakka, er þetta lofsvert framtak til að reyna að vekja landann til um- hugsunar um bæta umgengni við um- hverfið. Vonandi geta ungmennafé- lagar um allt land komið fólki í skiln- ing um að það er ekki í lagi að kasta frá sér rusli hvar sem það stendur. Viö þurfum að fá unga fólkiö í landinu í lið með okkur og kenna því að um- gangast landið, hnippa í fólk ef við sjáum það henda rusli út í loftið og fá það til að skammast sín. Við verðum að koma í veg fyrir að þetta plastdrasl fari af stað út í náttúruna. ísland - hreint land, það vilja allir. íslandi allt. Vigttir Örn Pálsson fontiaðnr Héraðssattibattds Strandamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.