Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 76
Umhverfisvernd alla daga
Umhverfismál hafa alltof lengi veríb umfjöllunarefni
sérfrœöinga, stjórnmála- og embœttismanna nœr ein-
göngu. Umfjöllun um umhverfismál hefur einatt veriö
flókini, frœöileg og úr tengslum viö veruleika og at-
hafnir almennings.
Fjölmiðlar hafa verið heldur ódrjúgir
við að setja hlutina í samhengi. Hin
yfirþyrmandi vandamál hafa ekki ver-
ið sett í samhengi við daglegt líf okkar
neytendanna, almennings. Okkur hef-
ur í ákaflega takmörkuðum mæli verið
bent á hver okkar þáttur er í þessum
vanda og hvernig við getum lagt um-
hverfinu lið á fjölmarga vegu og þó
með afar einföldum hætti. Ekki með
sérstökum átaksverkefnum, þótt þau
séu afar góðra gjalda verð, heldur alla
daga, í stóru sem smáu.
Grænu bókinni um neytendur og
umhverfi er ætlað að bæta úr þessum
skorti á upplýsingum og samhengi.
Neytendasamtökin, Norræna félagið
og grænu fjölskyldurnar í Kópavogi
tóku höndum saman um útgáfu rits-
ins með það að markmiði að gefa
fólki kost á aðgengilegum leiðbeining-
um um þab hvernig heimilin geta
sveigt neysluvenjur sínar að hagsmun-
um umhverfisins og dregið úr þeim
skaba sem neysluhættir okkar valda á
umhverfinu.
Margir kannast við hugtakið sjálf-
bær þróun. I því felst ab þróun geti
haldið áfram og velferð haldist hjá
þeim sem nú gista jörðina án þess ab
verulega sé dregið úr möguleikum síð-
ari kynslóða til hins sama. Hugtakið
sjálfbær neysla hefur sama inntak en
beinir sjónum okkar að samhengi
neyslu og umhverfis. Sjálfbær neysla
er háleitt markmib og fjarlægt miðað
við háttalag okkar nú urh stundir. Við
getum hins vegar nálgast það með því
að tileinka okkur einkunnarorðin þrjú:
Endurvinna!
Endurnota!
NOTA MINNA!
Til þess að geta fetaö inn á braut sjálf-
bærrar neyslu þarf þrennt til: Vilja,
upplýsingar og trúna á að framlag
okkar skiptir máli. Græna bókin um
neytendur og umhverfi hefur ab
geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar
og boðar þá trú ab framlag okkar allra
skipti máli. Hún er semsé fyrir fólk
sem hefur viljann til þess að sveigja
neysluvenjur sínar í þágu umhverfis-
ins. Hún er ekki bænaskjal til yfir-
valda um úrbætur í umhverfismálum.
Hún er fyrir þá sem vilja taka málin í
eigin hendur og sýna umhyggju sína
fyrir umhverfinu í verki.
Það að leggja umhverfinu lib alla
daga snýst ekki um að taka upp mein-
lætalifnað. Vib þurfum heldur ekki aö
slá af kröfum um raunveruleg lífs-
gæði. Kannski þvert á móti. Sem fyrr
segir þarf þó vilja og dálítið skipulag.
Þetta kemur ekki af sjálfu sér en er þó
engum um megn. Við getum þetta
öll!
Garðar Guðjónsson
blaðamaður og höfundur
Grcenu bókarinnar um neytendur og
umhverfi
Náttú rusýn
*
Safn greina um siðfræði oq
náttúru
Safn greina um siðfræöi oa nátt
ÉÉPfc ..
Náttúrusýn geymir á priðja tug greína eftir
jafnmarga höfunda þar sem horft er til
náttúrunnar frá sjónarhóli trúar, siðfræði,
samfélags, lista og vísinda. I bókinni er einnig
að finna fjölda íslenskra náttúruljóða og
eftirprentanir af landslagsmálverkum.
Ritstjórar eru Róbert H. Haraldsson og
borvarður Arnason. Náttúrusýn kom út árið
1994, hún er 356 bls. að stasrð og
útgefandi er Siðfrasðistofnun Háskóla
Siðfrseðístofnun • Há&kólaútgáfan
te> Ratmsóknarslofnun í siöfræði