Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 20
Flokkun heimilisúrgangs;
möguleikar í dag - framtíöarsýn ■
X
Urgangur er hvers kyns efni eba hlutir sem einstak-
lingar eöa lögaöilar ákveöa aö losa sig viö. Undan-
farin ár hefur veriö miöaö viö aö á íslandi falli til um
230 þúsund tonn af úrgangi árlega, þaö er um 890
kg á íbúa á ári.
Hollustuvemd ríkisins hefur endur-
metið árlegt magn úrgangsefna miðað
við upplýsingar frá nokkrum förgun-
arstöðum. Telur stofnunin að á árinu
1994 hafi fallið til á landinu 180 þús-
und tonn af úrgangi eða um 700 kg á
íbúa. Skiptist úrgangurinn þannig:
Tegund úrgangs Magn Vægi
tonn/ári %
Neysluúrgangur 75.600 42
Framleiðsluúrgangur 43.200 24
Fiskvinnsluúrgangur og
stóriðja (áætlað magn) 36.000 20
Sláturúrgangur 3.600 2
Garðaúrgangur 5.400 3
Brotamálmar 16.200 9
Samtals 180.000 100
Heimilis- eöa neysluúrgangur
Heimilis- eða neysluúrgangur eru leif-
ar, rusl og umbúðir sem falla til við
heimilishald eða aðra starfsemi og úr-
gangur sem hefur svipaða eiginleika.
Eins og kemur fram á mynd 1 þá er
heimilis- eða neysluúrgangur talinn
um 42% af heildarmagni úrgangs sem
fellur til, þ.e. árlegt magn er um 300
kg á íbúa á ári. Fjögurra manna fjöl-
skylda skilar því af sér 1,2 tonnum af
heimilisúrgangi árlega.
Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun í Ríó de
Janeiro árið 1992 var samþykkt víðtæk
framkvæmdaáætlun, þ.e. Dagskrá 21.
Sú áætlun telur til leiðir og markmið
sem þjóðum heims ber að stefna að til
að stuðla að sjálfbærri þróun. Hugtak-
y
ið sjálfbær þróun á um það að ekki sé
gengið á auðlindir náttúrunnar, og
einn hluti af því ferli er að huga að
úrgangsmálum. Starfshópur um fram-
kvæmdaáætlun í umhverfismálum á
sviði úrgangsmyndunar, sorphirðu og
meðferðar á spilliefnum setti fram eft-
irfarandi hugmynd um sorphirðu í
skýrslu sinni til umhverfisráðherra:
Hér kemur fram að fyrst skal hugað
að því aö koma í veg fyrir að úrgang-
ur myndist, en síðan að endurnota og
endurnýta það sem mögulegt er. Varð-
andi heimilisúrgang þarf því fyrst og
fremst að reyna að meta með hvaða
hætti draga má úr magninu og síðan
hvort skila þarf öllum úrganginum til
förgunar eða hvort mögulegt er að
nýta tiltekin úrgangsefni í endur-
vinnslu eða endurnýtingu. Ef endur-
nýta á einhver úrgangsefni verður yf-
irleitt að halda þeim tegundum sem á
að skila til endurvinnslu aðskildum
frá öðrum. £
Flokkun heimilis- eöa neysluúr-
gangs
Víða eru nú komnar gámastöðvar þar
sem hægt er að skila af sér ýmsum
tegundum af úrgangi sem til fellur við
heimilishald svo sem pappír og
pappa, garðaúrgangi, timbri, brota-
málmum, spilliefnum, heimilistækj-
um o.s.frv. Fjöldi flokka á gámastöðv-
um fer eftir því hvort og þá hvernig á
Fiskvinnslúrgangur
og stóriðja
Framleiðsluúrgagnur
24%
Mynd 7. Áœtlub samsetning úrgangsefna 1994.
Heimild: Hollustuvernd ríkisins.