Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 75

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 75
Islenskt umhverfi - heilnæmi sjávarafurha Niöurstöbur rannsókna sýna aö íslenskur fiskur er heilnœmur og nœringarríkur en þaö er veigamikill þáttur í aö áfram takist aö selja kröfuhöröum kaup- endum víöa um heim íslenskan fisk á góöu veröi. Mikilvægur þáttur í starfsemi SH er aö tryggja heilnæmi íslenskra sjávar- afurða, þ.e. eðlilega hollustu þeirra, og að þær séu lausar við alla mengun, bæði af völdum örvera og aðskotaefna. Heilnæmi fisks er best tryggt með hreinu umhverfi hans í hafinu, hrein- læti og góðri umgengni við alla með- ferð og vinnslu og þekkingu á þeim þáttum er geta valdið mengun hans. SH og frystihúsin innan samtakanna vinna að því að tryggja heilnæmi fisks í vinnslu á eft- irfarandi hátt: a) Meö því að skapa umhverfi utanhúss og innan sem er í samræmi við kröfur viðskipta- vina um um- gengni og hrein- læti við mat- vælavinnslu. b) Með því að vinnslan sé í fullu sam- ræmi viö hollustuhætti. c) Með því að fræða starfsfólk í fisk- vinnslu um mikilvægi hollustu- hátta við fiskvinnslu. d) Með því að annast eftirlit með framleiöslunni og umhverfi hennar. Erlendir kaupendur treysta heilnæmi fisksins okkar, er þeir sjá vinnsluna frá upphafi til enda. Kalt hafið, meðferð aflans og vélvædd vinnsla tryggja líka ferskleikann. Innlendar rannsóknir og alþjóðlegt samstarf miða að því að auka þekk- ingu á og draga úr mengun hafsins. Enn er lítið vitað hvaða áhrif mengun hefur á vistkerfib í hafinu t.d. þá líf- fræðilegu þætti er ráða vexti og við- komu fiskistofna og þeirra lífvera er fiskurinn nærist á. Aðeins fjölþjóðleg- ar rannsóknir og forvarnir geta tryggt ab ekki verði meb mengun unnið óbætanlegt tjón á lífkerfi hafsins og um leið á lífsafkomu þjóðarinnar. Traustur gagnagrunnur og vísindaleg færni er líka forsenda þess að íslensk- ur sjávarútvegur geti brugðist fljótt við mengunarslysum eða öbru frétt- næmu ástandi er ógnað gæti ímynd íslenskra fiskafurða. íslandsmib eru ómenguö - niöur- stöbur rannsókna Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á aðskotaefnum í íslensku sjáv- arfangi og mengun á íslenskum haf- svæðum. Þær eru hluti af yfirlitsverk- efni ICES (International Council for the Exploration of the Seas) en ýmsar innlendar rannsóknastofnanir taka þátt í því. Þannig er meb skipulegum hætti unnið að mælingum á þungmálmum, geislavirkni og þrávirkum plágu- og iðnaðarefnum en rannsóknirnar mið- ast við Norður-Atlantshafið og mæl- ingar á ýmsum lífverum, þ. á m. nytjafiskum. Skemmst er frá því að segja að allar mælingar benda til að íslandsmið séu ómenguð af iðnaðarúrgangi og er það fyrst og fremst ab þakka legu landsins, hafstraumum og fámenni og atvinnu- háttum þjóðarinnar. Mengun virðir hins vegar engin landamæri og úr- gangsefni ibnaðarþjóba geta smám saman stórspillt hafinu og ímynd sjávarafurða almennt. Rannsóknir á þungmálmum í fiski eru stundaðar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Mest er fylgst með kvikasilfri, kadmíni, arseni og blýi. Þessir málmar eru hluti af náttúrulegu umhverfi allra lífvera en eru auk þess víða til marks um mengun. Náttúru- legt snefilmagn í lífverum er háð eld- virkni, gerð berggrunns og veðurfari en mengun stafar frá ýmsum iðnabi. í lífríki hafsins hafa þungmálmar mikið verið rannsakaðir, sumar tegundir safna þessum efnum í sig og til skamms tíma var ríkjandi sá hugsun- arháttur ab lengi tæki sjórinn við. Al- þjóblegar stofnanir, t.d. FAO, hafa tek- ið saman leyfileg mörk fyrir þessi efni í matvælum. Mælingar á íslenskum fiski sýna ótvírætt að þungmálma er eingöngu að finna í íslenskum fiski af náttúrulegum ástæbum og mæligildin fyrir fiskhold eru með þeim lægstu sem þekkjast. Þrávirk líf- ræn úrgangs- efni iðnaöar eru mjög vara- söm í náttúr- unni. Þekktust eru svonefnd PCB-efni en þau skipta mörgum tug- um og er nú alls staðar að finna. Ströng mörk hafa ver- ið sett fyrir þessi efni í matvælum. Strangastar eru reglur í Þýskalandi og þar eru mörkin um og undir 0,1 ppm í ferskvigt sjávarfangs. íslenskur 2-3 ára þorskur reynist hafa um 0,01 ppm þessara efna eba um 10% af ströng- ustu mörkum og telst það afar lítið. Mælingar á geislavirkni sýna ótví- rætt að enn hefur geislavirkni ekki borist á íslandsmið. Verndum lífríki hafsins Niðurstöður rannsókna minna okkur á að halda vöku okkar í umhverfis- málum. Allt bendir til þess að heilnæmi matvæla verði í augum neytenda enn mikilvægara í framtíðinni en það er nú. íslenskar sjávarafurðir þurfa ab halda orðspori sínu og þab þarf ab byggjast á niðurstöðum vísindalegra athugana og þátttöku í alþjóðlegu vöktunarstarfi. Dr. Alda Möller matvœlafrœðingur þróunarstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.