Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 10
Ungmennafélagiö Mývetningur lét hendur standa fram úr ermum og hreinsaöi svœöi í nágrenni Mývatns. Sumar fjörur eru hreinsaðar reglu- lega en ýmislegt drasl frá sjó skolast alltaf upp á land og er Steingríms- fjöröur í Strandasýslu glöggt dæmi þess. Þar er stöndin hreinsuð reglulega af ungmennafélögum en alltaf safnast þar drasl jafnóðum. Þótt móttaka fyrir rusl frá skipum hafi batnab mikiö á undanförnum árum hér á landi þá virbist ekki allt rusi frá skipum komast til skila. Þetta er ekki bara innlent vandamál því borið hefur á því ab er- lend skip hafa hent rusli í sjóinn inn- an íslenskrar lögsögu sem síðan skol- ast upp á land. Það má merkja á um- búðum undan flöskum og matvörum og öbru sem eru ljóslega af erlendum toga. Mengunardeild sjávar hjá Holl- ustuvernd ríkisins hefur reynt að rekja uppruna þessara hluta til ákveðinna skipa og hefur þeim í einstöku tilvik- um verið skilaö til viðkomandi skipa þegar þau hafa lagst að bryggju á Is- landi. Nú beina menn sjónum sínum að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þetta rusl lendi úti í náttúr- unni. Þá vaknar sú spurning hvernig við meðhöndlum ruslið. Förum við með ruslið á réttu staðina? Með áfram- haldandi fræðslu og á,róðri vekur það landsmenn til aukins skilnings á mikil- vægi þess ab koma í veg fyrir að rusl sé úti á víðavangi þannig að rétt meðferð úrgangs verði enn frekar í hávegum höfb en verið hefur hingað til. Aðilar að alþjóöasamtökum Til gamans má geta þess ab umhverf- isverkefni UMFI '95 er aðili að alþjóð- legum samtökum er heita „Clean up The World", en þau eru aðili að Um- hverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Áttatíu lönd eiga abild að þessum samtökum. Meginmarkmið samtak- anna er að vinna að verkefnum sem þessu og virkja almenning til þátttöku í að hreinsa umhverfi sitt. Um leið að efla vitund almennings um mikilvægi hreins og ómengaðs umhverfis. Uppeldislegt gildi Ungmennafélagshreyfingin hefur frá upphafi starfsemi sinnar sinnt um- hverfismálum af miklu kappi. Mark- miðið er að ná fram viðhorfsbreytingu meðal almennings til bættrar um- gengi við náttúru landsins. Meb því að leiðbeina börnum um að setja rusl- ið á rétta staði, fá þau til ab tína rusl, jafnframt því að huga að hvaðan það kemur, t.d. sælgætisbréfin og umbúðir af drykkjarvörum, þá skilja þau betur mikilvægi ábyrgrar umgengni um náttúruna. Ræktun lýðs er það sem hér um ræðir sérstaklega fyrir kom- andi kynslóð sem er að vaxa úr grasi. Tökum höndum saman Það er mikilvægt að við lítum á um- hverfisverkefni af þessum toga sem vettvang þar sem við tökum höndum saman, verðum virkir þátttakendur og stuðlum að bættri umgengni við nátt- úru landsins, ekki bara nú í ár heldur sem hluti af áframhaldandi baráttu fyrir betra og fegurra landi. Gleymum því ekki að aðalútflutningurinn okkar er hreint og ómengað land, hvort sem við erum að tala um sjávarútvegsmál, landbúnab eða ferðamál. Þab er á ábyrgð okkar að spilla ekki auðlindum fyrir komandi kynslóðum. - Umhverf- ið er í okkar höndum. Arina Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri umhverfisverkefnis UMFÍ UMHVERFIÐ í OKKAR HÖNDUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.