Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 40
UMFÍ
40 ■■■■■
Markarfljótsgljúfur.
að ferðast á „ábyrgan" hátt og bera
hag heimamanna fyrir brjósti. Sið-
fræði ábyrgrar ferðaþjónustu er að
ferðamaðurinn sé „gestur" á viðkom-
andi stað og beri því að haga sér sem
slíkur. Sem „gestur" nýtur hann gests-
risni heimamanna. Fleiri hugtök hafa
skotið upp kollinum. Nefna má
„mjúka" (soft) ferðaþjónustu, „vist-
væna" (ecological) ferðaþjónustu og
„öðruvísi" eða „óhefðbundna" (al-
ternative) feröaþjónustu.
Þrátt fyrir það hve mörg þessara
hugtaka eru óljós og hugmyndirnar
ekki aö fullu þróaðar, ber þau öll aö
sama brunni, þ.e. að spyrna við nei-
kvæðum áhrifum ferðaþjónustu og
tryggja uppbyggingu til framtíðar.
Fjöldaferðamennska er talin af hinu
slæma og umhverfisvænna að ferðast
utan háannatíma, í litlum hópum eða
sem einstaklingar á eigin vegum.
„Græn" ferbalög
Hugtökin sem nefnd voru hér að ofan
gefa til kynna að hér sé um mismun-
andi gerðir ferðamennsku aö ræða.
Hvert og eitt þeirra gefur vísbendingu
um við hvað sé átt, þau em þó mjög
oft sett öll undir einn hatt og kölluð
græn eða umhverfisvæn ferðaþjónusta.
Ferðaþjónustufyrirtæki hafa mörg
hver tekið hugtakið (hugtökin) upp á
arma sína og bjóða upp á „græna"
pakka og „græn" ferðalög. Hvað það
þýðir nákvæmlega er erfitt að segja til
um þar sem skilningur á þessum hug-
tökum er nokkuð misjafn. í sumum
tilvikum er hér um að ræða ferðalög
þar sem einstaklingar „ráða sig í
vinnu", t.d. við skógrækt, uppgræðslu
eða endurbyggingu náttúrulegra og
sögulegra minja. í annan stað má
nefnda gönguferðir þar sem gist er hjá
bændum eöa öðrum þeim sem búa á
svæðinu og einstaklingarnir, sem ferð-
ast, eru meðvitaðir um áhrif heim-
sóknar sinnar á umhverfiö. Það hefur
færst í aukana að ferðaskrifstofur og
aðrir ferðaþjónustuaðilar, selji sig sem
„græna" og margir neytendur leita
eftir slíkum aðilum.
Umhverfisvæn eða óhefðbundin
ferðaþjónusta þykir þó oft ósamrýman-
leg viðskiptahagsmunum fyrirtækja.
Fjöldaferðamennska fellur ekki undir
hugtökin og litlir hópar eða einstakl-
ingar, sem jafnvel ferðast utan háanna-
tíma, gefa fyrirtækjum minna í aðra
hönd en ella. „Græn ferðalög" eru því
oft seld „undir fölsku flaggi" og þurfa
ferðamenn að vera mjög vakandi yfir
því hvað viðkomandi ferðaþjónustuað-
ili á við með grænni ferðamennsku.
Það er t.d. ekki í anda umhverfisvænn-
ar ferðamennsku að þramma upp og
niður uppblásna fjallgarða eða göngu-
stíga sem er illa viðhaldiö, né heldur
að hjóla á fjallahjólum yfir viðkvæm
svæöi. Á sama hátt má segja (og það er
þá mótvægi við neikvæða ímynd
fjöldaferðamennskunnar) að viðvera
500 ferðamanna á hóteli á hefðbundn-
um sumarleyfisstað, sem er byggður
sérstaklega til að taka á móti svo
mörgu fólki, hafi minni áhrif á nátt-
úrulegt umhverfi en 30 manns á fjalla-
hjólum á svæði sem ekki hefur verið
undirbúið fyrir slíkt.
Dropinn holar steininn
Hugmyndafræði grænnar umhverfis-
vænnar, óheföbundinnar eða ábyrgrar
ferðamennsku greiðir ekki úr öllum
þeim vandamálum sem ferðaþjónusta
getur haft í för með sér. Innan ferða-
þjónustu er umræðan um þessi mál þó
í gangi og úti í heimi hafa sérfræðingar
og fræðimenn lýst því yfir að „um-
hverfiö" sé mál málanna í ferðaþjón-
ustu. Vandamálin eru þekkt þó engar
allsherjarlausnir hafi fundist. Umræb-
an mun halda áfram og þar með hafa
áhrif á viðhorf þeirra, sem ab málinu
vinna. Umhverfib er það sem ferða-
þjónusta byggist á og þá bæði náttúru-
legt umhverfi og félagslegt umhverfi
gestgjafanna (heimamanna).
Hér í lok þessarar greinar eru nokkr-
ar ráðleggingar til þeirra einstaklinga
sem vilja taka þátt í grænni og ábyrgri
ferðamennsku og þar með stuðla að
því ab heimsókn þeirra og viðvera hafi
sem minnst skaðleg áhrif á ferða-
mannastaði. Sem neytendur eru ferða-
menn í bestri hugsanlegri aðstööu til
að hafa áhrif á ferðaþjónustuaöila. Á
þann hátt munu lausnirnar einmitt
finnast, þ.e. meö samspili ferðaþjón-
ustuaðila og ferðamannanna sjálfra.
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
ferðamálafrœðingur
Heimildir:
K. Wood & S. House (1992). The Good
Tourist. Mandarin, London.
B. Wheeler (1991). „Tourism in trou-
bled times. Responsible tourism is not
the answer."
Tourísm Management. Júní 1991, bls. 91.