Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 6
UMFÍ Stefna Ungmennafélags íslands í umhverfismálum Hvers konar umhverfismál hafa átt síauknu fylgi aö fagna og ungmennafé- lagshreyfingin hefur nýtt sér þaö meö nokkrum átaksverkefnum á síöari árum, en frá stofnun Ungmennafélags Islands hafa umhverfismál skipaö veglegan sess í stefnu hreyfingarinnar, saman- ber kjöroröiö „Rœktun lýös og lands". í upphafi var þaö stefna ungmennafé- lagshreyfingarinnar aö klæöa landiö skógi aö nýju, og skila því til baka sem kynslóöirnar hafa tekiö frá land- inu. í málgagni Ungmennafélags íslands, Skinfaxa, mátti lesa áriö 1909: „Sambandsstjórn vill styöja aö því af mætti, að sterkur áhugi og starfsþrá vakni hjá æskulýð vorum í skóg- ræktarmálinu. Þaö er eitt hinna feg- urstu verkefna, er æskulýður vor getur tekist á hendur. ísland skógi vaxiö á ný er svo fögur hugsjón, aö hún ætti að brenna dáö og dug til framkvæmda inn í æskulýðinn. Verkin veröa aö bera þess merkin, að vér viljum ÍS- LANDI ALLT. Annars verður þaö glam- uryrði eitt og oss til dómsfellis." Áriö 1912 gaf UMFÍ út rit um skóg- rækt sem Guðmundur Davíðsson haföi samið. Var ritið sent öllum skuldlausum áskrifendum Skinfaxa, og einnig selt í lausasölu. Þótti ritið kær- komið leiðbeiningarrit, og var m.a. notaö viö kennslu í bændaskólanum á Hvanneyri. Af þessu má sjá að rækt- unarmál hafa verið ofarlega í hugum aldamótakynslóðarinnar. Á seinni árum hafa augu ung- mennafélagshreyfingarinnar beinst í auknum mæli að umgengni um land- ið, sem því miður hefur alls ekki verið viðunandi. Við búum í neysluþjóðfélagi í dag og því fylgir mikið af umbúðum sem margar hverjar eru ekki umhverfis- Háifoss í Þjórsárdal. vænar, þessum umbúöum var oft og einatt hent út um bílglugga eða fyrir borð á fiskiskipum, ekið í sjóinn, hent í ána eða bæjarlækinn, sagt var að lengi tæki sjórinn við, í dag segjum við: „Sjórinn tekur ekki lengur við." Þó að umgengni um landið hafi verið ofarlega á baugi hjá Ungmenna- félagi íslands á undangengnum árum, og það sé stefna okkar samtaka að bæta umgengni um landið, þá skipar skógrækt enn sem fyrr drjúgan sess í starfsemi ungmennafélaganna. Það er stefna Ungmennafélags ís- lands að bæta og fegra umhverfi okk- ar með snyrilegri umgengni um land- ið, sem og klæða landið skógi sem gerir það mun byggilegra. Nú í ár höfum við beitt kröftum okkar að vatninu sem er einhver dýr- mætasta eign þjóðar- innar, og við skulum gæta vel að þessari auð- lind, og nýta þann meðbyr sem nátt- úruvernd hefur í dag. Náttúra íslands og vatnið er mesta auðlind sem íslenska þjóðin á, og við verðum að gæta þess- arar auðlindar fyrir komandi kym slóðir. Þórir fónsson formaður Ungmennafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.