Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 5
UMFI r ’ ■H Avarp umhverfis- rábherra, Gubmundar Bjarnasonar Þaö er ekki langt síöan fariö var aö gefa um- hverfismálum verulegt vœgi hér á landi í al- mennri umrœöu og opin- berri stjórnsýslu. En löngu fyrir þá tíö, jafnvel áöur en mönnum var tamt aö tala um „umhverfismál" sem sérstakan málaflokk, voru íslensk ungmennafé- lög farin aö taka til hend- inni á þessu sviöi. í byrjun þessarar aldar fór þjóðernis- vakning um ísland, þar sem horft var bæöi til fortíöar og framtíðar. Þjóðin hóf sókn í átt til sjálfstæðis og öflugra atvinnulífs meö nýrri tækni, en jafn- framt voru tengslin við gullaldarbók- menntirnar endurnýjuð. Ekki er ólík- legt að hin frægu orð Ara Þorgilsson- ar: „í þann tíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru," hafi orðið mörg- um vormönnum íslands hvatning til aö færa landiö aftur í þann græna búning sem þaö bar við landnám. Hitt er víst aö skógrækt og land- græðsla voru gildur þáttur í starfi ung- mennafélaganna allt frá byrjun. Það var því ekki fyrir neinn ný- fenginn áhuga á umhverfismálum sem UMFÍ gekkst fyrir átaki í sumar um að safna rusli við strendur og ár- og vatnsbakka. Markmiðið var heldur ekki aðeins það aö fegra landið - sem er vissulega mikilvægt - heldur líka að vekja fólk til umhugsunar um hvað við hendum miklu, hvaö verður um ruslið og hvað viö getum gert til að draga úr mengun og óþarfa sóun. Þegar við tölum um umhverfismál í dag eigum við ekki aðeins við land- græðslu og skógrækt, heldur flest þau svið sem lúta að samskiptum manns- ins við hið náttúrulega umhverfi sitt. Mannfjölgun og mengun veldur æ meira álagi á náttúruna og vib okkur blasa ýmis vandamál sem aldamóta- menn gat ekki óraö fyrir, svo sem mengun af geislavirkum úrgangi og þynning ósonlagsins í andrúmsloft- inu. í flóknu neyslusamfélagi nútím- ans er líka erfiöara að sjá hvernig vib getum hjálpað við lausn þessara marg- brótnu vandamála, en það var fyrir frumherjana að finna kröftum sínum farveg við að hefta sandinn og sá í auðnina. Því fer þó fjarri að við séum úrræða- laus í baráttunni fyrir betri jörð. Á síð- ustu árum hefur endurnýting og end- urvinnsla úrgangs aukist til muna og það skiptir miklu máli að fólk skili t.d. pappír í þar til gerða gáma og rafhlöð- um í réttar hendur. Víða er svigrúm til að draga úr mengun og sóun á heim- ilum og vinnustöðum og margt smátt gerir eitt stórt. Það er von mín að þetta rit UMFÍ komi öllu því fólki að notum sem vill leita leiða til að bæta sitt nánasta um- hverfi og þar með landið okkar. Mannrækt og baráttan fyrir betra um- hverfi haldast í hendur og það er því við hæfi að ungmennahreyfingin láti þessi mál til sín taka og standi fyrir þessu lofsveröa framtaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.