Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 25
öðrum stendur oft orð á móti orði. Tökum sem dæmi að kvartað er und- an rusli í fjöru. Þar ægir saman alls kyns drasli, almenningur sér óþverrann, en enginn gengst við að vera valdur að þessu og þó margt bendi til að einhver ákveðinn aðili sé sekur er ekki hægt að sanna það. Hugsanlegt er að áhöfnum skipa verði gert skylt að gera skrá yfir það rusl og þann úrgang sem til fellur og settur er í land og þannig verði hægt að finna út hvað hefur lent í sjónum. Margir verða eflaust til að andmæla því, að slíku kerfi verði komið á en um leið og þeir gera það vil ég biðja hina sömu um ráð um hvernig á að koma í veg fyrir að það rusl sem ekki má fleygja í sjóinn lendi þar, því þrátt fyr- ir boð, bönn og áróöur fyllast fjörur landsins víða af rusli. Enginn yrði ánægðari en yfirvöld ef einhver kæmi með lausn sem auðveldar eftirlit með lögum og reglum og mat á árangri. Nauðsynlegt er að koma því við- horfi inn hjá landsmönnum að það sé skylda hvers og eins að umgangast land, strendur og haf eins og þann hlut sem honum þykir vænst um og sjá til að aðrir komist ekki upp með annað, ef verulegur árangur á að nást. Mat á árangri Það hefur löngum viðgengist hér á landi að nota frasa eins og „við ís- lendingar erum svo fáir og þess vegna þurfum við ekki að hafa áhyggjur". í nútímasamfélagi eru sífellt háværari kröfur um að sýnt verði fram á með staðfestum upplýsingum að ástandið sé eins og sagt er. Það dynur löngum á opinberum að- ilum að þeir sitji og semji reglur og láti menn fylla út hin og þessi eyöu- blöð. Hvers vegna þarf að fylla út þessi eyðublöð? Jú til þess að hægt sé að fylgjast með því að farið sé að lög- um og reglum og meta árangur. Til að meta árangur þarf að gera reglulegar kannanir á ástandinu, en ekki er til neitt eitt allsherjarsvar við því hvernig best er gera slíkar kannan- ir. Góð viðleitni til að nálgast það er sú flokkun sem UMFÍ lagði upp með í umhverfisátaki sínu, sem hefur verið í gangi undanfarið. Ekki er hægt að segja hvernig til hefur tekist fyrr en úttekt er lokið og átakinu hefur verið fylgt eftir á einhvern hátt. Það er hins vegar alveg Ijóst að ef við viljum sýna fram á bætta umgengni viö hafið verðum við að nota ákveðnar og helst staðlaðar aðferðir til að meta ástand- ið, þannig að hægt sé að gera saman- burð milli tímabila. Mebferb úrgangs sem safnab er Eitt atriði sem stundum gleymist er að þegar búið er að sáfna saman öllu því drasli sem liggur á víö og dreif þarf að farga því á viðeigandi hátt. Víða út um land er gripið til þess ráðs að brenna það. Það verður til þess að ruslið hverfur, en þá gleymist oft að þegar brennt er við opinn eld gjósa upp ýmis eiturefni sem hafa mjög nei- kvæð áhrif á líf og umhverfi. Við slík- ar aðstæður vaknar sú spurning hvort rétt sé að eyða sjáanlegum óhrein- indum með því að framleiða önnur sem ekki sjást. Þetta á einkum og sér í lagi við um ýmiskonar plastefni. Mín skoðun er sú, að ef þess er nokkur kostur þá skal farga þessu eftir þeim reglum sem eru í gildi á hverj- um tíma og nota skilagjald til að auka skil á úrgangsefnum til förgunar. Eyð- ing á að vera hluti af framleiðslu- kostnaði og framleiðsluferlinu lýkur ekki í raun fyrr en búið er að farga hlutnum á lögmætan hátt. Helgi Jensson mengunarvömum sjávar Hollustuvemd ríkisins Pappír er Pappírssöfnun sparar mikið fé, vegna þess að ekki þarf að farga pappírnum eins og öðru sorpi. Pappírinn er fluttur til Svíþjóðar og endurunninn. Markmiðið er að fimmfalda útflutning á pappír til endurvinnslu. Söfnunargámar fyrir dagblöð, tímarit og annað prentefni eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. við verslunarmiðstöðvar og bensínstöðvar. Gámarnir eru vel merktir. Helmingi minni orkunotkun, helmingi minni vatnsnotkun, fimm sinnum minni loftmengun, - þetta og margt fleira vinnst með því að endurvinna pappír. Er ekki til nokkurs að vinna? endurtekið efni Söfnum pappír - sýnum vistvernd í verki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.