Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 67

Skinfaxi - 01.12.1995, Blaðsíða 67
UMFÍ 67 HUGSJONASTARF OG F YRIRT ÆKJ AREKSTU R A ársfundi Vinnuveitendasambands íslands í maí sl. var stefna samtakanna í umhverfismálum lögö fram til sam- þykktar. Tilgangur VSÍ meö mótun stefnu í umhverfis- málum er aö gera stjórnvöldum og almenningi grein fyrir hagsmunum og megináherslum atvinnulífsins í þessum málaflokki. Stefnumótunin á einnig aö vera leiö- beinandi fyrir fyrirtœkin í landinu og um leiö hvatning til þeirra um aö þau marki sér ákveöna umhverfisstefnu, hvert á sínu sviöi. Varðandi úrgang frá fyrirtækjum, þá telur VSÍ æskilegt að dregið verði úr myndun úrgangs með því að auka endurnotkun og endurnýtingu hans óg draga úr óhóflegri notkun umbúða og hvetur fyrirtækin að setja sér mark- mið í þeim efnum. En eftir situr upp- safnaður vandi fyrri ára sem erfitt er að taka á, en það er rusl og úrgangur frá einstaklingum og ýmissi atvinnu- starfsemi, sem dreifður er um landið þvert og endilangt. Hvernig á að taka á þessu máli og hverjir eiga að bera kostnaöinn sem hlýst af hreinsun landsins? Á þessu ári leggur UMFÍ upp með umhverfisverkefni á landsvísu undir kjörorðunum „bætt umgengni um hafið, strendur, ár og vötn landsins", sem felst í fræðslustarfsemi og hreins- unarátaki á ströndum, ár- og vatns- bökkum landsins. í mikið er ráöist, enda af miklu að taka. Hugsjónastarf Þetta leiðir hugann að því hvers viröi slíkt hugsjónastarf er þjóöinni og at- vinnulífinu í landinu. Samkvæmt mengunarbótareglunni skal sá sem mengar eða spillir umhverfinu greiöa kostnaðinn við að bæta skaðann. Það telst til undantekninga, ef unnt er aö draga einhvern einstakling til ábyrgð- ar í þessum efnum, en aftur á móti má oft rekja mengunina til ákveðinna hagsmunahópa, t.a.m. netadræsur í fjörum til sjávarútvegs, heyplast til bænda, leifar veiðarfæra við ár og vötn til sportveiðimanna svo eitthvað sé talið. Jafn umfangsmikið hreinsun- arátak og ungmennafélögin í landinu leggja nú upp með er í raun mjög kostnaðarsamt og óljóst hvort nokk- urn tíma hefði náðst samkomulag um greiðslu þess reiknings, ef unga fólkið hefði ekki tekið af skarið með hug- sjónastarfi sínu. Þetta sýnir augljós- lega hvers grasrótarhreyfingin er megnug þegar um slíkt þjóðþrifamál er að ræða, sem höfðar til almennings í landinu og skiptir framtíðina miklu máli. En þess ber að gæta, að þótt hreinsunarátak sé í sjálfu sér góðra gjalda vert, þá leysir það eitt út af fyr- ir sig ekki allan vandann. Málinu þarf að fylgja eftir svo að ekki sæki í sama horf og áður. Gera þarf mengunar- völdunum grein fyrir lagalegri og sið- feröilegri skyldu þeirra við umhverfið og nauðsyn þess að koma slíkri stjórn á umhverfismál sín að umhverfið bíði ekki tjón af. Fyrirtækjarekstur Oft má heyra ámælisraddir í þjóðfé- laginu í garð atvinnulífsins þegar spurt er hvers vegna fyrirtækin i land- inu leggi ekki umhverfisátaki á borö við þetta frekara lið. Ég tel ekki að slíkt stafi af skorti á vilja, heldur hvernig erindið er borið upp við fyrir- tækin. Fyrirtækin eru rekin á allt öðr- um forsendum en grasrótarhreyfingin. Fyrirtækin ganga ekki á hugsjóninni einni, heldur ráða þar ferðinni blá- kaldir viðskiptahagsmunir, sem varða spurninguna um afkomu fyrirtækj- anna, líf þeirra eöa dauða. Fjárfestar leggja fé í fyrirtæki til að ná há- marksávöxtun fjár síns, en það er jú markmið flestra að ávaxta fé sitt sem best. Því er það skylda stjórnenda fyr- irtækja að tryggja fjárfestum sem bestu arösemi og ráðstafa fjármunum eingöngu fyrirtækinu til framdráttar. Það er í flestum tilvikum aðeins tvennt sem rekur fyrirtækin til að „eyða" fjármunum í umhverfismál, en það er annars vegar lagaleg skylda og hins vegar fjárhagslegur ávinningur. Um lagalega skyldu þarf ekki að fjöl- yrða, en fjárhagslegur ávinningur get- ur verið af ýmsum toga og almenn- ingi ekki alltaf auðsær. Leggi fyrirtæk- in meira af mörkum í umhverfismál- um en lög og reglur kveða á um, þá eru þau í flestum tilvikum að kaupa sér bætta ímynd, sem á að skapa þeim aukna viðskiptavild. Sú ímynd sem fyrirtækin eru einkum að sækjast eftir, er að komast undan miskunnarlausri gagnrýni almennings fyrir slaka stjórnun umhverfismála sinna, beina athygli almennings að því sem vel hefur verið gert á þessu sviði innan fyrirtækja, eða að fá nafn fyrirtækis tengt einhverju þjóðþrifaátaki. Allt gefur þetta fyrirtækjum jákvæða ímynd, sem endurspeglast í auknum viðskiptum og betri arösemi. Þegar leita þarf stuðnings atvinnulífsins við átak á borð við hreinsunarátak ung- mennafélaganna, þarf að leggja áætl- unina fyrir fyrirtæki sem viöskipta- hugmynd, sem tryggir að markmiðum átaksins verði náð um leið og hags- munir fyrirtækisins eru virtir. Þetta eru lögmál viðskiptalífsins. Lokaoró Þó að sú hugmyndafræði sé gjörólík, sem liggur annars vegar að baki hug- sjónastarfi og hins vegar að baki fyrir- tækjarekstri, er ekki þar með sagt að fulltrúar þessara sjónarmiða geti ekki átt samleið í ákveðnum málaflokkum. Menn verða aðeins að gera sér grein fyrir því, aö aðilarnir nálgast málin á mismunandi hátt, með mismunandi hugarfari og á mismunandi forsend- um. Temji menn sér að virða starfsað- ferðir hver annars og líta á málin frá öllum hliöum verður vart annað séö en að ná megi miklum árangri í um- hverfismálum með samstarfi þessara ólíku hópa, eins og reyndar fjöldi dæma sýnir, enda gæti hvorugur aðil- inn án hins verið, þegar um slíkt stór- átak er aö ræða. Óskar Maríusson VSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.