Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 6
UMFÍ Stefna Ungmennafélags íslands í umhverfismálum Hvers konar umhverfismál hafa átt síauknu fylgi aö fagna og ungmennafé- lagshreyfingin hefur nýtt sér þaö meö nokkrum átaksverkefnum á síöari árum, en frá stofnun Ungmennafélags Islands hafa umhverfismál skipaö veglegan sess í stefnu hreyfingarinnar, saman- ber kjöroröiö „Rœktun lýös og lands". í upphafi var þaö stefna ungmennafé- lagshreyfingarinnar aö klæöa landiö skógi aö nýju, og skila því til baka sem kynslóöirnar hafa tekiö frá land- inu. í málgagni Ungmennafélags íslands, Skinfaxa, mátti lesa áriö 1909: „Sambandsstjórn vill styöja aö því af mætti, að sterkur áhugi og starfsþrá vakni hjá æskulýð vorum í skóg- ræktarmálinu. Þaö er eitt hinna feg- urstu verkefna, er æskulýður vor getur tekist á hendur. ísland skógi vaxiö á ný er svo fögur hugsjón, aö hún ætti að brenna dáö og dug til framkvæmda inn í æskulýðinn. Verkin veröa aö bera þess merkin, að vér viljum ÍS- LANDI ALLT. Annars verður þaö glam- uryrði eitt og oss til dómsfellis." Áriö 1912 gaf UMFÍ út rit um skóg- rækt sem Guðmundur Davíðsson haföi samið. Var ritið sent öllum skuldlausum áskrifendum Skinfaxa, og einnig selt í lausasölu. Þótti ritið kær- komið leiðbeiningarrit, og var m.a. notaö viö kennslu í bændaskólanum á Hvanneyri. Af þessu má sjá að rækt- unarmál hafa verið ofarlega í hugum aldamótakynslóðarinnar. Á seinni árum hafa augu ung- mennafélagshreyfingarinnar beinst í auknum mæli að umgengni um land- ið, sem því miður hefur alls ekki verið viðunandi. Við búum í neysluþjóðfélagi í dag og því fylgir mikið af umbúðum sem margar hverjar eru ekki umhverfis- Háifoss í Þjórsárdal. vænar, þessum umbúöum var oft og einatt hent út um bílglugga eða fyrir borð á fiskiskipum, ekið í sjóinn, hent í ána eða bæjarlækinn, sagt var að lengi tæki sjórinn við, í dag segjum við: „Sjórinn tekur ekki lengur við." Þó að umgengni um landið hafi verið ofarlega á baugi hjá Ungmenna- félagi íslands á undangengnum árum, og það sé stefna okkar samtaka að bæta umgengni um landið, þá skipar skógrækt enn sem fyrr drjúgan sess í starfsemi ungmennafélaganna. Það er stefna Ungmennafélags ís- lands að bæta og fegra umhverfi okk- ar með snyrilegri umgengni um land- ið, sem og klæða landið skógi sem gerir það mun byggilegra. Nú í ár höfum við beitt kröftum okkar að vatninu sem er einhver dýr- mætasta eign þjóðar- innar, og við skulum gæta vel að þessari auð- lind, og nýta þann meðbyr sem nátt- úruvernd hefur í dag. Náttúra íslands og vatnið er mesta auðlind sem íslenska þjóðin á, og við verðum að gæta þess- arar auðlindar fyrir komandi kym slóðir. Þórir fónsson formaður Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.