Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 2
Á þessum fáu liðum hefír orðið þessi stor-
kostlega aukning, og má óefað telja að hér sé
ekki um brýnar nauðsynjar að ræða. Þess utan
er það einnig athyglisvert, að innflutningur
vagna (bílar) og flutningstækja hefir vaxið úr
1.848.000 kr. 1941 upp í 4.604.000 kr. eða auk-
ist um 3.256.000 kr. Eitthvað til þess að rífast
um í úthlutuninni!
Það er því um 21 miljón króna aukning í
innflutningi, sem telja verður að meira gagni
til þess að fullnægja velliðunardýrkun nokk-
urra einstaklinga, heldur en framtíðarvelmeg-
un þjóðarheildarinnar.
Og hvaða ályktanir er svo hægt að draga
af þessu. Jú, þær að hinn mikli peningastraum-
ur í landinu fer beinustu leið í alls konar augna-
prýði, og yfirborðsvelmegunar einkenni.
1 búðargluggum höfuðborgarinnar má sjá
allt sem augað girnist, allt frá aumasta skrani,
sem kostar örfáar krónur, upp í kínverskan
listiðnað, sem varla hylur lófastærð, en kostar
þúsundir króna.
Unglingar, sem varla er sprottin grön, leika
sér í lúksus-bílum, sem hvergi í veröldinni
myndi þekkjast nema hér, að aðrir notuðu, en
fulltrúar stórþjóða við hátíðleg tækifæri. En
ekki er ótítt að mæta slíkum farartækjum hér
á „rúntinum" undir stjórn sígarettutottandí
flautandi negraslagara stef, unglingum, sem
varla eru sloppnir undan handarjaðri, án efa
mætra foreldra sinna, og lónandi í ráðaleysi í
allri umferðinni, „til þess að drepa tímann“.
Ótal „sjoppur" spretta upp til þess að selja
þeim, sem auraráð hafa, hinn mikla og óneit-
anlega fyrir „sjoppurnar“ arðbæra innflutn-
ing.
Fyrir nokkru sagði mér maður, sem um
mörg ár hefir rekið verzlun með mikilli ráð-
deild, að sér hefði alveg blöskrað æðisgangur
hlutanna eins og nú er, þegar tveir synir sín-
ir, unglingspiltar, sem nýlega hefðu komið sér
upp heildverzlun, hefðu hagnazt á örfáum vik-
um um 50.000 kr. og nýlega fengið 10.000 kr.
sendingu af snyrtivörum, sem þeir skömmu
seinna voru búnir að selja aftur með 100%
hagnaði til verzlana. Og þannig er auðvitað
um ótal fleiri.
Á slíkt er ekki bent hér, viðkomandi mönn-
um til hnjóðs, því að mikið af þessum „brösk-
urum“ eru hinir nýtustu og beztu menn. Að-
eins starfsorku þeirra og hugkvæmni er bein-
ust leið, eins og fyrirkomulag landsmála er nú
komið hér, inn á þær brautir, sem óheillavæn-
legastar eru heilbrigðri framtíðar afkomu þjóð-
félags okkar.
Það er nú mestur hagnaður, að fá sem allra
auðvírðilegast skran til þess að selja íandslýðn-
um, á því verða menn vissast vellauðugir.
Hinsvegar vissasta leiðin til fjárhagslegs
hruns í framtíðinni, ef sama stefna verður í
sjávarútvegsmálum, er að leggja sig af alúð í
sjávarútveg.
B.v. Geir, sem hér fylgir mynd af, er elzti
togari landsins, sömuleiðis einn af þeim
minnstu. Öllum þeim, sem til útvegsmála þekja,
B.v. Geir, elzti togari landsins, á nú tæpar 100,000
kr. i nýbyggingarsjóði. „Milióna gróðinn" 1910 og
1941 hefir farið í viðhald, skatta og stríðsgróðaskatt.
1939 gat útgerðarfélag hans fengið skip í Englandi,
notað en 25 árum yngra, en fékk ckki innflutnings-
leyfi á því. — Með nýbyggingarsjóðlögunum hefir
Alþingi hinsvegar tryggt, að EF stríðið stendur enn í
25 ár og verðlag helst sama cins og nú er, og skatta-
löggjöfin óbreytt og skipið heldur áfram að fljóta þá
55 ára gamalt, hefir það fjárhagslegt bolmagn til
endumýjunar.
mun koma saman um, að hann hafi ávallt ver-
ið með þeim fengsælustu og útgerð hans öll
með því heilbrigðasta, sem þekkist hér í Rvík.
— Þessi togari á nú, með öllum hinum glæsi-
lega stríðsgróða — tæplega 100.000 kr. í ný-
byggingarsjóði! — Eru það ekki stórkostlegir
framtíðarmöguleikar fyrir 30 ára gamalt og
úrelt skip, sem í áratug hefir flutt að landi
voru stórkostlegan auð í margvíslegri mynd,
verið undirstaða atvinnu fjölda manna til sjós,
og flutt mikla landvinnu með sér, auk þess
að afla dýrmæts gjaldeyris. Að eiga nú í ný-
byggingarsjóði eftir allt sitt starf helmingi
meira en tveir unglingspiltar fyrirhafnarlítið
skafa upp á nokkrum vikum, á því að selja
snyrtivörur!!
Það er eins og þjóðvísan, „Góða veizlu gjöra
skal“ hafi fengið nýtt gildi. Gullkálfa dansinn
er nú stiginn svo fast, að sjálfir forráðamenn
þjóðarinnar sjást ekki fyrir, enda hefir traust-
ið á ábyrgðartilfinningu þeirra talsvert lækk-
að í gengi, hjá þjóðinni undanfarin ár, og mun
síðasta skráning þess láta nærri að vera þessi:
VÍKINGUR
9