Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 4
gæzíu hvað sem í boðí var. Önnur námskeið,
svo sem sj óvinnunámskeið, meðferð veiðarfæra
og matreiðslunámskeið fyrir matsveina á fiski-
skipum gat fiskifélagið ekki haldið árið 1941,
sökum fjárskorts“.
Auk fjölda annarra mikilsverðra verkefna,
sem það verður að láta óframkvæmd, vegna
fjárskorts.
Það er alveg fullvíst að hagur landbúnaðar-
ins, og allrar þjóðarinnar verður ekki betur
tryggður með neinu öðru en því, að sjávar-
útvegurinn fái að þróast eðlilega og njóta sín.
Þess vegna er það lífsnauðsyn nú, þegar
styrjaldargróðinn er svo stórkostlegur, að
framleiðslutæki sjávarútvegsins fái að nota
hann að sem allra mestu leyti óskertan til
þess að endurnýja sig. Yfirlitið um aldur fiski-
skipanna sannar fullkomlega að þess er mikil
þörf. Augu manna eru að opnast fyrir því, að
forráðamenn þjóðarinnar hafa enn ekki gert
skyldu sína í þessum efnum.
Á árunum fyrir stríð voru gerðar margar
tilraunir til þess að fá ný og betri skip til lands-
ins. Því var hreinlega neitað af forráðamönn-
unum. Þau fengust ekki innflutt. Það varð að
nota gjaldeyririnn í annað.
Sjávarútvegurinn heíir verið sú brynja (sá
valnastakkur), sem stærstu vandræðahöggin
hefir borið af ríkisvaldinu, hinu sterkasta
afli þjóðfélagsins, þegar fjárhagsvandræðin
voru sem allra mest, þegar ,erlendur gjald-
eyrir“ hafði svipaða þýðingu og orðið drottinn.
Nú á því herrans ári 1942 er flutt inn í 4
mán. fram yfir það, sem innflutt var 1941 af
skrani, fyrir 21 miljón króna!! Og það er sjáv-
arútvegurinn, sem leggur til 84.284,340 kr. af
öllum gjaldeyri, sem er rúmar 88 milj. kr.,
aðeins þessa 4 mánuði.
Og þó býr ríkisvaldið ekki betur að honum
en svo, að ekkert af stóru skipunum, sem mest-
an gróðann gefa, verður endurnýjað, ef ekki
verða gerðar stórvirkar ráðstafanir strax.
Tvö stéttarfélög sjómanna hafa nú þegar lýst
afstöðu sinni í þessum málum, Félag íslenzkra
loftskeytamanna, og skipstjóra og stýrimanna-
fél. Ægir, Reykjavík, og eru fundarsamþykkt-
ir þeirra birtar á öðrum stað hér í blaðinu. En
fleiri þurfa að láta til sín heyra.
Það er búið að tala svo lengi um þessi mál,
að það er kominn tími til þess að reyna, hver
hugur fylgir máli.
íslenzk sjómanna- og sjávarútvegsmanna-
stétt, stór og smá, verður sjálf að gæta hags-
muna sinna, ekki aðeins einkahagsmuna, hverr-
ar fyrir sig, heídur einnig þessara sameigin-
legu hagsmuna, að betur sé búið að sjávarút-
vegsmálum landsins, og gera það í einni styrkri
heild.
Allir sjómenn, allir smáútvegsmenn og stór-
útvegsmenn hvar sem er á landinu verða að
sameina sig um þessar frumkröfur:
Að krefjast jafnréttis Fiskifélags íslands
við Búnaðarfélag Islands.
Að krefjast þess, að allur stríðsgróði fram-
leiðslutækja sjávarútvegsins verði settur fastur
í honum sjálfum þar til endurnýjun framleiðslu-
tækjanna, eins og með þarf, er tryggð.
Að krefjast þess að veittar verði fjórar milj-
ónir króna af tekjuafgangi ársins 1941 eins
og Sig. Kristjánsson alþm. bar fram á síðasta
þingi, en ekki var svo mikið sem rætt, til fiski-
veiðasjóðs Islands, í stað 30,000 kr. eins og nú
er.
Og ekki væri úr vegi að veita forgöngu svo
sjálfsögðu þjóðhollustu máli, að takmarka yrði
meir innflutning á óþarfa varningi, svo að fjár-
munir almennings, sem nú fara fyrir lítið, gætu
safnazt fyrir í t. d. skipasmíðastöð, byggða á
svipuðum forsendum og Eimskipafélag íslands
á sínum tíma.
Sjómenn og sjávarútvegsmenn, það er óhætt
að dýfa árinni betur í og herða róðurinn ti\
þess að koma í veg fyrir að afkomumöguleik-
um ykkar verði ekki tortímt — í landi.
H. Jónsson.
Radio-bauja.
Sum skip í ameríska flotanum eru nýlega byrjuð
að nota nýtt radiotæki, svokallaða Sono-radio-baujtl.
Er hún sérstaklcga hentug í dimmviðrum og þeg-
ar ekki sést til lands því hún getur, ef hún er fram-
undan skipinu, gefið til kynna nákvæma fjarlægð
skipsins frá henni.
I henni er (undir yfirborði sjávar) móttakari sem
er í sambandi við radiosendir. Skipið sendir fyrst
frá sér neðansjávarmerki, sem eru móttekin af mót-
takaranum í baujunni cn hann skilar þcim til sendi-
tækisins sem sendir þau aftur til skipsins. par er
svo tæki sem gcfur til kynna fjarlægðina, með því
að mæla tímann sem merkin voru á leiðinni frá
skipinu og til þess aftur.
Baujum þessum er komið fyrir víðsvegar við
strendur Ameríku cn eiga sjálfsagt eftir að vorða
þekktar um allan heim, sem eitt af öryggistækjum
sjófarenda.
4
VÍKINGIJII