Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 7
Hér var beitt hinni miskunnarlausu tangar-
sókn. Njósnað um hverja hreyfingu síldarinn-
ar, og síldarskipin kepptust um að leita henn-
ar uppi hvar sem hennar varð vart. Reynt var
að einangra síldarherina hvern frá öðrum.
Hraðbátarnir voru sendir út með næturnar,
og látnir sækja að torfunum frá tveim hliðum
í senn, króa þær af og uppræta hvar sem hægt
var að koma því við. Þannig er hver síldar-
Háfað upp úr nótinni, stóru kasti á togara.
- 1
fylkingin eftir aðra tekin til fanga. Þessir
fangar eru síðan miskunnarlaust hávaðir upp
í síldarskipin við mikinn fögnuð sigurvegar-
anna, og síðan keyrt með þá beint í grafirnar.
Meðferðin á þessum föngum er vægast sagt
hroðaleg. Miklu verri en nokkrum áróðurs-
manni gæti dottið í hug að brigsla óvininum
um. Það er ekki nóg að síldin sé þvæld og það
sé murkað úr henni lífið á hinn herfilegasta
hátt, heldur er hún líka knúsuð og möluð eftir
að hún er dauð, og að lokum er hún brædd.
Svona er síldveiðin, og þannig hefur hún ver-
ið frá því fyrsta. Líkust miskunnarlausri nú-
tímastyrjöld. Þar sem öll tækni er notuð og alls
staðar barist til úrslita. Þar sem hvert hlé er
notað til að safna kröftum til nýrra átaka.
Allar fregnir síldarbardagans í ár, hafa ver-
ið tómar siguríregnir það sem af er. Eftir því
sem fleiri síldarfarmar hafa borizt að landi,
hafa fyrirsagnir blaðanna orðið gleiðletraðri
um hin miklu uppgrip.
Satt er það, að síldveiðin hefur verið mikil
það sem af er. Síldin hefur verið næi’tæk og
það hefur gengið fremur vel að eiga við hana.
Hitt er svo annað mál, hvort allir eru jafn
ánægðir, og bera jafn góðan hlut frá borði. Sum
skip eru þegar, eftir þriggja vikna úthald, búin
að fiska fyrir á þriðja hundrað þúsund krón-
ur, önnur fyrir miklu minna.
Sumum gengur vel, öðrum miður. Sumir eru
heppnir, aðrir óheppnir. Stundum getur jafn-
vel veiðisældin orðið að tjóni. Einstaka skip
hafa fengið það stór köst, að síldin hefur far-
ið í kaf með næturnar, og í einu tilfelli hvolft
bátunum með mönnum og öllu saman. Nótabát-
ar hafa brotnað og nætur orðið ónýtar. Slík
ólán má líkja við missi hergagna í hendur óvin-
inum, og þau töp, sem af því hljótast, vinnast
varla upp, meðan á veiðunum stendur.
Samtöl síldveiðiskipstjóranna gefa góða hug-
mynd um, hvernig veiðarnar ganga og hvaða
móður er í mönnum á hverjum tíma. Þegar að
síldin er þunn, segja þeir að sjórinn sé eitt krap
eða síldargrautur. Síldin vaði allt í kring um
skipin og fari ekki niður, þótt að stímað sé í
gegnum hana. Það sé tilgangslaust að kasta. —
Sama hvort menn kasti á allt eða ekkert.
Þegar um kraft síld er að ræða, kemur ann-
að hljóð í strokkinn. Þá segja menn, að það hafi
verið mikil síld uppi og góðar torfur. Einn seg-
ir, við fengum kast,, sem ætlaði alveg að drepa
okkur, við vorum eitthvað sex tíma að brasa
við það og skaðskemdum nótina.
Annar segir: við lentum í stóru kasti og náð-
um um 400 málum, nótin sökk með það sem
eftir var. Nú erum við með eitthvað þúsund
mála kast á síðunni, eða guð veit hvað. Við ná-
um litlu inn af nótinni, það eru ennþá eftir
margir bálkar í öðrum bátnum.
Svo verður hljóðið verra, ef illa gengur að
fylla skipið. Þá hafa þeir til með að segja:
Mér lízt andskotalega á þetta, mig vantar 200
mál ennþá. Það gengur djöfullega hjá mér, ann-
að hvort er það ekki neitt eða aðeins tveir háf-
ar.
Hjá togurunum eru tilkynningarnar stuttar
og laggóðar. Eins og t. d. í kastinu áðan 1000
Aflinn fluttur a3 landi.
mál, erum í bátum. Eða — vorum að koma út,
lönduðum 2800 málum.
Þegar svona mikið berst að af síldinni hefst
ekki undan að bræða. Síldin kasast saman í
verksmiðju þrónum þangað til ekki kemst
VIKINGUR
7