Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 17
Fagurf skip fyrir lítið Einhver hin fegursta skemmtisnekkja, sem til er í heiminum, hefir verið leigð Bandaríkja- flotanum fyrir 1 dollar á ári. Það er barkurinn Sea Claud, eign hjónanna Jóseph E. Davies og var þeirra uppáhalds farartæki áður en ófrið- urinn brauzt út. Að undanförnu hefir verið unn- ið að því að flytja reitur þeirra í land, og undir- búa skipið fyrir strandvarnirnar. Þegar Sea Cloud var byggð í Kíl 1931, var skipið almennt talið hafa kostað eitthvað á milli 5 og 15 miljónir króna, og fyrsta nafnið sem það lilaut var Hussar, frú Davies var þá frú Sea Cloud. Edward F. Iiutton, þegar hún breytti frúarnafni sínu í Davies, breytti hún Hussar í Sea Cloua, og eyddi hveitibrauðsdögunum með skemmtisigl- ingu í Vestur-Indíum. Frá bugspjóti að skut er Sea Cloud 310 fet að lengd, og rúmar yfir 2000 smálestir brutto, og þegar öll segl eru þanín, flagga þau 36,000 ferfetum af segldúk. Undir þiljum er komið fyrir fernum diesel vélum er einar geta knúið skipið áfram 14 sjómílur á klukkustund. Undir seglum hefir hún náð 16 mílna hraða. En það var ekki þetta, sem vakti eftirtekt þeirra, sem nú voru að vinna við að breyta henni í her- snekkju, heldur hinn gengdarlausi íburður, sem þar var á hverjum hlut. Baðherbergin voru lögð rauðum marmara með gullhúðuðum vatnskerum, svefnherbergin voru öll skreytt upp á það fínasta. I reykskáian- um hengu minjar úr skemmtilegum ferðalögum og svaðalegum veiðiferðum í hitabeltislöndun- um. Fyrir utan íbúð hjónanna og sérstaka íbúð fyrir Nedeníu dóttur frúarinnar, voru þarna og vistarverur fyrir 14 gesti. Skifshöfnin á Sea Cloud hefir oftast verið um og yfir 75 manns. Þeir fáu, sem enn eru eftir um borð af hinni gömlu skipshöfn, minnast með söknuði horfinna sældardaga, þegar máfarnir átu svo yfir sig af ruðum þeim, sem féllu í kjöl- farið, að þeir gátu hvorki kvakað né hreyft sig. Undanfarin tvö ár hefir Sea Cloud ekki látið úr höfn, eða síðan skipið flutti þau hjónin hgim frá Antwerpen, eftir að Mr. Davies lét af störf- um sem sendiherra Bandaríkjanna í Belgíu. Þar áður hafði Mr. Davies verið sendiherra í Rússlandi, og rneðan hafði snekkjan beðið í höfninni í Leningrad. Áður en sú ákvörðun var tekin að sigla skipinu til Rússlands kommún- istanna, hafði Mr. Davies verið á báðum áttum af ótta við að þetta sýnilega tákn auðvaldsins myndi vekja einhverja ókyrð á öreiga slóðum, og hann kvað hafa fært þetta í tal við Molotov utanríkismálaráðherra, og hann fremur eggjaði hann að koma með „gripinn“. „En er það þá öruggt að ekki verði unnin á henni einhver skemmdarverk?" spurði Mr. Davies. „Því þá það ?“ anzaði Molotov, „þess vegna er hún áreið- anlega eins vel geymd hjá okkur og í New York“. Það kom heldur ekki til neinna skemmdar- verka. Hy. Skrítla. Prestur, sem Hallgrímur hét, og bóndi, sem Bjarni hét, voru samferða frá kirkju. — Prestur: „pér voruð til altaris í dag, Bjarni minn.“ — Bóndi: Hún þuríður er að þessu.“ — Prestur: „Ég hefi heyrt, að óvíða hér í grend sé lesið á föstunni og sungnir Passíusálmarnir, nema hjá ykkur." — Bóndi: „Já, liún þuríður er að þessum andskota, en hann Gisli á Bakka, sem aldrei les eða er til altaris, hann fiskar alltaf meira en aðrir.“ — Prest- urinn þagði og hristi höfuðið. V 1 K I N G U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.