Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 20
Alaska sem hernaðarmiðstöð Allt frá því að Japanir réðust á Bandaríkja- menn að óvöru við Pearl Harbour, hafa menn verið að búast við því og jafnframt að vona, að þeir endurgildu heimsóknina með rentum og rentu rentum. Þeir sem kunnugir eru þarna austur frá, töldu hérumbil víst, að undireins og snjóa levsti, myndi floti Bandaríkjanna og flugvélaskari hefja stórfeida sókn frá Alaska, meðfram Síberíu ströndum og til Tokio. Það kom því áreiðanlega mörgum á óvart, þegar það fréttist, að Japanir hefðu orðið fyrri til, og komið liði á land á Aleutian eyjunum. Aðrir, sem ekki eru kunnugir staðháttum, gera sér tæplega næga grein fyrir hversu mikla þýðingu það getur haft, ef framhald verður á þessum aðgerðum. Aleutian eyjarnar eru lang- ur og mjór eyjaklasi, sem gengur suðvestur úr Alaska. Eyjar þessar eru ekki byggðar nema að iitiu leyti innfæddum mönnum af rauðskinna og skrælingjakyni, sem lifa mest á veiðiskap. aðallega hafa eyjarnar verið heimkynni sela og sæljóna, og óhemju fiskigengd er þar víðast hvar. Það eru helzt Japanir sem hafa stundað þarna veiðar undanfarna áratugi, svo þeir þekkja umhverfið út og inn. Sé ísland gimsteinn í enni jarðar vorrar, þá er Alaska engu síður djásn í hnakka hennar. Þar stendur Alaska og Síberia hvort andspæn- is öðru, aðeins aðskilin af mjóu sundi. Þar sem sundið er mjóst standa kletta eyjar tvær, sem kallaðar eru Litli- og Stóri-Dimon. Milli þeirra er aðeins tveggja kilometra fjarlægð. (Sjá par scm Alaska og Síbería mætast. Stóri Dimon tilheyrir Rússum og litli Dimon Bandaríkjamönnum. myndina). Til vinstri er Stóri-Dimon sem til- heyrir Rússum, og til hægri Litli-Dimon, sem tilheyrir Bandarikjamönnum. Báðar eiga þessar eyjar alnöfnur á íslandi (Landeyjasöndum) og liálfnöfnur (Breiðafirðí) hvað sem því veldur. Ef til vill er það ein sönn- un þess, sem Jón Dúason telur líkur fyrir, að íslenzku Grænlandsfararnir í fornöld, hafi brotið sér leið gegnum Hafsvelgina norðan við Kanada og alla leið til Alaska. Mitt á milli þessara eyja, er dregin landa- mæralína Rússaveldis í Asíu og Bandaríkanna í Ameríku. Þarna hefir aldrei komið til neinna árekstra milli þessara stórþjóða, og þarna ættu þessar Bandaþjóðir og geta hittst án þess að óvinir sitji í holti fyrir. Eftir því sem Hitler þeysist lengra austur eftir Rússaveldi og Japanir safna meira liöi norður í Manchucuo og búa sig undir að ráðas't yfir hin tiltölulega lágu hæðadrög til Vladivo- stok — því þýðingarmeira hlýtur Alaska að verða i augum styrjaldaraðila. Á hverri stundu getur ófriðurinn breiðst út til þessara friðsælu heimskauta landa, bæði Bandaríkjmönnum og Kanadamönnum er full- komlega ljóst hvað mikil hætta getur verið þarna á ferðum. Bandaríkjamenn hafa þegar lagt í óhemju kostnað til að koma upp flug’völlum í Fairbanks, sem nú má telja höfuðstað landsins. Þetta er gamall gullgrafarabær upp í miðju Alaska. Það var rétt fyrir síðustu aldamót, sem parna varð vart við gull, og í gullæðinu sem greip menn, reis þarna upp allmikið þorp á skömmum tíma. Knæpu eigendur í Fairbanks gortuðu stund- um af því, að það væri þambað meira brenni- vín innan þeirra veggja, en það vatn sem rinni til sjávar eftir Yukon fljótinu í leysingum á vorin. Þá risu þarna upp mörg gistihús sem leigðu rúm en ekki herbergi, og minnsta kosti í einu þeirra var hengd upp mikil auglýsing, þar sem menn voru áminntir um að sofa ekki með skóna á fótunum. Margur maðurinn varð þarna auðugur á því, sem hann gróf úr skauti jarðarinnar. Þeir voru heldur ekki fáir, sem töpuðu því jafn- harðan aftur á veitingaborðunum, þar sem gull- kornin voru vegin og metin, og látin renna jafnt og þétt úr einum vasanum í annan. Marg- V í K T N G ITII 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.