Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 21
ir gullgrafarar sultu í hel, en þjófar og byssu- menn óðu uppi með allskyns óskunda. Meðan gullæðið var sem mest, mátti stöðugt sjá reikular raðir gullleitarmanna mjakast upp frá hafnarborginni Skagway, upp í gegnum hin hrikalegu fjallaskörð við Chilkoot og White Horse, þar sem snjóflóðin tóku þunga skatta af hverjum sem fram hjá fór. Þannig gekk ferðalagið áfram gegnum Klondike til Fair- banks. Nú hafa timburkumbaldarnir í Fairbanks orðið að víkja eins og húsin í Skerjafirðinum, fyrir geisimiklum járnbentum cementsbraut- um, sem samanlagt mynda einhverja hina mestu flugvelli í heimi. Menn skilja fyrst hvað þessir flugvellir eru þýðingarmiklir, þegar þeim er sýnt að Fairbanks er miðdepill allra flugferða um norðurhvel jarðar. Þaðan er nokkurnveg- inn jafnlangt, hvort sem flogið er til New York, Reykjavíkur, Norður-Noregs, Murmansk, Vladivostok, Tokio eða Honolulo. I/Iiöstöð flugleiðanna. Það tekur ekki nema 8 til 9 daga að senda herlið sjóleiðina til Fairbanks frá Seattle, hinni miklu borg á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna. En fyrir sprengjuflugvélar er það ekki nema fjögurra stunda ferðalag beint af auga, og allsstaðar meðfram leiðinni hafa ver- ið útbúnir hinir ákjósanlegustu lendingar- staðir. Þetta er hinn fyrirhugaði vegur sprengju- flugvélanna, engu siður þýðingarmikill fyrir Chantung og Vladivostok en Burma brautin fræga. Þegar þokuslæðingur meðfram strönd- unum hamlar þar flugferðum, bíður þessi fjalla loftleið björt og greið í stórbaugsstefnu á Sí- beríu. Með því að fara þessa leið, styttist fjar- lægðin milli Chicago og Shanghai um 3000 míl- ur. ' ý Við greniskógana í Sitka, sunnarlega á AI- aska ströndinni hafa Bandaríkjamenn mikla flota flugstöð. Nokkur hundi’uð mílur vestar og norðar á hinni fögru Kodiak eyju, hafa Banda- ríkjamenn komið sér upp mikilli flotahöfn og er hún 900 mílum nær Japan en Pearl Harbour. Um 600 mílur vestur og suður af Kodiak eða austast í Aleutian eyja klasanum, hafa Banda- ríkjamenn komið upp annari flotastöð Dutch Harbour, og um 600 mílur þar fyrir vestan eða vestast á Aleutian eyjum, hafa þeir komið upp þriðju flotastöðinni á Kiska, sem Japanir hafa nú tekið, og hefir Bandaríkjamönnum enn ekki lánast að hrekja þá þaðan aftur. Þessi árás á Aleutian eyjarnar er ákaflega djarfmannlegt fyrirtæki af Japana hálfu. Það er sama og leita upp í gin ljónsins, og er aðeins sambærileg við árás Þjóðverja inn í Noreg gegn- um greiparnar á breska flotanum. Japanir vita vel hvað þeim stafar mikil hætta frá þessum stöðvum Bandaríkjanna á Aleutian- eyjum. Vegalendgin frá Dutch IJarbour til Tokio eru 2460 sjómílur eða 12 stunda flug fyrir sprengjuflugvélar. Ef Rússar fást til þess að verða við beiðni Bandaríkjanna um flugstöðvar á Kamschatka og víðar suður með ströndum Síberíu, gætu þeir myndað samfelda flugstöðvar keðju í tangarformi, niður undir Japan. Þetta er það, sem japanir munu fyrst reyna að koma í veg fyrir með því að reyna sjálfir að ná stöðv- um þessum í sínar hendur. Flugstöðvunum í Alaska er svo vel í sveit kom- ið, að þær koma alltaf til með að hafa mikla þýð- ingu, einnig eftir að ófriðnum lýkur, sem skemsta leið yfir norður heimskautið til flestra höfuðborga í Evrópu. Frá Reykjavík til Fair- banks er aðeins 12 stunda flug yfir Grænlands- jökul, og þá er maður kominn hálfa leið til höf- uðborgar Japana. Eftir svo sem 10 ár, þegar ís- eysðlutæki flugvélanna hafa náð fullkomnun, en þau hafa verið mikið endurbætt síðan í ófriðar- byrjun, þá er ekkert líklegra, en að loft ferða- lög yfir heimskautslöndunum, verði eins tíð og ferðalög yfir úthöfin. Sú þróun, sem nú fer fram í Fairbanks og Rússlandi, er því líkleg til að verða sögulegur viðburður og valda landfræði- legu umróti. Hin splunku nýju bæjarhverfi, sem þegar hafa verið byggð. hin miklu troðfullu forða- búr og verzianir, kvikmyndahúsin, danshall- irnar og veitingaskálarnir þar sem námumenn- irnir og hermennirnir koma saman, er sýnilegt tákn þess, sem tryllir mennina mest — gulls- ins og stríðsins — hin mikla flugstöð með öllu tilheyrandi, loftskeytamöstrum, flugvélabyrgj- um og viðgerðarsmiðjum, jafnt ofanjarðar sem neðan, ber allt vott um að mikið stendur til. Veðráttan í Fairbanks, er ekki öll þar sem V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.