Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 22
hún er séð. Sumrin eru þar björt og hlý. Hit- inn kemst oft upp í 40 stig, og þá gengur sólin þar ekki til viðar um miðnættið. Grös og jurtir vaxa yfir sig. Kálhausar geta orðið allt að 50 pund að þyngd. Sóleyjarnar teygja sig upp á þakbrúnir húsanna og bláberjalyng- ið verður mannhæðar hátt. Frostin á veturna geta og orðið mikil, og í sjö mánuði tekur fyrir allan gróður, þá liggur allt í dái yfir veturinn undir þriggja feta djúpum snjó. Frá Fairbanks liggur aðeins ein járnbraut til sjávar við Seeward. Flugvélarnar eru lang almennustu samgöngutækin, með þeim er líka flutt allt það, sem nöfnum tjáir að nefna. Þar Til vinstri: Flugstööin í Sitka. — Til hægri: Hús- gaflamenn og moldargötur eru enn algeng fyrirbrigði. ferðast hvað innan um annað, læknar prestar, hjúkrunarkonur, verðlauna hrútar, kálfar, niðursoðin mjólk í kössum, handjárnaðir glæpamenn, lögregluþjónar og tollheimtumenn í eftirlitsferð, líkkistur, sjúklingar, allskonar vélahlutir og nauðsynjar. Flugmenirnir láta lítið aftra sér, þeir lenda með ýmsu móti eftir árstíðum, stundum á frosnum ám, jökulbungum eða snjósköflum, nota skíði, flotholt eða hjól eftir því sem við á. í neyðar tilfelli lenda þeir stundum eins og skoppara kringlur. Allir koma þeir einhvern- veginn niður. Upp í Alaska er verðlagið á öllu miklu hærra en það er í Bandaríkjunum. Ef einhver töf verður á skipakomum, kemst bjórinn fljótt upp í sama verð og kampavín. Þótt flest virðist vera hægt að rækta í landinu, og meira en nóg sé þar af alls konar dýraketi og fiski, er eins og enginn megi vera að því að sinna því, og allt þurfi að flytja annarsstaðar frá. Bandaríkjamenn hugsa ekkert um kostnað- inn. Þeir hafa nú þegar eytt yfir einni biljón króna í flugvelli í Alaska, og þeim finnst tímí til kominn að það fari að bera einhvern árangur. Hy. Útvarpið írá sjómannadeginum Mig langar til, sem einn hinna mörgu er ekki áttu þess kost að taka virkann þátt í hátíðahöldum okkar sjómanna síðasta Sjó- mannadag, að minnast örfáum orðum á hátíða- höldin, eða það samband sem við höfðum við hátíðahöldin í Reykjavík, með aðstoð útvarps- ins. Við vorum staddir langt frá heimalandinu, eða nánar tiltekið suður undir Hebrideseyjum, á leið heim frá Fleetwood. Allir voru í hátíða- skapi, svo sem vera bar, á þessum okkar degi, þó allmikilla vonbrigða gætti hjá mönnum, yfir því, að geta ekki verið heima og tekið virkan þátt í hátíðahöldunum. Biðu allir með eftir- væntingu útvarpsins frá hátíðahöldunum, og settu menn jafnvel af sér heilar frívaktir til að hlusta. Nú leið að þeim tíma er útihátíðin á íþrótta- vellinum skyldi hefjast, og á tilsettum tíma var útvarpið hafið með því að þulurinn tilkynnti að það væri hafið, og jafnframt að hópgangan væri að koma inn á völlinn. Síðan leið langur tími, ekkert var sagt í h'ljóðnemann, við biðum með eftirvæntingu eftir að okkur væri tilkynnt eitthvað, og lýst fyrir okkur hvernig gangan inn á völlinn og uppröðun þátttakendanna færi fram á vellinum, en fengum ekkert nema upp- hrópanir um merki Sjómannadagsins, garg og blístur nokkurra stráka, og búið. Síðan hófst dagskráin, sem fór prýðilega fram, bg heyrðist vel, þrátt fyrir allmiklar lofttruflanir. Þá var tilkynnt að innan stund- ar mundi reipdrátturinn hefjast. Við biðum lengi og störðum á hátalarana. Nokkrum sinn- um var tilkynnt að reipdrátturinn mundi ekki hefjast fyrr en allir áhorfendur væru farnir út af vellinum, en það var allt og sumt sem við fengum. Eftir alla þessa bið, með góli, köllum og blístrum nokkurra strákhvolpa, var svo til- kynnt að reipdrátturinn væri að hefjast, en svo hélt sami ófremdar böglingurinn áfram hjá þulnum. Við heyrðum að vísu hrópin í mann- fjöldanum, og vissum að eitthvað var að gerast og það ekki alllítið spennandi, en að þulurinn ræki upp nokkurt orð til lýsingar á því sem fram fór, það var alveg af og frá. Jú, með tregðu og böglingi fengum við að vita um úr- slitin í hverri keppni fyrir sig, en þarmeð búið. Ég er handviss um það, að ef um eitthvert skíðamót, eða því um líkt hefði verið að ræða, þá hefði verið haldið eitthvað betur á spöðun- um, eins og líka vera ber. Eða standa þulimir Framh. á bls. 37. 22 V i K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.