Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 27
samir, þá var hinn nýi stýrimaður, Thompson, rétti maðurinn til þess að „laga þá til“. Þann 18. maí sigldi „Trafalgar“ frá New York áleiðis til Anger Point á Jövu til að fá þar frekari fyrirskipanir. Ferðin gekk vel, þar til fór að bera á því að Hollendingur að nafni S.... var leynilega að hvetja hina til óhlýðni. Hingað til höfðu menn gert verk sín nógu vel, en nú byrjuðu þeir að finna að fyrirskipunum sem þeim voru gefnar og sína seinlæti við að fram- kvæma þær. Þetta fannst öðrum stýrimanni full mikið af því góða, en hann var vanur að sigla á amer- ískum skipum, þar sem viðhafður var járn- agi. „Þegar þú færð fyrirskipanir frá skipstjóran- um, stýrimanninum eða mér, skaltu láta hend- ur standa fram úr ermum“, sagði hann við S.. . . „og ef þú gerir það ekki, þá skal ég veita þér dálitla aðstoð með stígvélinu mínu, — mundu það!“ Iiollendingurinn bretti upp á vörina fyrirlit- lega og nokkrum dögum síðar, þegar hann sagði 2. stýrimanni stefnuna, sem hann hafði stýrt, hafði hann af ásettu ráði látið vera að segja „Sir“ við Thompson. Þetta var neistinn, sem þurfti til að hleypa honum upp. Varla var S... . kominn hálfa leið niður stigann, þegar stór krumla greip um háls- inn á honum og kippti honum upp aftur. „Þú virðist hafa gleymt réttum talsmáta, þeg- ar þú ávarpar yfirmann þinn“, öskraði Thomp- son. „Segðu „Sir“ eða ég skal nudda andlitinu á þér við dekkið, bölvaður!" Hann sá sex stakkklædda menn læðast f áttina til sin. „Rétt, sir“, tautaði hinn, en stýrimaðurinn hló hæðnislega. „Þetta er betra. Næst þegar þú kemur að stýrinu, skaltu muna eftir að hafa mannasiðina með þér!“ Næsta dag á eítir var hægt að sjá á augna- ráði Hollendingsins að hann ætlaði að gefa öðr- um stýrimanni ,,ráðningu“, en Thompson varð samt ekki andvaka í kojunni út af því. Skip- stjórinn, sem var orðinn nokkuð kvíðafullur út af ástandi því, sem skapazt hafði, réði Thomp- son að halda sig frá aðal dekkinu á næturnar, eins og hægt væri, þar til ástand það, sem nú ríkti hefði liðið hjá. Thompson hló að þessu, kæruleysislega. „Ég man þá tíð, þegar heil skipshöfn reyndi að ráðast á mig, Sir“, — „en næsta dag lá helm- ingur þeirra en ég stóð ennþá uppi“. Edgar skipstjóri yppti öxlum, „Það er ekki víst, að þú sleppir svo vel næst. Ég er eldri en þú Thompson og hefi sennilega siglt með fleiri skipshöfnum en þú, af sömu manntegund og við höfum nú. Snúðu að þeim bakinu til dæmis eina dimma nótt, og þú getur átt á hættu að fá kníf á milli herðablaðanna". „Ég sný aldrei bakinu að neinni skipshöfn, Sir!“ svaraði Thompson. „Mér var kennt það, þegar ég var á amerískum skipum“. Þessi ráðning kom Thompson vel viku seinna, þegar „Trafalgar“ nálgaðist Cape Horn. Versta veður var, vestan hvassviðri og bylur. Hann hafði komið á vakt á miðnætti. Um nóttina á- kvað Thompson að láta taka inn eitt af seglun- um. Hann fór niður á dekkið og stóð við eitt mastrið, þegar hann allt í einu heyrði einkenni- legt þrusk, og sneri sér snöggt við. 1 þessu kom skær glampi af eldingu og hann sá 6 stakk- klædda menn læðast í áttina til hans. Einn þeirra var með hníf, sem glytti á, hinir voru með festi- nálar. 1 ! „Svo þetta er þá meiningin“, öskráði Thomp- son, „hún er nógu góð“. Á augabragði hafði hann náð sér í stóra festi- nál og réðist þegar á móti þeim og barði með þessu vopni sínu, sem gat drepið hverh þann, sem fyrir því varð. Tveir af hásetunum voru barðir kylliflatir á dekkið, hinir urðu þá óttaslegnir og flýðu fram í ,,lúkar“. Thompson fór á eftir þeim, rak þá upp á dekk með blótsyrðum og hótunum og lét höggin dynja á þeim. Hann lét þá binda upp seglið og ganga frá því án þess að verð^ við fi’ekari mótþróa. Þeim varð ljóst, að ekki v$r við lambið að leika sér þar sem annar stýrimað- ur var og það sem eftir var leiðarinnar höfðu þeir það í huga. V 1 Iv 1 N G U R S7.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.