Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 30
Þetta var það síðasta, sem Richards skips-
stjóri gat gert. Næsta dag veltist hann um í
kojunni og hafði óráð. Kirkwood varð nú einn-
ig veikur — en vitandi þeirra miklu ábyrgðar,
sem nú hvíldi á honum — tókst honum, með
stöðugum kínin- inntökum að starfa áfram um
hríð.
Hitasóttin yfirbugaði hann samt að lokum og
12. nóvember var hann svo veikur að hann
komst ekki á fætur. X, hinn nýráðni ann-
arstýrimaður tók nú við stjórn skipsins.
Þrátt fyrir þá staðreynd að hann hefði ann-
ars stýrimanns réttindi, þá hafði ekkert reynt
á hæfileika hans í svo erfiðri stöðu. Það var
ekki einu sinni vitað, hvort hann hefði nokkru
sinni starfað sem fyrsti stýrimaður. Það fannst
brátt á því fyrirkomulagi, sem hann hafði, að
hann hafði ekki verið það. Maðurinn var eng-
inn stjórnandi og ekki aðeins óhæfur til að gefa
skipverjum sínum fyrirskipanir, þá gat hann
heldur ekki siglt skipinu eftir sól og stjörn-
um.
Um þetta leyti kom William Shotton, sem um
langan tíma hafði kappsamlega sjálfsmenntað
sig í siglingafræði, til aðstoðar hinum áhyggju-
fulla X...., og smátt og smátt tók hann við
stjórn skipsins, X.... til mikillar ánægju.
Þann 13. nóvember var hitasóttin í þann veg-
inn að yfirbuga Richards og Kirkwood og sex
aðra menn að auki, þar á meðal matsveininn og
„timburmanninn". Sá síðastnefndi, um fimm-
tugur að aldri, dó næsta morgun, um miðnætti
sama dag dó skipsstjórinn. Hann hafði gift sig
rétt áður en farið var frá Cardiff.
Trafalgar var nú 20°30’ s. breiddar og 103°
45’ A. lengdar — um 900 mílur N. V. af Cape
Leeuwin. Shotton vissi þann möguleika að hin-
ir stöðugu S. A. vindar mundu brátt breytast
í vestan storma. Hann lét í ljósi skoðun sína og
og ætlaði að lagfæra og athuga segl og „hlaup-
ara“, en þá neitaði skipshöfnin að gera nokkurt
verk annað en að standa vörð og vera við stýr-
ið. Tvö síðustu dauðsföllin höfðu algjörlega drep-
ið allan kjark úr þeim. Nokkrir menn, þar á
meðal X...., sem átti að vera skipsstjóri, fóru
í koju, þótt þeir væru ekki raunverulega veikir.
I örvæntingu sinni yfir vöntun á mannafla,
datt Shotton í hug sú von að Kirkwood, sem virt-
ist á batavegi, mundi ná sér aftur og verða fær
um að taka við stjórn skipsins. Hinn 21. nóvem-
ber brást þessi von; þá um kvöldið, að viðstödd-
um hinum unga þriðja stýrimanni og brytan-
um, gaf Kirkwood upp andann.
Næsta dag, þegar útför hans fór fram, tók
Shotton eftir því að aðeins 6 menn voru við-
staddir á dekkinu. Hann frétti brátt, að hinir
30
höfðu „Iagt árar í bát“. Vitandi þá staðreynd
að skipið nálgaðist ört stormasöm svæði, ákvað
hann að gera eitthvað til að hvetja þá, úr því
auðvirðilega ástandi, hræðslu og hugleysis, sem
þeir voru í. Hann fór fyrst til herbergis X.. . .
„Ef þú ert raunverulega veikur, mun ég og
brytinn hugsa um þig eftir okkar beztu getu“,
sagði hinn ungi Shotton við hann, „En ef þú
getur farið á fætur — og sjálfur held ég að
þú getir það — verður þú að fara upp — og
vinna“.
„Hvern djöfulinn meinar þú, að tala þannig
við mig?“ öskraði X.. . ., „þú, nýhækkaður, fyr-
verandi viðvaningur!“
„Það er rétt, en ég er núverandi skipstjóri og
skipunum mínum ber að hlýða. Þú baðst mig
um að taka við staríinu, þar sem þú vildir það
ekki, en nú ætlar þú að snúa blaðinu við!“
„Ég er ekki að því“, svaraði X...., reiðilega.
„Ég er veikur!“
„Brytinn sagði mér að því hefðir eðlilegan
hita“.
„Hann er lygari“, hrópaði hann.
„Ef dæma má hann eftir því, hvernig hann
vinnur verk sitt, þá er hann fyrsta flokks mað-
ur!“
Að síðustu skammaðist X.. .. sín og lofaði að
taka aftur upp vinnu.
Shotton fór nú fram í og ávarpaði „stafn-
búa“ með nokkrum mjög hörðum napuryrðum
og endaði með því að segja, að engum þeim, sem
væri hitalaus mundi líðast að liggja í bælinu.
„Hvort sem ég hefi hita eða ekki, ætla ég
að liggja hér í kojunni", nöldraði S...., sem
bar greinileg einkenni um hræðslu. „Ef Kirk-
wood hefði gætt sín, þegar hann fann fyrst
veikinnar, mundi hann enn vera á lífi“.
„Ég hefi haft hita á kvöldin", svaraði Shot-
ton, „en það hefir ekki aftrað mér frá störfum
og þið sem eruð vinnufærir verðið einnig að
vinna. Á morgun geri ég ráð fyrir að breyta
seglunum og krafizt verður af hverjum ykkar,
sem hefir eðlilegan hita, að koma á dekk. Tóbaks-
skammturinn verður stöðvaður til þeirra, sem
skrópa og þeir sektaðir fyrir að neita að gegna
skyldustörf um“.
Þessi hótun bar tilætlaðan árangur; næsta
dag voru helmingi fleii’i menn á dekki. Innan
24 stunda var búið að breyta seglunum á „Tra-
falgar“ og ganga vandlega frá lífbátum og lest-
aropum. Seglasaumarinn, Iri, Hugo O’Brien að
nafni, vann þriggja manna verk og upp frá
þeirri stundu var hann önnur hönd Shottons.
Það var nú farið að kólna í veðri, er varð til
þess að þeir, sem höfðu raunverulega verið veik-
ir, virtust nú á batavegi. Þetta varð til þess að
VÍKINGUR