Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 35
við fréttum síðar, gizkuðum við á, að þetta hafi
verið birgðaskip þýskra kafbáta.
Lífið varð aftur jafn einmanalegt hjá okk-
ur. Karl, sem var allmikið þjakaður, var ekki
látinn standa vaktir lengur. Fætur mínir, sem
auk meiðslanna voru þrútnir af kuldabólgu,
voru orðnir svartir af dauða holdinu upp fyrir
ökla og tilfinningarlausir upp fyrir hné.
Enn liðu 4 sólarhringar, langir dagar og
nætur fyrir okkur, með hörkuveðri.
10. júlí um nóttina var Waldimar Knopf-
miller á vakt, og veifaði örðru hvoru blússkönn-
unni. Kl. 2 kom allt í einu kolsvört þúst svaml-
andi að okkur úr myrkrinu. Það var kanadiskt
herskip, ljósalaust, er hafði séð blússið, en það
var í fylgd með skipalest, sem var að koma frá
íslandi á leið til Ameríku.
Þegar Waldimar sá það nálgast, vakti hann
okkur hina, og fá engin orð lýst því hve fagn-
andi við vorum. Okkar fyrsta verk, þegar við
sáum með vissu, að hér var um björgun að
ræða, var að drekka það litla, sem eftir var af
vatninu.
Þó að allmikil kvika væri, tókst giftusamlega
að komast um borð í herskipið. Þar var okkur
veitt hin bezta hjúkrun og allt fyrir okkur gert,
sem hugsast gat, til þæginda. Karl sál. Guð-
mundsson var orðinn svo þjakaður, að honum
var varla hugað líf, og dó hann nokkrum dög-
um síðar.
Þegar til Kanada kom, fóru þeir á spítala,
allir með dauða í fótum: Sigmundur vélstjóri,
Knopfmiller og Sigurður, hinir tveir fyrnefndu
komust þó bráðlega aftur til heilsu, en Sig-
urður, sem verst var haldinn, dvaldi þar í 6V2
mánuð. Voru lengst af, meðan hann dvaldi þar,
á sömu stofu fimm skipbrotsmenn, og hafði
orðið að taka af þeim öllum fæturna eða hluta
af þeim, af sömu ástæðum. Rómar Sigurður
mjög alla aðhlynningu og velvild, er hann naut
þann tíma, sem hann þurfti að dvelja þarna.
Sigurður kom hingað heim með Lagarfossi
8. maí. Þurfti hann að fara hér á sjúkrahús og
láta taka stubba af tánum, sem eftir höfðu ver-
ið skildir, ef það gæti hjálpað honum við að
ganga, en svo var ekki. Hann er nú orðinn ról-
fær á ný.
Óánægjan með það sem er, mun aldrei þverra. I
raun réttri er hún nauðsynleg, því hún er hið öflug-
asta meðal til framfara; hún hvetur menn til þess,
að leita að því sem er fullkomnara, og til þess að
finna nýjar liugmyndir. Sá sem er ánægður með
sig og ástandið í kringum hann, hann finnur enga
köllun hjá sér til að leita eftir öðru, sem er betra.
VÍKINGUR
Sjóotur nr. 2
Ný gerð flutningaskipa, sem nú er verið að
smíða vestra hefir vakið nokkra athygli. Er
hún þó aðeins tilraun til þess að fylla í skörð-
in í hinni miklu skipaeklu, sem nú er. Skip þessi
eru kölluð sjóotur nr. 2, og smíðuð hjá Leving-
ton skipasmíðastöðinni í Orange, Texas.
Samkvæmt skýrslu flotastjórnarinnar eru
skip þessi 1900 smálestir að særými, og talið að
þau beri um 1500 smál. af vörum. Aðalstærð-
ir eru: Lengd 270 fet, breidd 40 fet, og rista 10
fet með fullfermi. Vélaútbúnaður þeirra er mjög
nýstárlegur. Aðalvélarnar eru 16 alls. Eru það
6 strokka Crysler bátavélar, og eru samanlagt
1760 hö. Vélunum er komið fyrir í eins konar
brunni miðskipa undir stjórnpallinum, og vinna
4 saman á einum öxli með einföldu tannhjóla-
kerfi.
Sjóotur nr. 2.
Fjórir skrúfásar liggja niður úr skipsbotn-
inum miðskips, hlið við hlið, og er 6 feta skrúfa
á hverjum ás. Nær skipið um 12 mílna hraða á
klukkustund, og getur farið um 7000 mílur með
olíuforða sínum.
Eins og sjá má af myndinni, sem fylgir lín-
um þessum, er reisn skipsins næsta fyrirferða-
lítil, enda virðist skipið gert til þess að sigla
jöfnum höndum undir yfirborði sjávar sem yfir.
Er og talið til kosta þess, að það sjáist skammt
á hafinu.
Skipshöfnin er áætluð aðeins 12 manns.
Höfuðkostur þessara skipa er talinn sá, hve
auðvelt sé að smíða þau.
Þau eru öll soðin saman úr renningum og
öðrum afgöngum frá stálplötuverksmiðjunum.
Er binding þeirra og styrktarkerfi mjög ein-
falt.
Nafn skipa þessara er dregið af því, hve löng
þau eru í sjónum og óvenjuleg. Framstafninn
lás að vísu nokkuð, en þó mun streyma um þil-
farið jafnvel í nálega sléttum sjó. Á stafninn að
tákna nef otursins, er hann teygir sig upp úr
vatninu á sundi.
35