Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 36
Viðskiffasamningur Islands við Bandaríkin
Samningur um kaup og sölu á íslenzkum fisk-
afurðum til Bandaríkjanna var gerður milli ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar og sölustjórnar land-
búnaðarafurða Bandaríkjanna og undirritaður
hér í Reykjavík 27. júní síðastl.
Gildir samningur þessi frá 1. júlí þ. á. til 30.
júní 1943. Verðið verður sem hér segir (síðari
talan er verðið eins og það var samkvæmt brezk-
íslenzka fisksölusamningum):
NÝR FISKUR
Krónur fyrir kíló nú áður
Ýsa, þorskur, ufsi, langa og
sandkoli:
óhausaður ............. 0.45 0,35
hausaður ............. 0,58 0,43%
Karfi (berghylt) .............. 0,13 0,10
Keila:
óhausuð .................... 0,26 0,20
hausuð ..................... 0,33
Skötubörð ..................... 0,32 0,25
Stórkjafta og langlúra ........ 0,77
Flatfiskur annar en sandkoli,
stórkjafta og langlúra ........ 1.54
Steinbítur (útflutningshæfur) :
óhausaður ............. 0,26 0,20
hausaður ............. 0,33
Hrogn (í góðu lagi og ósprungin) 0,77 0,60
í brezk-íslenzka fisksölusamningnum var verð
á öllum tegundum flatfiskjar hið sama, kr. 1,20
kg. Nú er sú breyting, að stórkjafta og lang-
lúra hækkar í 0,77, en aðrar tegundir hækka í
kr. 1.54 kg.
SALTFISKUR
Fyrsti flokkur (af annars flokks fiski má ekki
vera meira en sem svarar 10% (tíu af hundr-
aði).
Krónur fyrir kíló nú á5ur
Þorskur og langa 20”
eða meira . 1,17 0,91
styttri en 20” . 1,11
Ufsi og ýsa . 0,91 0,70
I brezk-íslenzka samningnum var sama verð
á öllum flokkum, en nú er verðið nokkuð lægra
á lakari flokkum.
FROSINN FISKUIÍ
Fisktegundir þær, sem keyptar verða sam-
kvæmt þessum samningi, eru:
Krónur per lb. nú áður
Þorsk- og ýsuflök............ 0,98 0,76
Löngu-, steinbíts- og karfaflök 0,84 0,65
3G
Ufsa- og karfaflök .......... 0,69 0,54
Skarkola- og þykkvalúruflök:
2i/2—6 unzur.............. 2,58 2,01
minna en 2unza
eða yfir 6 unzur............... 2,52 1,96
Þverskorin .................... 1,81 1,41
haus-, sporð-, og uggalaus .... 0,84 0,65
Lúðuflök ......................... 1,95 1,52
Langlúru- 0g stórkjöftuflök .... 1,12 0,87
Sandkolaflök ..................... 0,84 0,65
Þorskhrogn:
valin ......................... 0,98 0,76
óvalin ........................ 0,84 0,65
NIÐURSOÐINN FISKUR:
Það, sem keypt verður samkv. þessum samn-
ingi, er :
Niðursoðin þorsk- og ýsuflök, 48/1 lb. dósir
í hverjum kassa, og gæði og pökkun, svo að
kaupanda líki.
Verð kr. 57,30 kr. hver kassi.
í fyrra tókst ekki að ná samningi um niður-
soðinn fisk, nema að því er snertir birgðir sem
til voru í landinu. En ekki náðist samkomulag
um verðið á þeim, svo úr sölu varð ekki.
SÍLD:
Síld veidd í herpinót greiðist með 23,00 kr.
hver tunna, og séu í tunnu 110 kíló eða 118
lítrar.
Síld veidd í reknet greiðist með 32,00 kr. hver
tunna, og séu í tunnu 110 kíló eða 118 lítrar.
Verðið á herpinótasíld var í fyrra kr. 18,00
og reknetasíld kr. 25,00.
I gamla samningnum var svo ákveðið, að
brezka matvöruráðuneytið tryggði íslendingum
óbreytt verð á salti og olíu. Nú er engin slík
trygging gefin.
Brezk skip hafa forgangsrétt til hleðslu á
NoiAurlandi (til Eyjafjarðar), við Breiðafjörð
og í Vestmannaeyjum. Unnið er að því að fá
þessum ákvæðum breytt.
Það skilyrði er sett, að langlúra og stórkjafta
mega ekki fara fram úr 20% af farmi skips.
Allar þessar afurðir greiðast í dollurum, sam-
kv. láns- og leigulögum U. S. A.
ÞORSKALÝSI:
Sérstakur samningur er um þorskalýsi. Sam-
kvæmt honum kaupir sölustjórn- landbúnaðaraf-
urða U. S. A. 50% af þ. á. þorskalýsisframleiðslu
íslendinga og er verðið, miðað við gæði frá 575
til 730 dollara pr. smálest.
V í KI N G U K