Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 37
t
I róðrinum
Gamankvæði frá sjómannadeginum
Til æfintýra farmanninum liggur opin leið.
heimurinn er harla stór með höfin löng og breið
þó oft sé sukksamt sjómannslíf um saltan Atlants-ál,
er sungið oft og hlegið hátt og drukkin liafsins skál.
Skipið skríður dátt, skín hver þanin voð,
vélin hefir hátt, hér er knáleg gnoð
áfram, áfram nú, enga stundar bið,
já, áfram strákar og út á þorskamið.
Við rórið stendur skipstjórinn og reykir pipustert
rínir út um skágluggann og eyrun eru sperrt,
gáir hann á kompásinn með gætni við og við,
og gjörist heldur valdsmannslegur yfir andiitið.
Hana, hvað er nú — hver fjandinn gengur að?
það þarf að setja á kolluna, annað skrúfublað,
skildi hún þola það? pað er ekki víst,
mér er sama, ef hún hraðar snýst.
Pétur gamli vélamaður púar skeggið í
það passar ekki í klabbið Jón, því vélin þessi er ný,
ég get dável trúað því að kollan þoli það,
en þessi vél má ekki nota stærra skrúfublað.
Pétur þegi þú, þama karlgarmur,
ég þoli ekki alltaf hreint að vera síðastur,
þú skalt ekki vera neitt að þræta um það,
ég læt setja á mig annað skrúfublað.
Upp á dekk í einum hvelli, allir minir menn
upp nú strákar, út nú strákar, allir ræs í senn,
Réttu Gvendur stampana og farðu í færin Sveinn,
Finnur láttu út baujuna og vertu ekki seinn,
hálfa ferð ég hafa verð, hana ekkert slór,
ég yfir hina alla legg! En sá hauga sjór.
Hæ, hæ, hó, hó, hérna slæ éy af,
því nú er dræsan öll komin í kaf.
Iialló, strákar, hvellum rómi hrópar skipstjórinn
það er orðið baujubjart, nú byrjar drátturinn
allir þjóta í einum hvelli út úr koiunum,
aka sér og geispa hátt svo hvín í reiðanum,
tifar skipstjórinn, talstöðina í,
það er sama sagan hér, ekkert fiskirí.
Halló, Geir! Halló, Geir! Halló þetta er ég.
lieyrir þú ekki, ég er að kalla á þig.
petta er meira hallærið ég hefi ei verra þekkt,
aldrei liefir það verið svona ægilega tregt,
það eru eintóm eiturkóð á allri línunni,
eintómt hölvað keilurusl og tittakvikindi.
pvílikt og annað eins, útkoman hjá mér,
það er alveg sama hvar á Sviðinu ég er.
V í K 1 N G I JI!
Skagamenn skáru í sjó, þeir skulu gjalda þess,
skárri er það frekjan, ég skifti, vertu bless.
En uppi á dekki er önnur saga, eintómt líf og fjör
inn á dekkið veltur ýsa og stærðar golþorskur,
og þegar „karlinn“ sjómönnunum segir fréttirnar,
þá segir hann, ,þeir íá aldrei bein, í þessar talstöðvar.1
Hæ, hæ, hó, hó, nú höldum við af stað,
þeir verða hissa hinir þegar í kvöld við komum að,
með sultar-són í míkrófón, er engin synd á sjó
ef á lóðinni er af þeim gula nóg.
Theodór Einarsson,
Akranesi.
ÚTVARPIÐ FRÁ SJÓMANNADEGINUM. .
Framh. af hls. 22.
í þeirri meiningu, að þeir starfi við sjónvarp,
eða er þessi þulur, þrátt fyrir merkilegt og ná-
kvæmt val útvarpsráðs, ekki betur starfi sínu
vaxinn en þetta. Hvar var Helgi Hjörvar á Sjó-
mannadaginn? Hvers vegna fékk útvarpsráð
hann ekki til að gegna þessu verki? Það ber
flestum saman um það, að Helgi Hjörvar er
manna snjallastur til að vera þulur á slíkum
útihátíðum, og engan hef ég heyrt sem betur
hefir tekizt með það hlutverk.
Þegar þessu var nú lokið, voru menn sárgram-
ir yfir þessurn mistökum, og því, að hafa sleppt
svefni og hvíid fyrir það. Öðru máli var að gegna
með útvarpið um kvöldið. Það tókst með prýði
vægast sagt. Dagskrárliðirnir voru prýðilegir,
og mjög ánægjulegt á þá að hlusta sem þar
fluttu mál og söng. Nokkurra truflana gætti, og
komu þær í veg fyrir að við gætum notið tón-
verks Sigíúsar Halldórssonar við kvæði Magn-
úsar Stefánssonar „Stjáni blái“, og þótti okkur
það leitt. En það er svo margt sem við sjómenn
verðum að sætta okkur við að fara á mis, að
við fjölyrðum sjaldan um slíka hluti, en vonum
jafnframt að við fáum tækifæri til að hlusta á
þetta verk einhverntíma seinna, við betri skil-
yrði. Ef til vill næsta Sjómannadag.
Gamanvísurnar og gamanþátturinn vakti sér-
staka hrifningu, með hláturgusum..
Að lokum vil ég láta ánægju mína í ljós, yfir
vaxandi þátttöku í hátíðahöldum úti um land,
og þeim skilningi sem sjómenn virðast vera að
fá á nauðsyn þess að vanda til þessa hátíðadags
okkar.
Svo aðeins eina spurningu til stjórnar Sjó-
mannadagsins. Hverjum voru þau handaskol að
kenna, sem urðu í framkvæmd kappróðursins,
og telur hún ekki varhugarvert að flaustra svo
með málin ár eftir ár, með tilliti til þátttöku í
kappróðri og öðrum íþróttaliðum dagsins, á kom-
andi árum? ' Orri.
37