Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 42
Sk ipasmíði vestan hafs
Eins og geta má nærri, hafa bandamenn lagt
sig mjög fram um skipasmíði síðan stríðið hófst
og kafbátar Þjóðverja og flugvélar tóku að herja
á verzlunarflota þeirra. Hefir viðleitni þeirra
mjög knúið að því, að finna sem einfaldasta gerð
flutningsskipa, sem fljótlejrt er að smíða.
Bandaríkjamenn hraðbyggja nú flutningaskip
af ýmsum stærðum með svo miklum flýti, að
undrum sætir, og gerir ríkisstjórnin allt hugs-
anlegt til þess að ýta undir framkvæmdir
manna í þeim efnum.
Skipasmiðjurnar eru flestar einkafyrirtæki,
og smíða fyrir stjórnina í ákvæðisvinnu.
Eftirfarandi sögn af skipasmið nokkrum á
vesturströnd Bandaríkjanna er þegar orðin
landfleyg.
Skipasmiður þessi átti lítið verkstæði og smíð-
aði aðeins smáskip. En þekktur var hann að at-
orku og snilligáfum ef því var að skifta.
Þegar Bandaríkjastjórn fór að panta flutn-
ingaskip í stórum stíl til ríkis þarfa, tók áminnst-
ur skipasmiður að sér að smíða nokkur 10,000
smál. skip, og það á skemmri tíma en nokkrar
Hnoðnaglavél að verki, á enskri hrað-skipasiníða-
stöð.
líkur voru til að hann mundi geta efnt. Ilann
lofaði miklu og náði hagkvæmum samningum.
Var nú tekið til óspilltra málanna í smiðju
hans.
Ný skipastæði varð að byggja undir hin stóru
skip og húsrými og vélar til smíðanna. Skipa-
smiðjan var nærri honum og landrými takmark-
að.
Einn góðan veðurdag vöknuðu bæjarbúar við
þið, að búið var að afgirða fjölfarna götu í bæn-
um og hundruð verkamanna farnir að byggja
þar skipastæði af fullum krafti.
Varð uppi fótur og fit í bænum út af þessu
og skipasmiðurinn þegar kærður fyrir þetta til-
tæki sitt. Iiann lét sér þó hvergi bregða, en hélt
áfram starfi sínu eins og ekkert hefði ískorizt.
Vísaði hins vegar kærunni af sér til stjórnar-
innar í Washington.
Fóru leikar svo, að bæjarbúar urðu að sætta
sig við tiltektir skipasmiðsins.
Ekki löngu seinna kom það fyrir, að skortur
varð á skipsplötum í smiðjunni. Urðu vinnuaf-
köstin stórum meiri en ráð var fyrir gert. Voru
nú góð ráð dýr.
Komst skipasmiðurinn þá á snoðir um, að
stór járnbrautarlest, hlaðin skipsplötum, stæði
á brautarstöðinni og væri á leið til annars bæj-
ar.
En skipasmiðurinn var ekki lengi að hugsa
sig um. Honum lá á plötunum.
Hann sendir þegar heilan herskara af verka-
mönnum sínum á brautarstöðina. Skipaði þeim
að ryðja vagnana og flytja plöturnar til smiðju
sinnar. Tjáði engum að malda í móinn.
Einnig þetta var kært fyrir yfii-völdunum.
Ríkisstjórnin tók hins vegar málstað skipa-
smiðsins eins og í fyrra skiptið og lét sök nið-
ur falla, svo að hann truflaðist ekki í að fram-
kvæma áætlanir sínar.
Hræðslukjallarinn
Skýlir harla skrítið búr
skatta-svallaranum,
Hann má varla hreyfast úr
hræðslu-kjallaranum.
Leiðrétting.
Stærð radíotækja þeirra sem lögregluforingjar í
Atlantic City nota er 8X8,8X3,8 cm. cn ekki m.m.
eins og misi'itast hafði í síðasti blaði.
42
V I K I N G U R