Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Qupperneq 47
— Dtemdu menn ekki eftir því, live mikla hœfi- leika þeir hafa, heldur eftir því, hvernig þeir nota þá. — Lygin er oft svo klœdd, að hún getur verið í fínustu samkvæmum. En sannle’kurinn þar á móti fær ekki að koma þar inn stundum, liversu vel sem hann cr búinn. — Uppspretta til hamingju og blessunar er í voru eigin iijarta, þeim, sem leitar eftir henni annars- staðar, fer líkt og fjárhirðir þeim, sem fer land úr landi til að leita eftir lambi, sem hann þykist hafa misst, en gætir þess ekki, að hann hefir alla leið- ina borið það í barmi sínum. — Menn segja, að konurnar stjórni heiminum eða ráði yfir okkur karlmönnunum. Er þá ekki liyggi- legt, að gera þær svo upplýstar og fullkomnar, sem kostur er á? þeim mun skynsamlegar stjórna þær heiminum og oss. — Heimurinn er ekki svo heimtufrekur sem orð leikur á; hann krefst ekki meira af mönnum en að þeir komi fram nokkurn veginn sómasamlega. Hversvegna er rautt Ijós haft í vitum og á skip- um? Af því rautt ljós sést lengri veg, en ijós með nokkrum öðrum lit, en næst því kemst græni lit- urinn. í heiðríku og hreinu lofti sést rauða ljósið 5,5 km., grænt 4% km., en gult ljós sést aðeins 2% km. Bláhvítt ljós kemst næst græna og sést 4 km., það er oftast notað við skiftispor járnbrauta. Engir cru jafn ákafir að ná í leyndarmál annara, eins og þeir, som lausmálgir eru. þeir eru líkir óráðsmönnunum, sem lána peninga hjá öðrum og fleygja þeim út í óþarfa. það er auðveldara að þóknast yfirboðurum sínum on þeim, csm undirgefnir cru. — Tóbak var fyrst flutt frá Vesturheimi til Eng- lands 1555, en lil Spánar nokkrum árum fyrr. VÍKINGUR þegar þú fæddist grést þú, en nánustu ástvinir þínir voru fagnandi. Lifðu svo, að þú á dauða- stundinnni getir farið héðan fagnandi en aðrir séu grátandi fvrir burtför þína. — Menn hafa gott af að ferðast, til þess að kynria sér skoðanir og verk annara. Sjóndeildarhringurinn stækkar og sjálfbyrgingsskapurinn minnkar. — Sá sem hefir vit á að skýla heimskú sinni er ekki heimskur. — Sá sanni ríkidómur mannsins er hið góða, sem hann gerir. þegar hann deyr, spyrja mennirnír: „Iive mikinn auð lét hann eftir sig?“ En englarnir spyrja: „Lét hann eftir sig mikið af góðverkum?" ■— Eldspítur, líkar því sem þær eru nú voru fyrst notaðar árið 1833. — Vasaúr voru fyrst búin til af Pétri Henlein í Núrnberg á öðrum tug sextándu aldar. Voru þau lík eggi í lögun og þvi nefnd „eggin frá Núrnberg." — Spil voru uppfundin 1380 til skcmmtunar Karli III. Frakkakongi. — Kaffi var fyrst flutt til Miklagarðs árið 1517, og 34 árum síðar var þar reist liið fyrsta opinbera kaffisöluhús. Um miðja 17. öld komust á kaffihús á Englandi og Frakklandi, og i Hamborg 1679. Aldrei er of seint að læra það, scm gott og gagn- legt er. Engin miiikun er að því, að læra svo lengi sem við erum fáfróðir. En það er sama sem: svo lengi sem við lifum. Trúlofunarhringar, BORÐBÚNAÐUR, TÆKIFÆRISGJAFIR í góðu úrvall. Guðm. Andresson, gullsmiður, Laugaveg 50 — Slmi 3769 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.