Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 7
Skinnbátur, svonefndur „Kano“. benda til þess, þótt ekki sé það fullsannað, að hann sé kominn frá Kínverjum. En þótt sennilegt sé, að fyrstu skipagerðar- mennirnir, sem það nafn eiga sldlið, hafi átt heima við suður- og austurstrendur Asíu, eru heimildir um þá og afrek þeirra nær engar til. Raunveruleg saga skipasmíða og siglinga hefst því ekki fyrr en með Egyptum, Kríteyingum og Fönikíumönnum. En frá Egyptum má rekja þessa merkissögu með allmiklum sannindum um nálega átta þúsund ára bil, bótt raunar verði að geta nokkuð í eyðurnar. Átta þúsund ár er langur tími. Hann er langur, miðað við sögu mannkynsins, því reyndar vitum við harla fátt um mannskepnuna allan fyrri helming þess tímabils. En átta þúsund ár geta ekki heitið iangur tími í hlutfalli við aldur mannsins á jörðinni. Það er líka óefað, að menn hafa getað fleytt sér yfir ár og vötn á einhvers konar far- kosti, þúsundum ára áður en elztu heimildir greina frá. Ýmsir hafa gert sér það til gamans, að geta í þá eyðuna, hvernig manninum hafi fyrst dott- ið í hug að gera sér bát. Lengi vel var þeirri skoðun mjög á loft haldið, að útþrá og ævin- týralöngun hafi ráðið þar miklu um. Skáldlega sinnaðir menn lýstu því með innfjálgum orð- um, hversu eyjarnar úti fyrir ströndunum hafi heillað og seitt. Það er sagan um Odyseif og Iþöku, draumalandið úti í sænum, sem sögð hef- ur verið í óteljandi myndum. En ýmsir hyggja, að veruleikinn hafi verið öllu hversdagslegri og hvergi nærri eins rómantískur sem skáldin vilja vera láta. Saga mannkynsins kann frá því að greina, að flestar eða allar þær uppgötvanir, sem snilli- legastar voru og ollu aldahvörfum, urðu til vegna brýnnar nauðsynjar, til.að auðvelda bar- áttuna fyrir lífinu. Rómantík og idealismi áttu þar harla lítinn hlut að máli. Jafnvel stafrófið, sem ritlistin og löngu síðar prentlistin byggja á, og er raunar undirstaða allrar æðri menn- Fleki undir seglum. ingar, var fundið upp af duglegum verzlunar- þjóðum, vafalaust til þess eins, að létta og auð- velda kaupskap og viðskipti. Það voru hagræn- ar ástæður, sem mestu ollu, en ekki ást á fögr- um listum og vísindum. Svipað mun mega segja um upphaf siglinganna. Það var fyrst og fremst þörfin, sem beindi frummanninum út á sjóinn. Hann sá trjástofna fljóta á vötnum og berast niður ár. Ár og vötn voru honum farartálmi. Oft þurfti hann að flýja skyndilega undan að- steðjandi hættu, óvinum, villidýrum, sumum í mannsmynd. Stundum gat hann synt eða svaml- að yfir ána sjálfur, jafnvel með afkvæmi sitt á bakinu, en ósjaldan var yfirkoman vonlaus án farkostar. Hann þurfti líka að veiða seli, smáhveli og önnur sævardýr. Af þeim fékk hann ekki aðeins fæði handa sér og hyski sínu, held- ur skinn, og hörð, verðmæt bein, sem höfðu, hlið- stætt gildi fyrir frummanninn og stálið fyrir afkomanda hans á vorum dögum. Þörfin kenndi honum að nota heilann og búa til farkost, sem Bátur úr bambusvið, bundinn saman. gæti fleytt fjölskyldu hans yfir ár og vötn, á- samt spjótum, öxum, veiðinetum og öðrum frumstæðum tækjum, sem hann átti afkomu sína undir. Það þurfti ekki mikið hugvit til að setj- ast á trjábol, láta berast niður eftir fljóti og ■VI K I N G U R ZB9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.