Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 14
hann — Íyfjasveínninn, brytinn, stýrimaður- inn, vélstjórinn og aðrir undirforingjar. „Jæja, Akim Zakharich, hvað segirðu okkur um nýja lautenantinn ?“ spurðu þeir allir. „Hvernig lízt þér á hann?“ En bátsmaðurinn svaraði ekki, heldur band- aði hrjúfri, loðinni hendinni með örvæntingar- svip og spýtti hraustlega í úrgangsdallinn, eins og hann vildi segja: „Því minna, sem minnst er á hann, því betra“. „Er hann skapvondur?“ spurði einhver. Bátsmaðurinn þagði enn. Hann ræskti sig kyrfilega nokkrum sinnum, spýtti aftur og leit íbygginn á félaga sína, sem biðu þess með ó- þreyju að heyra, hváð svo reyndur og athugull maður hafði að segja. Loksins tók hann til máls (en gætti þess þó, að hafa nokkurn hemil á rödd sinni, sem almennt var kölluð þokulúðurinn) og mælti: „1 hreinskilni sagt, er hann helvítis kvalari!“ Þegar þeir heyrðu þennan dóm, sem kveðinn var upp af slíkum sannfæringarkrafti, varð hinum ekki um sel, sem ekki var að furða. Síð- ustu tvö árin höfðu þeir siglt undir stjórn lau- tenants, sem að þeirra eigin sögn var afbragðs- maður, sem bar umhyggju fyrir skipsmönnum sínum, íþyngdi þeim ekki með óhæfilega erfið- um heræfingum, barði þá sjaldan (og þá í reiði, en ekki með köldu blóði), og tók ekki hart á þeim breyskleika sjómannsins að drekka sig fullan í landlegum. Það var því ekki að undra, þótt þeir yrðu þungbúnir og alvörugefnir við þá tilhugs- un, að eiga nú að vera undir bölvaðan kvalara gefnir. Andartak ríkti dauðaþögn yfir söfnuðinum. „Að hvaða leyti er hann bölvaður kvalari?“ spurði lyfjasveinninn, ungur, hrokkinhærður maður, sem ekki hafði eins mikið að óttast af hendi lautenantsins og hinir, ef hann gegndi skyldum sínum sómasamlega í sjúkraklefanum. „Að öllu leyti, bróðir! Hann ætlar að verða methafi í nöldri. Þarna jagast hann í manni sýknt og heilagt, svo að maður hefur engan frið. Þið hefðuð átt að heyra til hans frammi í káetunni áðan. Þarna stóð hann og góndi á mig þessum líka litlu glyrnum og nauðaði og nauð- aði eins og hann ætlaði aldrei að hætta: „Ég ætla mér að herða agann hér á skipinu“, segir hann. „Undir minni stjórn skal andinn verða annar hér um borð“, segir hann. „Drykkju- skapur í landlegum skal varða þungum hegn- ingum“, segir hann. Svona malaði hann og malaði — endalaust, þangað til að mér varð flökurt af að hlusta á hann“. „Undirforinginn, sem kom með hann í létti- bátnum frá Golub, hafði heldur ekkert gott um hann að segja“, sagði einhver hinna. „Hann sagði að hann væri ráðríkt þráablóð, sem alltaf væri að skammast út af smámunum. Þeir eru allir himinlifandi yfir því, að hann er farinn af Golub. Hann var alltaf á hælunum á þeim, segja þeir, og ómögulegt að losna við hann. Ekki hýðir hann þó hásetana, segja þeir, heldur hegn- ir þeim með sínum eigin aðferðum — lætur þá standa berfætta í reiðanum og sitja á ráarhún- um. Já, þeir sögðu, að hann væri hótfyndinn þrjótur og fyndi öll ósköp til sín, þessi — hvað heitir hann nú aftur?“ „Bernikov, er það ekki?“ sagði bátsmaðurinn og sneri þýzka nafninu upp á rússnesku. „Hann er einn af þessum þýzku barónum. En ekki hef- ur hann nú af miklu að státa“, bætti hann við með drýldnum svip. „Hvers vegna segirðu það?“ ,,Af því að þetta er mesti glópur. Það er auð- heyrt á því, hvernig hann talar, að þar er ekki gáfum fyrir að fara. Hann ætlaði aldrei að geta skilið það áðan, þegar ég sagði honum, að Stubb- ur tilheyrði skipinu. „Hvað meinið þér?“ segir hann. „Tilheyrir hann skipinu". Einhver hlýt- ur þó að eiga hann“, segir hann. „En hvers vegna voruð þið að tala um Stubb?“ spurðu hinir. „Ja, það er von þið spyrjið. Honum lízt ekki á Stubb, og hvað haldið þið að hann segi? Jú, hann segir, að hundur eigi ekki að líðast á her- skipum, og hótar að láta kasta honum fyrir borð, ef hann óhreinki þiljurnar. Og okkur er betra að sjá til þess, að hann sé ekki að flækjast fyrir augunum á honum“, segir hann. „Nú, hvað varðar hann um það? Ekkert kem- ur Stubbur honum við, hefði ég haldið“. „Hann lætur sér ekkert óviðkomandi, bölv- aður þrjóturinn. Hann getur ekki einu sinni látið skynlausar skepnur í friði. Já, bræður, það er ekki að efa, að guð hefur sent okkur sannkall- aðan kvalara í þetta sinn. Við eigum eftir að óska þess heitt og innilega, að Stepan Stepanich væri hér ennþá, drottinn blessi hann æfinlega", sagði bátsmaðurinn, um leið og hann barði ösk- una úr pípunni og stakk henni í vasann. „Ekki býst ég þó við, að kapteinninn láti hann ganga allt of langt“, sagði lyfjasveinn- inn. „Nei, bróðir, hann getur ekki hagað sér 296 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.