Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 22
hafði nú engan áhuga fyrir að halda uppi lög- reglu á fiskimiðum við landið. / næstu hundrax) ár, fram undir síðustu alda- mót, var landiS varnarlaust meS öllu. Á þessu tímabili má svo að orði kveða, að íslenzk fiski- mið kæmust á algjört vald erlendra þjóða. Loks var íslendingum fluttur sá boðskapur frá stjórninni í Danmörku með tilskipun 12. febrúar 1872, að fiskimiðin yrðu að teljast frjáls til afnota fyrir allar þjóðir, er óskuðu að nötfæra sér þau, en landsmönnum væri áskilin landhelgi, er næði 3 sjómílur út frá ströndinni. Þetta urðu landsmenn að látá sér lynda. Loks ráku Englendingar endahnútinn á þessar bolla- leggingar með því að senda Atkinson sjóliðs- foringja til Reykjavíkur með 3 herskip 24. júní 1901 og fá landshöfðingja til að samþykkja þetta ákvæði með undirskrift sinni. Og við það situr. II. Fiskistofninn eyðist. Það er ekki langt síðan menn voru þeirrar skoðunar, að fiskurinn væri óþrjótandi í haf- inu. en reynslan hefur kennt mönnum annað. Órækar sannanir hafa fengizt fyrir því, að fiskinum fari fækkandi og fiskimiðin rýrni. Til þess að bæta upp minnkandi afla, hefur út- gerðin verið aukin og aflatækin gjörð fullkomn- ari. Þetta kapphlaun milli minnkandi afla og aukinnar útgerðar heldur áfram og verður að halda áfram, meðan ekki eru fundin önnur ráð, er talizt geta vænlegri. Fiskiveiðarnar við Is- land hafa því verið ránveiði. sem sífellt hefur farið vaxandi eftir hví, sem tímar hafa liðið. Landgrunnið fyrir suðvesturströnd íslands er víðast hvar mjó skák með oddmynduðum tungum, sem á einstöku stöðum, fleiri eða færri sjómílur, skera sig út frá ströndinni, þar til hyldýpi Atlantshafsins tekur við fyrir utan. Á þessar stöðvar leitar kynþroska fiskur í fleiri eða færri göngum á vetrum og breiðir sig það- an meira eða minna meðfram ströndinni. Á umliðnum öldum hafa erlendir fiskimenn árlega stefnt skipum sínum í hundraða tali á þessar stöðvar og stundað þar veiðar meðan hrygningartíminn stóð yfir. Þannig var það meðan seglskip með handfæri voru notuð og eins eftir að eimskipin komu með hleravörpuna. Á því tímabili, sem kynþroska fiskur sam- kvæmt lögmáli náttúrunnar leitar landgrunns- ins á vetrum til þess að hrygna, mæta fiski- göngurnar stórum flotum erlendra vélknúinna skipa, er skafa botninn nótt og dag og taka allt, sem fyrir verður. Á næsta tanga landgrunnsins liggur annar floti jafn öflugur og fer eins að o. s. frv. Úr djúni Atlantshafsins koma svo nýj- ar gönprur og ný skip liggja tilbúin til að taka á móti beim í stað þeirra. sem heim eru farin með fullfermi. Og svona hefur þetta gengið ár eftir ár. meðan erlend skin hafa stundað veiðar við landið. Mannlegu hvggiuviti hefur bannig tekizt að leggia óbrigðula gildru fvrir fiskigöng- ”i"nar á leið sinni til hrygningarstöðvanna. Sam- hliða því sem fiskurinn er veiddur jafnóðum og hann leitar grunnsævis til þess að hrvgna, er botninum rótað upp. Sjórinn blandast leðju og nllskonar óhreinindum, frjófgun hrocmannamis- ferst. Dauði or/ eySilegc/infj gríyur þarna inn í gann náttúrunnar. Engin aðferð til fullkominn- ar útrýmingar fiskistofnsins og eyðileggingar á aðalbjargræðisvegi landsmanna virðist jafn óskeikul sem þessi. Þetta er rányrkja á hæsta stigi, sem óumflýjanlega leiðir til óhamingju fyrr eöa síóar. ísland liggur mitt á milli hinna fiskisælu miða við Norður-Noreg að austan og Nýfundna- land og Labrador að vestan, og er því miðstöð í afarstóru fiskisvæði, sem teygir sig milli tveggja heimsálfa. Hvort um sérstakan fiskistofn sé að ræða við ísland eða meira og minna sameigin- legan fyrir allt þetta stóra svæði, skal ekki deilt um hér, en það mun vera staðreynd, að fiskur merktur á hrygningarsvæðinu fyrir sunn- an ísland hefur veiðst við Lofoten, Færeyjar, Vestur- og Austur-Grænland og jafnvel við Ný- fundnaland, og er því ekki ólíklegt, þar sem þorskur frá Islandi fiskast venjulega á sumr- um í ríkum mæli við Vestur-Grænland, að yngri árgangar frá íslandi flytjast einnig vestur um haf til Labrador og Nýfundnalands, þótt það sé ekki ennþá rannsakað til hlítar. Á hessu víðáttumikla svæði, sem hér er um að ræða, hafa fiskiveiðar verið reknar lengur eða skemur og aukizt smátt og smátt eftir því sem tímar liðu. Löngu áður en Ameríka byggðist hvítum mönnum og fiskimiðin við Nýfundna- land, Labrador, Grænland og Norður-Noreg voru-sótt af framandi þjóðum, höfðu erlendir fiskimenn rekið fiskiveiðar við ísland. Ástæð- an var ekki eingöngu sú, að afli var nægur við ísland, heldur að siglingaleiðin var tiltölulega stutt, hafnir góðar og lítið eftirlit með veiðun- um. Fiskimiðin við ísland hafa því verið sótt og notuð af fjölda skipa miklu lengri tíma en fiskimið, sem lengra lágu í burtu eða voru ókunnug með öllu, og er því eðlilegt, að fyr hafi orðið vart við tregðu á afla við Island en á 3D4 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.