Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 27
þar sem botnvörpuveiðar væru stundaðar um gottímann, næðu 90—95% af hrognunum ekki að frjófgast. Þessi samanburður gefur óneitan- lega góðar vonir um árangur af tilraunum þeim, sem hér er stungið upp á. í sambandi við það, sem hér er sagt, skal vakin athygli á hinni miklu fiskauðlegð, sem verið hefur við Vestur-Grænland hin síðustu ár. har sem enginn fiskur var sagður áður. Ekki er ólíklegt, að meira eða minna samband sé á milli haf-fiskiklaksins, sem framkvæmt hefur verið við strendur Norður-Ameríku um nokkurra ára bil og þessarar auðlegðar. Ég efast ekki um það. Klak á kola ætti að komast í framkvæmd. í því augnamiði vrði hyggilegast að byggja klak- stöð í landi. helzt við Faxaflóa. Eiðsvílc eða þar í nánd er óefað heppilegur staður, því sam- kvæmt rannsóknum danskra fiskifræðinga, um aldamótin síðustu. álitu þeir að þar væri hin auðugasta og mesta fæðingar- og uppeldisstofn- un kolans við Faxaflóa. VI. Erlendum fiskimönnum sé óheimilt að fiska nær landi við ísland en landhelgisákvæði við- komandi landa ákveða. Hér að framan hefur þess verið getið, að nvtjar landsins — þar með talin fiskimiðin og hrygningarstöðvarnar — tilheyri landinu og landsmönnum og engum öðrum. Sem vott um viðurkenningu á þessum rétti kröfðust Bretar samþykkis landshöfðingja á landhelginni 1901. Um breytingar á þessum samningi ber því að semja við þá, en aðrir koma þar tæplega til greina. Erlendir síldveiðamenn hér við land, hafa enga samninga gjört við stjórn landsins um rekstur veiðanna. Þeir taka aflann frá lands- mönnum og. spilla á margan hátt aflamöguleik- um þeirra. Þeir vinna að verkun á aflanum, aðgerð á veiðarfærum og umskipun á afla og nauðsynjum í landhelgi og oft á höfnum inni. Við heimaland sitt hafa þessir fiskinienn U sjómílna landhelgi og stærri. Það virðist ærið ósanngjarnt, að þeir geti áskilið sér frekari rétt- indi við Island, en þeir hcimila öðrum þjóðum. Þar af leiðandi hafa Svíar, Norðmenn, Finnar o. s. frv. ekki neina heimild til að fiska nær landi við ísland, en U sjómíhir frá landi, eða í þeirri fjarlægð, sem íslendingar sér að skað- lausu veita þeim. íslendingar hafa enga ástæðu til að veita öðrum þjóðum ívilnanir, hverju nafni sem þær kunna að nefnast, til reksturs fiskiveiða við landið, þeim atvinnuvegi, sem. hagsæld landsmanna byggist á í nútíð og fram- tíð. Að síðustu má benda á þá staðreynd, að lands- menn reka. þorskveiðar með styrk frá ríkinu. Þetta út af fyrir sig ætti að vera nægileg hvöt til þess, að taka þær tillögur til íhugunar um verndarráðstafanir til viðhalds fiskistofnsins, sem bent er á hér að framan. Um síldveiðarnar er svipað að segja. Ár eftir ár hafa þær brugðizt og meðfram þess vegna er ríkið komið í alvar- leg.a fjárþröng: Það virðist því orð í tíma talað, að hafizt sé handa og gjörðar séu viðeigandi ráð- stafanir til að vernda þennan atvinnuvég fyrir yfirgangi erlendra fiskimanna. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan landið var verstöð erlendra fiskimanna. Frakkar höfðu útgerðarbækistöð á helztu höfnum og Norðmenn ráku hval- og síldveiðar frá hentugum stöðum, o. s. frv. Þetta tókst að lagfæra. Vafalaust má vænta þess, að ýmsar þær misfellur, sem hér er bent á, takist einnig að bæta. Jóhanna, niu barna móðir, liefur lent í heiftarlegri deilu við mann 'sinn. Er þau hafa rifist góða stund, segir liún ofsareið: — Þó ég verði tíu sinnum ekkja, slcyldi ég aldrei verða svo vitlaus að gifta mig aftur! V I K I N G U R 3D9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.