Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 29
hina þjáöu upp á brún. — Konur þangaö föngin færa fljótt, er þjáða endurnæra, saman fléttar sveitin mæra sigurkrans og frægðarrún. Fjölgar liðið fórnardjarfa, fyrir hvern er nóg að starfa, þessa hraustu þjóðararfa þreytan ekki bugað fær. Heim á sínum hestum flytja hrjáða menn, er varla sitja, þar er búin þeim til nytja þráða hvíldin, djúp og vær. Lítum inn í Látrabæinn, — af list er búið allt í haginn hröktum konan hjúkrar lagin, höndin nóg af kærleilc á. Skipsmenn þaðan heilir halda, hinir þrír, sem bylgjan kalda vafði í sína votu faldu valca sínum drottni hjá. ísland hefur öldum borið arfa, sem að prýðir þorið. Fórnardýpsta frægðarsporið fölva engin tímans mein. Þeirra nöfn, er þar að stóðu þekjast aldrei gleymsku móðu, af sannri hetjuhreysti hlóðu helgan þjóðar bautastein. Látrabjargið bifast eigi, ber það vitni að hinzta degi — þó að kynslóð hverfa megi - kraftaverksins glæstu dáð. Afreksmenn að allra dómi eru lands og þjóðar sómi, íslands garpa hróður hljómi hátt, á meðan saga er skráð. V I K I N G U R 311

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.