Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 31
raunir með smíði hjólskipa, þar sem hjólunum
var snúið með handafli. Þessar tilraunir þóttu
ekki gefa góða raun, og féllu hjólskip þessi úr
sögunni. Árið 1736 hugðist Englendingurinn
Jonathan Hull sameina hugmyndirnar tvær, um
Clermont, skip Fultons (smíðað 1807).
hjólskipið og gufuvélina. Gerði hann tilraunir
með hina frumstæðu gufuvél Newcomens, og
kom henni fyrir um borð í hjólbát, en árangur-
inn varð neikvæður. Gufuvélin var enn svo ófull-
komin, að hún reyndist einskis nýt um borð í
skipi. Leið nú langur tími, unz slíkt var reynt
með árangri. En eftir að James Watt hafði gert
á gufuvélinni endurbætur sínar, opnuðust nýir
möguleikar. Á síðustu árum 18. aldar voru bæði
í Frakklandi, Englandi og Ameríku gerðar með
nokkrum árangri tilraunir með gufuvélar í
skipum. Þó var það ekki fyrr en árið 1807, sem
raunverul.ega tókst að leysa vandann, þá er
Ameríkumaðurinn Robert Fulton fór reynslu-
förina á gufubát sínum, „Clermont“, renndi
honum eftir Hudsonfljóti, frá New York til
Albany, eins og frægt er orðið. Á þeirri stundu
hófst nýtt tímabil í sögu siglinganna, öld gufu-
skipanna gekk í garð.
,,Savannali“.
Eftir að Robert Fulton vann afrek sitt á Hud-
sonfljóti, fleygði þróun gufuskipanna fram með
slíkum hraða, að dæmafátt var á þeim tímum,
því þá voru flestar tæknilegar framfarir lengur
að ryðja sér til rúms en síðar varð. Stjórnendur
skipafélaga þeirra, sem héldu uppi siglingum
yfir Atlantshaf, sáu áður en langt leið, hvílíkt
þarfaþing gufuvélin var, svo framarlega sem
hún yrði nokkurn veginn gangviss, en á því
vildi verða nokkur misbrestur í fyrstu.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast, eru um það
skiptar skoðanir, hvaða skip ber með réttu að
W K I N G U R
telja fyrsta gufuskipið, sem sigldi yfir Atlants-
haf. Sumir hafa haldið því fram, að ameríska
skipið „Savannah" eigi þann heiður. Og eng-
inn vafi mun á því leika, að „Savannah“ er
fyrsta skip með gufuvél, sem fer þessa leið. En
þar sem aðeins var hægt að nota gufuvélina í
hér um bil sólarhring af tuttugu. og sjö, sem
ferðin tók, fer heiðurinn að verða nokkuð vafa-
samur. „Savannah" var upphaflega seglskip,
smíðað í New York 1818, 350 smálestir að stærð.
Skömmu eftir að smíði þess lauk, var í það sett
90 hestafla gufuvél, og knúði hún tvö „skóflu-
hjól“, sitt á hvorri hlið, er voru þannig úr garði
gerð, að hægt var að innbyrða þau, þegar vélin
var ekki notuð. Með vél þessari gekk skipið
5—6 sjómílur í logni.
„Savannah“ lagði af stað í för sína yfir
Atlantshafið 24. maí 1819, og var lagt upp frá
New York. Kom skipið til Liverpool 20. júní,
eftir nálega 27 sólarhringa útivist. Eldsneyti
það, sem skipið hafði tekið með sér í förina, var
eigi nema 75 smálestir af kolum og nokkrar smá-
lestir af trjáviði. Sýnir það greinilega, að eigi
hefur verið ætlunin að treysta fyrst og fremst
á vélaraflið, því til þess var eldsneytið alltof
lítið. Hefur gufuvélin eingöngu átt að flýta fyr-
ir, þá er vindur var svo óhagstæður, að segl
notuðust lítt eða ekki. Var vélin eigi höfð í
gangi nema í fjóra sólarhringa samtals, eins
og fyrr segir.
Frá Liverpool hélt „Savannah“ til Eystra-
saltshafna og þaðan aftur til Ameríku. Hafði
vélin reynzt illa, og var tekin úr skipinu þegar
„/ storminum". Skopmynd frá öndverðri 19. öld.
eftir heimkomu þess. Notaðist „Savannah“ síð-
an við segl eingöngu. Skip þetta fórst við Long
Island árið 1822.
Gufuskipum fjölgar.
Næstu árin, eða á tímabilinu 1820—1830,
313